Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1997, Page 11

Ægir - 01.01.1997, Page 11
Tveir gamalreyndir sjávarútvegsmenn slaka hér á á milli umrœdna á Fiskiþingi í nóv- ember sl. Benedikt Thorarensen er til vinstri en hjá honum situr Ingólfur Falsson úr Keflavík. Mynd: IÓH Sjávarútvegur er alltaf barátta upp á líf og dauða spjallað við Benedikt Thorarensen, fyrrverandi framkvæmdastjóra Meitilsins í Þorlákshöfn Benedikt Thorarensen, fyrrverandi framkvœmdastjóri Meitils- ins í Þorlákshöfn, hefur starfað lengi innan Fiskifélags íslands og setið mörg Fiskiþingin. í starfi sínu hefur hann hrœrst í íslenskum sjávarútvegi og upplifað þœr breytingar sem orðið hafa í tímans rás. Hann viðurkennir að ef horft sé til baka í íslenskum sjávarátvegi þá sé það mótun kvótakerfisins sem standi upp úir og það mál sem tekist hafi verið á um, jafnt á Fiskiþingum sem og utan þeirra. Benedikt segir þó að draga megi í efa að menn hefðu nokkurn tíma samþykkt fiskveiði- stjórnarlögin efþá hefði órað fyrir því „ógnarbraski sem átt hefur sér stað með veiðiheimildir undanfarin ár," eins og hann orðar það sjálfur. Sunnlendingar börðust fyrir bættum hlut „Ég hef kannski ekki beint verið í eldlínunni í gengum árin en mér er ákaflega minnistætt þegar kvótakerfib var sett á. Margt í kringum það olli miklu umróti, sóknarmarki var komiö á og það síðan fellt niöur en það kom fljótlega í ljós eftir að aflamarkskerfinu var komiö á ab landshlutarnir fóru misjafnlega vel eða illa út úr úthlutuninni. Um þetta voru ákaflega heitar og miklar umræöur og mikið barist. Baráttan þá var miklu meiri en menn hafa verið að sjá á síðustu árum sem er einfaldlega vegna þess að þetta kerfi er búib ab vera við lýði í tólf ár og ÆGIR 1 1

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.