Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1997, Page 4

Ægir - 01.01.1997, Page 4
REYTINGUR Sjávarútvegur á nýju ári Árif) 1996 var sjúvarútvcginuin gjöfult, |>af> rcyndist niesta aflaár íslandssögunnar. i il Irekari fróöleiks cr vísaö til grcinar eftir undirril- aöan liér í blaöinu. Frainundan crárscm býöur hcini niiklum vænt- ingum í sjávarúlvcgi. I.oönustofninn er talinn meö stærsta mótl og er vonast eftirgóöri vertíö, nýrri metvertíö. Mikiö hefur veriö fjárfest i verksmiöjum og tækjuni og búnaöi til frystingar á loönu og síld. I'á bcftir nótaskipaflotinn tekiö verulegum breytingum, bæöi er aö miklar úrbætur hala veriö geröar til aö auka bráefnisgæöi svo og veiöihæfni. Öll |ressi fjár- fcsting sýnir |>á bjartsýni sem menn hafa í |ress- um geira sjávarútvegs. I>aö skyggir jró aöeins á aö horfur í sölu á loöiniafuröum eru ekki eins góöar og á síöasta ári bæöi er að birgöir eru nokkrar fyrir af frystum afuröum og aö aörar jrjóöir, eins og Kanada, eru aö koma aftur inn á markaöinn. I>a eru veiöar til bræöslu undir mikilli gagnrýni umhverlissinna og hefur |><iö haft áhrif á siilu á lisklýsi. Á sama tíma og menn eru anægöir meö tippganginn í upp- sjávarfiskvciöum og vinnslu, gengur ekki eins vel i bolfiskvinnslunni. I>ar hafa lyrirtæki sagt upp starfsfólki og frystihús lokaö, j>annig hafa lieilu byggöarlögin komist i uppnám. Orsakir eru gífurlegur tap- rekstur, sem myndast aö stórum hluta af mjög háu hráefnisverði og |n í aö fjárlesting vinnslunnar, |>.e. hús og tæki, eru ekki nýtt sem skyjdi. I'etta er verulega umluigsunarvert og jafnframt þaö aö afkoma vinnslunnar á undanförnum árum hefur ekki leyft aö fariö væri í jrróun afuröa eöa frekari vinnslu til aö mæta breytingum í rekstr- arumhverfinu. Útgeröin hefur hins vega'r gengiö mjög vel og ekki er fyrirsjáanlegt annaö en svo veröi álram. I útgeröinni eru framundan brevtingar á skipastólnum, bæöi er núverandi fiskiskipafloti kominn nokkuö til ára sinna og veiöimvnstriö er aö breytast. I'aö má segja aö a árinu 1996 hafi viðskipti blómstraö í sjávarút- vegi og einkennandi er aö fjármagn leitar nu inn í greinina, t.d. i formi hlutafjár i lyrirtækjum og í útboöum á skuldabrefum sjávarút- vegslyrirtækja. Metávöxtun er i hlutabrefum jreirra sjávarútvegsfyrir- tækja sem eru á hlutabréfamörkuöum og jreim fyrirtækjum fjölgar óöum. I.innig hafa fyrirtæki runniö saman eöa veriö keypt upp af öörum. Miklar hrevtingar voru a síöasta ári og fyrirsjáanlegar eru hreytingar á jressu ári. Allt þetta miöar aö |>ví aö gera fvrirtækin hæf- ari til aö bregöast \’iö breytingum á rekstrarumhverfinu hvort sem er a sviöi aljijóöamarkaöa eöa hér innanlands. I'etta sýnirenn og aftur einn helsta eiginleika fyrirtækja i sjávarútvegi, sem er aö bregöast skjótt \ iö vtri aöstæöum og aölaga sig jieim. l’aö hefur vakiö vcrulega athygli hvcrnig viö lslendingar getum rekið okkar sjávarútveg á sjálf- bæran hátt án styrkja. I’eir aðilar sem fjárfesta í sjávarútvegi á íslandi, eru m.a. aö horfa til jiessa aölögunarhæfiieika, auk trúar á framtíð íslensks sjávarútvegs. Hunsa áminningar ICCAT (Alþjóðiegt ráð til verndar Atlantshafstún- fiski) samþykkti á síðasta fundi sínum, seint á nýlið- nu ári, að banna innflutning á túnfiski frá Belize, Hondúras og Panama ef þessi þrjú hentifánaríki hlíta ekki áminningum og uppfylla skilyrði sem þeim hafa verið sett til verndar túnfiskstofninum í Atlantshafi. Belize og Hondúras voru gefnir 6 mánuðir til að sýna fram á að gripið hafi verið til aðgerða til að draga úr túnfiskveiðum en Panamastjórn hefur frest til næstu áramóta til að sýna að framfylgt hafi verið tilkynn- ingu um að skráning skipa undir fána Panama verði felld niður ef skipin eru staðin að túnfiskveiðum. Kvóti aðildarríkja ICCAT, sem hafa veitt umfram tún- fisk- og sverðfiskkvóta sína, verður skorinn niður sem því nemur og við endurtekin brot á aflamarki er kvótinn skorinn niöur um fjórðung til viðbótar. Tún- fiskkvóti í V-Atlantshafi var aukinn um 150 tonn i 2.354 tonn, þrátt fyrir kröfur umhverfisverndarsinna um niðurskurð. (Worldfish Report) Rífast um löndunarvatn Hörð deila er nú risin í Noregi milli síldarkaupenda, og síldarseljenda um hversu hátt hlutfall þyngdar skuli dregið frá lönduðum afla vegna löndunarvatns. Undanfarin 4-5 ár hefur sjávarútvegsráðuneytið unn- ið aö því að koma á reglu við vigtun á uppsjávarafla og nú um áramótin tók gildi sú regla að 4% skuli dregin frá þyngdinni vegna löndunarvatns. FNL hef- ur mótmælt þessu harðlega og neitar að kaupa síld- ina nema þessi löndunarvatnsfrádráttur sé tvöfald- aður upp í 8%. Að undanförnu hefur nánast allur hringnótarflotinn norski verið í Vestfjorden og Ofot- fjorden en veður hefur hamlað veiðum. Þegar veður og aflabrögð batna á ný horfir til verulegra vandræða vegna þessa máls. FNL bendir á að í Danmörku sé frá- dráttur vegna löndunarvatns allt frá 9 til 13%. Hiti er í útgerðarmönnum vegna þessa og sakar einn slík- ur FNL um að hafa hreinlega stolið 70-80.000 tonn- um af síld með of miklum frádrætti á vatni. Fulltrúa- fundur í Fiskebátredernes Forbund samþykkti að hvetja málsaðila til að sættast á 4% reglu ráðuneyt- isins svo að ekki verði töf á að vinnsla geti hafist á vorgotssíld. Jafnframt veröi áfram leitað málamiðl- unar og reynt að fá fram alþjóðlega samræmingu á reglum. (Fiskeribladet)

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.