Ægir - 01.01.1997, Side 6
Loðnuveiðar og loðnuvinnsla bera
uppi afkomu sjávarútvegs í fyrra
segir Þórður Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofnunar
Mynd: Þorgeir Baldursson.
Afkoma sjávarútvegs á íslandi á síöasta ári var lakari en á árinu 1995 en ljóst er
samt ab afkoman í heild var yfir núllinu í fyrra þó einstakir hlutar
greinarinnar hafi átt vib erfiðleika að etja eins og dæmin sanna í botnfisk-
vinnslunni. Ljóst er að loðnu- og síldveiðamar hafa breytt miklu fyrir íslenska
þjóbarbúið á undanförnum misserum og telja má líklegt að ef ekki hefbi
komið til mikill loðnu- og síldarafli þá hefbi sjávarútvegurinn í heild staðið
frammi fyrir slæmri afkomu sem væntanlega hefði kallab á aðgerbir. Þórður
Friöjónsson, forstjóri Þjóbhagsstofnunar, segir í samtali vib Ægi að spá megi
góbu ári í íslenskum sjávarútvegi árib 1997 en þó geti hugsanleg verkföll á
næstu vikum gjörbreytt afkomu greinarinnar og gert ab verkum ab þjóðarbúið
verði af miklum fjármunum í tekjum.
Viðunandi afkoma
sjávarútvegsins í fyrra
„Útkoman í fyrra er að því er virðist
samkvæmt okkar tölum alveg vibun-
andi á árinu 1996. Sérstaklega þegar
haft er í huga að afkoman árið 1995 var
einstaklega gób því þá var hagnaður af
sjávarútvegi í heild um 4-5% sem hlut-
fall af tekjum. Miðað við ágústskilyrðin
í fyrra var afkoman í járnum en þó ekki
liggi fyrir niðurstaða fyrir árið 1996 í
heild þá má telja líklegt ab sjávarútveg-
urinn hafi verið réttu megin við núllið
og skilað viðunandi niðurstöbu. Það
sem skýrir að afkoman verður lakari en
árið 1995, þrátt fyrir metár í afla, er
ósköp einfaldlega að afurðaverð var
lægra að raungildi en árið 1995. Að
öllu samanlögðu þá met ég það svo að
afkoman hafi verið viðunandi í fyrra,"
segir Þórður.
Loðnuaflinn mikilvægur
Loðna- og síld voru stór hluti þess sem
kom á land á síðasta ári og skipti sköp-
um um að gera árið að metári í heildar-
afla íslendinga. Þórður segir alveg ljóst
að þjóðhagsleg áhrif af loönuveiðunum
séu mikil fyrir þjóöarbúið.
„Við sjáum greinilega að afkoman af
lobnuveiðum og bræðslu hefur verið
gríbarlega góð í fyrra. Útkoman þar
stendur alveg uppúr í samanburði við
abrar greinar enda teljum við ab af-
koma botnfiskvinnslu hafi verið frekar
rýr á nýliðnu ári," segir Þórbur.
-Höfum við þá verið ab bæta okkur
upp samdráttinn í þorskaflanum með
tekjum af loðnunni?
„Já, á því leikur enginn vafi. í fyrra
má ætla að loðnuveiðar og bræðsla hafi
bætt afkomu í sjávarútvegi í heild um
2% af tekjum þannig að áhrifin á
sjávarútveginn í heild eru gríðarlega
mikil þegar vel gengur í loðnuveiðum-
og vinnslu. Það má því alveg orða þab
sem svo að þrátt fyrir að ekki hafi verið
mikib tap á botnfiskveiðum og -vinnslu
í fyrra þá er það ljóst að loðnuveiðamar
og loönuvinnslan em að bera uppi af-
komu greinarinnar," segir Þórður.
Hagstæð verðþróun loðnuafurða
Verðþróun afurða úr loðnu og síld hef-
ur verið ólík undanfarin ár og mun
hagstæðari í lobnuafurbunum.
„Ef við lítum á verb á loðnumjöli og
lýsi," segir Þórður, „þá þróaðist þab
mjög hagstætt á árinu 1996 en til þess
að hafa einhverja viðmiðun við fyrri ár
þá er óhætt að segja að verð þessara af-
urba í fyrra sé mjög þokkalegt í sögu-
legu samhengi. í síldinni hefur aftur á
móti verið lakari þróun, verð á saltsíld
lækkabi frekar á árinu 1996 en hins
vegar hefur frysta sildin hækkað svo-
lítið. Ef við berum þetta t.d. saman vib
árið 1986 þá hefur verð loðnuafurða á
þessum tíma hækkað um 50% í SDR en
hefur hins vegar lækkað í SDR í síldar-
afurðunum. Loðnuafurðirnar eru því
6 ÆGIR