Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.11.1995, Qupperneq 52

Ægir - 01.11.1995, Qupperneq 52
Ný sókn og úrelding Endurnýjunarstefnu í stað úreldingarstefnu í síðasta tölublaði Ægis fjallaði ég um erindi Einars Svanssonar, sem hann hélt á aðalfundi Samtaka fiskvinnslustöðva nú í haust, unt styrkjakerfi ESB og Noregs í sjávarútvegi. Af þeirri umfjöll- un er ljóst að urn leið og ríki Evrópu úrelda skip og fiskvinnslu er unnið markvisst að gífurlegri uppbyggingu og endurnýjun á sama sviði. Við íslend- ingar rekum á hinn bóginn beina úreld- ingarstefnu og minnkum bæði flota og fiskvinnslu, þar sem hérlendis sé um svo mikla offjárfestingu að ræða. Við virðumst vera alveg fastir hér innan 200 mílna og viljum ekki horfa víðar, eða svo virðist vera af viðbrögðum margra forystumanna í hagsmunasamtökum í sjávarútvegi svo og stjórnvalda. Þeir aðilar íslenskir sem hafa gert út skip á úthafinu, þ.e. án veiðiheimilda innan 200 mílna hér við land, hafa víðast mætt andstöðu og þeirra störf verið tor- velduð meö ýmsu móti. Svipaða sögu má segja af þeim skipum öðrum sem stundað hafa veiðar utan landhelginnar jafnt og innan. Þá hafa þessir aðilar fengið á sig ræningjastimpil og þaðan af verra vegna veiða úr stofnum sem ein- hverjir telja vannýtta, en hafa ekki verið rannsakaðir nægjanlega vel og því lítið vitað um. Á sama tíma eru settar mjög strangar reglur um endurnýjun fiski- skipa, reglur sem eru miðaðar við veiðar innan 200 mílna fiskveiðilögsögu við ísland, og hundruðum milljóna er varið í að greiða nýjustu og bestu fiskiskip okkar niður svo hægt sé að selja þau úr landi, til að efla enn frekar aðila sem eru í beinni samkeppni við okkur. Úreltur loðnufloti Hér í blaðinu er grein um loðnuflot- ann. í henni kemur fram ab meðalaldur loðnuskipa er nær þrítugu. Að vísu hafa flest skipanna gengið í gegnum miklar lagfæringar og breytingar og má ætla að aldur búnaðar sé að mebaltali helmingi lægri en skrokksins. Það breytir hins vegar ekki þeirri staðreynd að þessi floti skipa er tæknilega úreltur og þarf ef vel á ab vera að endurnýjast með tæknilega betur búnum skipum svo og stærri skip- um vegna breyttra og nýrra verkefna. Vilji útgerðarmanna stendur til þess að kaupa ný skip eða nýleg og/eða láta smíba ný og fullkomin skip, en það er ekki svo auðvelt. Vilji útgerð láta breyta skipi sínu er það vissulega hægt, ef skip- ið hefur haft veiðileyfi fyrir 1. janúar 1986, en ef ekki þarf að kaupa úreld- ingu, tonn á móti tonni. Má ætla að til slíkrar úreldingar verði útgerð að verja 50-100 millj. kr. á meðalloönuskip svo það standist nútímakröfur og þá er allur kostnaður við smíði eftir. Það hlýtur að vera krafa útgerðarmanna að meðan aflamarkskerfi er á öllum aðalnytjafisk- stofnum okkar þá sé ekki einnig verið að stjórna því á hvað stórum skipum sé veitt. Þetta er líka mjög bagalegt þegar haft er í huga að slíkar hömlur tak- marka möguleika okkar til frekari veiba á úthafinu. Öflum okkur frekari veiðireynslu Nú er mikið rætt um útrás Islendinga í sjávarútvegi. Víða er borið niður, t.d. í Rússlandi (Kamtsjatka), Afríku, Mib- og Suður-Ameríku og vafalítið víðar. En lít- ið hefur verib rætt um möguleika okkar til veiða á alþjóölegum svæðum hér í Norður-Atlantshafi. Hér eru víða mögu- leikar sem ekki eru mikið kannaðir en nokkrar þjóðir hafa stundað í kyrrþey. Ákvæði úthafsveiðisamnings Samein- uðu þjóðanna og hafréttarsáttmálinn fara nú smám saman að loka þessum möguleikum okkar og um leið erum við íslendingar útilokabir frá veiðum á stórum hafsvæðum sem eru hér rétt utan okkar eigin lögsögu. Það er því ekki seinna vænna að hefjast handa og afla okkur veiðireynslu á þessum svæðum. Útfararstofnun sjávarútvegsins Það er bjargföst skobun mín að breyta þurfi stefnu stjórnvalda úr sam- dáttar- og úreldingarstefnu í endurnýj- unar- og þróunarstefnu þar sem kann- aðir verði meb opnum huga hvaða möguleikar eru hér á nálægum haf- svæðum og þangað send skip til könn- unar og að vib öflum okkur reynslu ábur en þessi svæði lokast. Þetta verður ekki gert nema með sameiginlegum sjóðum sjávarútvegsins og nefni ég þar fyrstan Þróunarsjóð sjávarútvegsins. En lögum og reglum þess sjóðs þarf að breyta svo hann geti tekið á slíkum verkefnum og standi undir nafni, en verði ekki bara útfararstofnun sjávar- útvegsins eins og hann er nú. Bjarni Kr. Grímsson Veiddi sjatdgæfa flugvél Norskur rækjuskipstjóri fékk sprengjuflugvél af gerðinni Skua Blackburn í trollið á 350 metra dýpi í Rombakfirði fyrir skömmu. Flugvélin hafði legib þar síöan þýskir skutu hana niður á stríðsárunum og var furðu heilleg. Aðeins ein slík flugvél er til í heilu lagi í heiminum og því hefur fundurinn vakið athygli. Skip- stjórinn, Tor Moe, lætur sér fátt um finnast en bendir á að enginn vilji bæta þær miklu skemmdir sem urðu á rækjutrollinu á þessum flugvéla- veiðum. (Fiskaren -október 1995) Silikonbrjóst sem springa Eitt af því sem köfurum getur stafað hætta af eru aðskotahlutir í líkamanum s.s. fyllingar úr silikoni. Amerísk kona sem kafaði niður á 30 metra dýpi lenti í sjaldgæfa slysi ab silikonfylling í brjósti hennar sprakk þegar þrýstingurinn minnkaði. Konan hlaut mikil meiðsli af ef ekki varanleg örkuml. ° (Fiskaren - oktober 1995) 52 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.