Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1997, Page 5

Ægir - 01.01.1997, Page 5
Nýtt metár framundan? Árið 1996 verður skráð á spjöld sög- unnar í íslenskum sjávarútvegi. Fyrst og fremst vegna þess að á árinu fór heildarafli landsmanna upp fyrir tvær milljónir lesta í fyrsta sinn og einnig vegna þeirra samninga sem gerðir voru um veiðar í úthafinu. Veiðarnar í úthafinu lyfta líka aflaverðmætinu upp og á árinu 1996 voru heildarverðmæti sjávarafla 2,6% meiri en á árinu 1995 og meiri en nokkru sinni áður. En það er ekki bara fortíðin sem telur heldur ekki síður framtíðin. Almennt virðast menn sammála um að fremur bjart sé framundan í sjávarútveginum. Loðnuveiðarnar skiptu miklu máli á síð- asta ári og gera það sömuleiðis í ár. Stærsti vinningurinn er að fá þorsk- stofninn í sterka stöðu á nýjan leik og benda menn á að það skipti ekki síst máli fyrir bolfiskvinnsluna í landi, þann hluta sjávarútvegsins sem á í hvað harðastri tilvistarkreppu þessa dagana. Á eftirfarandi síðum er fjallað um metárið sem er nýliðið og reynt að skyggnast fram á veginn. Mikil loðnuveiði á árinu 1996 hefur skipt sköpum wn afkomu sjávarútvegsins. Fá dœmi eru þess að góða veiði og hátt verð loðnuafurða beri upp á sama ár eins og gerðist í fyrra. Mynd: Porgeir Baidursson. ÆGIR 5

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.