Ægir

Árgangur

Ægir - 01.01.1997, Síða 7

Ægir - 01.01.1997, Síða 7
töluvert hagstæðari en síldarafurðirnar um þessar mundir," segir Þórður og viðurkennir að tölulegar staðreyndir sýni skýrt að þjóðbúinu sé mjög mikil- vægt við þessar aðstæður að ná svo miklum loðnuafla sem raun ber vitni. Framtíðarþróun á mörkuðum skiptir öllu máli og telur Þórður að skynsam- legt sé að horfa til frystingar á loðnu og síld og hvernig takist að þróa sölu á markaði fyrir frystar loðnuafurðir og frysta síld enda sé þar um að ræða vörur sem séu margfalt verðmeiri en mjölið og lýsið. „Miðað við svona góðar afla- horfur eins og eru í þessum veiðum þá virðist vera skynsamlegt fyrir menn að horfa á þróun í frystingu þessara af- urða," segir Þórður. Ákvarðanir á næstu vikum skipta miklu Spá forstjóra Þjóðhagsstofnunar fyrir sjávarútveginn á árinu 1997 er góð. Þórður telur allar forsendur fyrir hendi til að ná ágætum árangri í greininni en ákvarðanir á næstu vikum geti skipt mjög miklu máli fyrir niðurstöðuna þegar upp verður staðið í árslok. „Ég er að gefa mér að hér muni áfram ríkja stöðugleiki og jafnvægi í þjóðarbúskapnum og að greinin verði ekki fyrir miklu hnjaski í tengslum við kjarasamningagerðina. Það liggur alveg í augum uppi að verkföll á viðkvæmum tíma að því er varðar loðnuveiðar og loðnuvinnslu geta haft mjög afgerandi áhrif á afkomu sjávarútvegsins á árinu jafnvel þótt þau stæöu í stuttan tíma." -Hversu langan tíma áttu þá við? „Ég vil ekki setja nein tímamörk í því en við erum að veiða megnið af loðn- unni á næstu tveimur til þremur mán- uðum og hver vika skiptir miklu máli þegar stefnir í yfir milljón tonn af loðnu á árinu. Það er ómögulegt að telja dagana en það liggur í augum uppi að hver vika er dýrmæt." -Verkfall sem heföi áhrif á loðnuveið- arnar og loðnuvinnsluna gæti sem sagt sveiflað tekjunum til um milljarða króna? „Já, verkföll gætu sveiflað þessu til um háar fjárhæðir," segir Þórður. Aflaárið 1996: Eitt besta ár í sögu Síldarvinnslunnar segir Finnbogi Jónsson, framkvæmdastjóri „Síðasta ár kom mjög vel út og er vafalaust eitt besta ár í sögu félagsins. Afli skipanna fór í fyrsta skipti yfir 100.000 tonn og afkoma fyrirtækisins var gób," sagði Finnbogi Jónsson, fram- kvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, í samtali við Ægi. Finnbogi segir einkenni á síðasta ári að loðnuveiðin hafi gengiö vel á sama tíma og afurðaverö loðnu var óvenju hátt. Afkoman í veibum og vinnslu lobnu var þar með góð. Frystingu á loðnu á Japansmarkað segir Finnbogi sömuleiðis hafa gengið vel enda hafi verb verið gott í Japan. Til viðbótar markaðsað- stæðum hafi veiðarnar gengið vel þannig að allt hafi hjálpast að. „Að mínu mati getum vib ekki reiknað strax með að fá jafn góða vertíð í loðnunni. Bolfiskvinnslan á síöasta ári var aftur á móti erfið þó veibarnar hafi gengið vel," segir Finnbogi og bætir við að til mjög já- kvæbra þátta í sjávarútveginum á árinu 1996 verði að telja síldarver- tíöina en í haust var saltað meira hjá Síldarvinnslunni en nokkurn tímann áður. „Það væri því mikil frekja að fara fram á að fá svona ár strax aftur. Mér þætti gott ef við fengjum svona ár á 10 ára fresti," segir Finnbogi. Um horfurnar í sjávarútvegi á næstu misserum og árum segir Finnbogi að loðnuveiðar ættu að ganga vel næstu tvö árin, að minnsta kosti, en síðan megi búast við lægð eins og reglubundið hafi komib á sjö til tíu ára fresti. „Afurðaverðin em líka sveiflukennd og við getum ekki reiknað með að búa við þessi verð loðnuafurða til frambúðar. Á hinn bóginn held ég að þorskurinn sé að koma upp og afkoma í veiðum og vinnslu þorsks muni batna á næstu misserum. Það mun þá koma á móti niðursveifl- unni í loðnunni sem menn ættu að fara að búa sig undir og í tengslum við það finnst mér afar undarlegt að sjá hér fjölga kvótalausum loðnu- skipum í flotanum. Ég skil ekki í þeirri útgerð því þó á undanförnum árum hafi verið eftir töluvert af loðnu þá eru ástæður þess þær ab Norðmenn og Grænlendingar hafa ekki veitt þab magn sem þeir hafa fengið úthlutað. Hin skýringin er líka sú ab veiðarnar hafa gengið erfiðlega, ekki vegna þess að flotinn sé of lítill heldur vegna þess að flotinn þarf á nýjum veiðiaðferðum að halda," segir Finnbogi. Hann telur fulla ástæðu til bjart- sýni á sjávarútveginn á nýhöfnu ári. Helsta hættan geti falist í að menn missi verðbólgu af stað í tengslum við kjarasamninga. „Ég held hins vegar að allir sjái hvers virði stöðugt verðlag er hér á landi þannig að menn kalli ekki aftur yfir sig óða- verðbólgu. Ég hef enga trú á því," sagði Finnbogi. ægir 7

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.