Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1997, Page 13

Ægir - 01.01.1997, Page 13
FISKMARKAÐSMÁL Elstu fiskmarkaðirnir hér á landi fagna um þessar mundir 10 ára afmæli en á þessum tíu árum hefur mikil þróun orðið. Miðað við þær raddir sem heyrðust í upphafi má segja að stærsti sigur fiskmarkaðanna sé í raun sá að hafa sannað tilverurétt sinn hér á landi því sannast sagna var þeim ekki á sínum tíma spáð glæstri framtíð. Ekki er þar með sagt að fiskmarkaðirnir lifi sældarlífi en aðstandendur markaðanna telja að þeir séu komnir til að vera og að sú þróun muni halda áfram að æ hærra hlutfall aflans hér við land fari í gegnum mark- aðina til vinnslu. Nýverið voru stofnuð samtök uppboðsmarkaða og bindast þar böndum markaðir í báðum kerfunum sem hér á landi eru við lýði, þ.e. íslandsmarkaði og Reiknistofu fiskmarkaða. Eitt af þeim málum sem nýju samtökin vilja blanda sér í er krafa sjómanna um að allur fiskur fari á markað. Ekki erþó æt- lunin að taka afstöðu til þessarar kröfu heldur fyrst og fremst að halda því á lofti að þetta sé framkvæmanlegt ef vilji manna standi til. „Engin spurning að allur fiskur getur farið í gegnum fiskmarkaði" segir Ólafur Þór Jóhannsson, formaður nýstofnaðra samtaka uppboðsmarkaða „Þaö eru mörg mál sem snúa aö mörku&unum öllum og við vildum því tala einni röddu en heildar- samtök eru líka nauðsynleg gagnvart þeim aðilum sem eiga erindi við fisk- markaðina alla. Með þessu geta þeir beint erindum sínum á einn stað," segir Ólafur Þór Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri Fiskmarkaðar Suður- nesja og formaður nýstofnaðra sam- taka uppboðsmarkaða þar sem mæt- ast í einum samtökum allir fiskmark- aðir Iandsins. Samtökin voru stofn- uð í nóvember síðastliðnum og í raun má segja að þar með hafi aftur verið tekið upp fyrirkomulag sem viðhaft var fyrir 10 árum þegar for- svarsmenn markaðanna hittust á reglubundnum fundum til að ræða sín málefni. „Við viljum vinna í mörgum hags- munamálum okkar, s.s. vigtarmálum, samskiptum við Fiskistofu, kjaramál- um, flutningsmálum og fleim. Við vilj- um líka koma að umræðunni um hvort hægt sé að setja allan fisk á markaö. Ólafur Þór Jóhannsson, formaður samtaka uppboðsmarkaða. „Tökum ekki afstöðu til kröfunnar um að allur fiskur fari á markað en við viljum leggja áherslu á að slíkt sé framkvœmanlegt." Mynd: Víkurfréttir/Keflavík Við höfum tekið ákvörðun um aö taka ekki afstöðu með eða á móti í því máli enda emm við þeir aðilar sem veita þjónustuna. Við viljum hins vegar leggja áherslu á að þetta er framkvæm- anlegt," segir Ólafur Þór í samtali við Ægi og viðurkennir að með samtök- unum hafi fiskmarkaðimir í raun tekið upp innra gæðaeftirlit enda hafi sam- tökin sent ffá sér ályktun þar sem þeim áhuga sé lýst að fiskmarkaðirnir verði áfram í fremstu sveit þeirra sem beiti sér fyrir að auka gæði á hráefninu. Kunnuglegar úrtöluraddir Ólafur Þór segir ekki mikinn þrýsting á fiskmarkaðina aö taka afstöðu með kröfu sjómanna um að allur fiskur fari á markað. „Þetta mál var eitt af þeim sem ýttu okkur út í að stíga skrefið til fulls og stofna með okkur samtök. Um- ræðan um þetta mál er mikil og verður vafalítið á næstunni. Ég held að það sé engin spuming að allur fiskur getur far- iö á markað. Það em sömu raddir og sömu menn sem segja núna að það sé ekki ffamkvæmanlegt að setja allan fisk á markað og sögðu fyrir 10 ámm að ægir 13

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.