Ægir - 01.01.1997, Side 16
Glíma Vestfirðinga við fólksfækkun og slæmt atvinnuástand:
Sameining fyrirtækja
er lykilatriði
segir Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður
Vandi í atvinnumálum á Vestfjöröum
hefur mikib veriö í sviösljósinu aö
undanförnu enda í sumum byggöar-
lögum viö rammari reip aö draga í
þessu efni en annars staöar á land-
inu. Nýveriö birtust tölur um mann-
fjölda í landinu og á einstökum
svæöum þar sem fram kom aö Vest-
firöingar hafa ekki verið færri síðan
um miöja síöustu öld. Einar Oddur
Kristjánsson, alþingismaöur Vestfirb-
inga, segir aö þarna sé viö hluta af
stærra byggbavandamáli aö etja en
hvab atvinnumálin á Vestfjörbum
áhræri þá veröi ab viðurkennast ab
Vestfirbingar hafi verib of seinir á sér
ab bregbast viö. Málefni dagsins í
dag sé ab horfa fram á veginn og
byggja upp enda sé tilgangslaust ab
velta sér upp úr fortíbinni.
„Jú, það er rétt aö við erum að sjá
fólksfækkun sem aldrei fyrr. Hún er alls
staöar út um landið en það má vera
ljóst að þau ráð sem við höfum talið
okkur búa yfir til aö stuöla aö jafnvægi
í byggð landsins duga ekki. Það er því
trúlegt aö vib þurfum að hugsa þessi
mál öll upp á nýtt. Ég er þeirrar trúar
og hef þá sannfæringu að sem mest
jafnvægi í byggðinni í landinu sé mjög
æskileg fyrir þjóðfélagið. Síðan eru
kannski aörir sem ekki eru þessarar
skoöunar en ég get ekki annað en
viðurkennt að viö þurfum aö leita
nýrra leiöa og hugsa málin frá upphafi
á nýjan leik," segir Einar Oddur.
Margar skýringar á vanda
sjávarútvegsins vestra
Sjávarútvegurinn er að sönnu undir-
stööuatvinnugrein á Vestfjöröum og
ljóst má vera að vandinn í atvinnu-
málunum er aö stórum hluta tilkom-
inn vegna erfiðleika sjávarútvegsfyrir-
tækjanna í fjóröungnum.
„Þaö er mjög alvarlegt hve sjávarút-
vegurinn hefur staðið höllum fæti á
Vestfjörðum á undanförnum árum og
þar kemur margt til. Sumir segja, kann-
ski með réttu, að vib höfum verið aö
horfa alltof mikið til baka, horfa til þess
hve illa við fórum út úr skipan mála
„Mér finnst Vestfirðir
hafa sett töluvert ofan
í huga mjög margra."
með stjórn fiskveiðanna sem er stað-
reynd að kom illa við mjög marga á
Vestfjörðum. Hér má til dæmis nefna
rækjuiðnaðinn sem varð fyrir óhemju-
legu óréttlæti þegar hann sem hafbi
byggt upp alla reynsluna var sviptur
öllum veiðirétti. Hins vegar ber okkur í
dag að horfast í augu vib staðreyndir-
nar og reyna að horfa fram á veginn og
sjá út hvað geti orðið okkur að liöi við
að bæta úr. Það er ekki vafi í mínum
huga að við höfum veriö alltof seinir að
reyna að sameina fyrirtæki, stækka þau
og bjóða út hlutafé til að ná inn nýju
fjármagni í fyrirtækin. Þetta er okkur
lífsnauðsyn í dag og er búið að dragast
alltof lengi."
Höfum verið of seinir
að bregðast við
-Á þetta frekar við um Vestfirði en
aðra landshluta?
„Já, við höfum verið seinni til en
aðrir að grípa til þessara aðgerða. Ég
held að sú gagnrýni á okkur sé rétt. Ég
veit ekki hvort það þjónar útaf fyrir sig
nokkrum tilgangi að velta sér upp úr
skýringum á þessu. Að mínu mati er
staða okkur svona og við verðum að
einhenda okkur að því verkefni að efla
fyrirtækin og stækka þau. Þessi þróun
er að hefjast núna á Vestfjörðum og
hún verður að ganga hratt fyrir sig."
Einar Oddur segir að bættar sam-
göngur á Vestfjörðum hafi mikið að
segja í þeirri vinnu sem framundan er
vib uppbyggingu atvinnulífsins. „Betri
samgöngur hafa mikla þýðingu og við
höfum horft upp á gríðarlegar byltingar
á síðusm mánuðum og missemm. Engu
ab síður erum við á eftir með okkar
vegakerfi að stórum hluta. Þetta er
mjög stórt og dreifbýlt kjördæmi og
mjög mikiö verk óunnið í vegamálum.
Ég held ab menn séu sammála um að
við verðum ab einbeita okkur í þessum
efnum en það er miklu fleira sem við
þurfum að fara að horfa á í byggðamál-
unum, það er greinilegt."
Munum ná okkar vopnum
Nálægð vib gjöful og góð fiskimið hef-
ur ætíð verið lykilatriði fyrir sjávarút-
veginn á Vestjörðum og Einar Oddur
segist hafa þá bjargföstu trú að Vestfirð-
ir hafi bolmagn til að stunda útgerð og
fiskvinnslu með ekki síðri árangri en
aðrir. „Þetta gerir nálægöin við hin
miklu og góðu mið. Ég er sannfærður
um að vib munum ná vopnum okkar
16 ÆGIR