Ægir - 01.01.1997, Page 15
Mimmmh
lega vil ég halda áfram á þeirri braut
sem við erum á í dag, þ.e. að flokka fisk-
inn úti á sjó. Við fáum auðvitað aldrei
jafn góða flokkun eins og ef þetta væri
gert i landi en við emm að spara mikla
fjármuni með því að flokka úti á sjó. Ef
við náum að festa þetta kerfi í sessi þá
tel ég það af hinu góða en þetta verðum
við að ræða á okkar vettvangi og að
sjálfsögðu hlusta á okkar viðskiptavini
og heyra þeirra álit."
Verðmæti úr tegundum
sem áður var hent
Aðspurður segir Ólafur Þór að fisk-
markaðirnir verði ætíð að vera á varð-
bergi gagnvart kostnaðarhliðinni og
segist ekki telja að markaðirnir séu of
kostnaðarsamur milliliður.
„Erlendis er menn að taka 10-12% i
þjónustulaun enda er óhemjuvinna þar
að flokka fiskinn. Hér eru fiskmarkaðir-
nir að taka um 6% en ég vil óhikað telja
að þeir hafi skapað mun meiri virðis-
auka en sem kostnaðinum nemur. Það
hefur orðið gífurleg breyting með til-
komu markaðanna þannig að fiski sem
nánast var hent hér áður fyrr er orðinn
að verðmætri vöru í dag. Þarna get ég
nefnt tegundir eins og steinbít, keilu og
löngu. Keilan var t.d. inni í þorkverðinu
þannig að ef menn þurftu að taka keil-
una af bátnum þá var þorskverðið lægra
en ella. Núna er keilan orðin ekki síður
verðmæt en þorskur. Tindabykkjan er
annað dæmi en hér hjá Fiskmarkaði
Suðurnesja seldum við 526 tonn fyrir
5,6 milljónir og á nýliðnu ári seldum
við 388 tonn fyrir sama verðmæti. Þetta
er fiskur sem var hent á ámm áður og er
aðeins eitt dæmi af mörgum um hvaða
gagn fiskmarkaðirnir hafa gert."
Milljarða viðskipti
Ólafur segir engan vafa leika á að fisk-
markaðirnir hafi skapað mörg ný störf í
fiskvinnslum út um landið þar sem
fyrirtækin séu að gera verðmæti úr teg-
undum sem áður vom verðlausar.
„Ég skal ekki fullyrða að engin þróun
hefði orðið ef fiskmarkaðirnir hefðu
ekki komið til sögunnar en þeir eiga
þessa þróun að stærstum hluta."
í fyrra fóru 116 þúsund tonn af fiski
fyrir 8,4 milljarða í gegnum fisk-
markaðina og nemur hlutfallið um 30%
af öllum bolfiski. Hlutfallið hefur farið
hækkandi ár frá ári og segist Ólafur Þór
telja að meirihluti aðila í íslenskum
sjávarútvegi í dag telji fiskmarkaðina
nauðsynlegan þjónustuþátt í greininni.
„Ég held að margir Iíti á fiskmark-
aðina sem nauðsynlegt tæki og hvað
sem gerist í framtíðinni þá verður þeirra
hlutur stærri. Þetta er óneitanlega besta
formið og ég vil t.d. benda á aö þeir
sem komnir eru lengst í fullvinnslu
sjávarafurða erlendis eru einmitóþeir
aðilar sem ekkert hafa með útgerð að
gera heldur fá sinn fisk í gegnum mark-
aðina."
Ef í nauðimar rekur
skiptir rétt trygging
Samábyrgðin annast frumtryggingar, en jafnframt
endurtryggingar fiskiskipa sem frumtryggð eru lijá
bátaábyrgðarfélögum vítt um landið. - líétt trygging
getur skipt sköpum ef í nauðirnar rckur. Þar er
Samábyrgð íslands öllum hnútuin kunnug.
Samábyrgð
íslands
Pósthólf 8320,
Lágmúla 9, 128 Reykjavík,
sími 568-1400, fax 581-4645
ÆGIR 1 5