Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.01.1997, Qupperneq 3

Ægir - 01.01.1997, Qupperneq 3
Sjómannaalmanak Fiski- félags íslands komið í skipin Sjómannaalmanak Fiskifélags íslands, hið 72. í röðinni, kom út skömmu fyrir jól og var um áramótin dreift til notenda. Að vanda hefur almanakið að geyma allar þær upplýsingar sem sjó- menn kunna að þurfa á að halda í dag- legum störfum sínum. Þar er t.d. að finna skrá yfir íslensk skip, einnig sól- artöflur reiknaðar af Þorsteini Sæmundssyni stjörnufræðingi og settar upp í samráði við Vil- mund Víði Sigurðsson, kennara í Reykjavík og notaðar við kennslu stýrimannsefna. Fjallað er um öryggismál og öll ný lög og reglugerðir sem sjófarendur þurfa og skylda er að hafa um borð í skipum. Vitaskrá og flóðatöflur fyrir nýhafið ár eru í bókinni, þjón- ustuskrá fyrir hafnir og margar aðrar nytsamar upplýsingar. Sjómannaalmanakið er um 800 blaðsíður að stærð og hafði Athygli ehf. umsjón með útgáfunni en Prentsmiðjan Oddi annaðist prentun. íslenskt sjómannaalmanak hönnum& FRAMLEIÐUM — SJOMAI LMANAK Fiskifélags íslands er fáanlegt í öllum sjávarútvegsvörur og umboðsmönnum helstu bókabúbum, sérverslunum með FÍ um land allt, sem og á skrifstofu FÍ. Vinnur að umhverfismálefnum Gasskynjara Öryggiskerfi fyrir kæli- og frystikerfi Skráningartæki fyrir hita, raka, þrýsting, sýrustig og fleiri skynjara RKS Skynjaratækni ehf. f Sími 455 4555 Fiskifélag íslands réð nú um áramótin Brynhildi Benediktsdóttur, hagfræð- ing, til almennra starfa en hún mun vinna sérstaklega að umhverfismál- um. Umhverfismál út frá hagrænum sjónarmiðum var einmitt efni lokarit- gerðar Brynhildar og segir Bjarni Grímsson, fiskimálastjóri, að þessi rábning sé liður í ab virkja FÍ í starfi tengdu umhverfismálum sjávarútvegs. Brynhildur Benediktsdóttir er 35 ára, stúdent frá M.H. 1981, vann ýmis störf með námi s.s. á sjó og í fiskvinnslu. Hún vann í afskipunar- deild S.H. frá 1982-1986 og hjá ICE- CON 1987-1988. Lauk B.S. prófi í hagfræði frá Háskóla íslands árið 1991. Var hagfræðingur hjá Hag- fræðistofnun H.í. 1991-1994 og jafn- framt leiðbeinandi í Fiskvinnslu- skólanum. Frá ársbyrjun 1995 til apríl 1996 var hún skrifstofustjóri Tauga- greiningar hf. Frá apríl 1996 var Brynhildur ritstjóri ensk-íslensks við- skipta- og hagfræðiorðasafns. Sambýlismaður hennar er Björgvin Friðriksson, starfsmaður Nýherja hf. ÆGIR 3

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.