Ægir

Volume

Ægir - 01.01.1997, Page 17

Ægir - 01.01.1997, Page 17
en ég veit ekki hve langan tíma þab mun taka." Einstakir þéttbýlisstaðir hafa farið mjög illa út úr kvótasamdrættinum og má þar t.d. nefna Þingeyri en nú í upp- hafi ársins sátu þingmenn á fundi með heimamönnum þar til að ræða þann mikla vanda sem veriö hefur í atvinnu- málunum þar. „Þarna hefur verið ömurleg þróun. Skipin voru seld eba gengu inn í aðrar heildir en uppi stendur mjög gott frystihús án aflaheimilda. Þetta er skelfilegt því það sem hefur verið að gerast á undanförnum árum er að á sama tíma og verðgildi aflaheimilda hefur verið að vaxa mjög mikið hefur verðgildi fiskvinnslustöbva bókstaflega hrunið. Eftir þessu hafa færri tekið. Ég gæti ímyndaö mér að þau miklu mann- virki, vélar og tæki sem til eru á Þing- eyri hafi ekki kostað minna en 7-800 milljónir en ég ætla að fullyrða að verb- gildið á markaði í dag nær ekki 50 milljónum króna." Eins og kom fram á fundinum á Þingeyri þá stöndum við allir saman að þessu verkefni þingmenn Vestfjarba með Byggðasjóð í broddi fylkingar. Menn hafa lagt sig alla fram en ég hef allar efasemdir um að þetta takist þrátt fyrir góðan vilja. Þetta er erfiðara dæmi úrlausnar en svo. Það þarf að koma til sögunnar nýtt fjármagn og menn verða ab einbeita sér að því að leita." Vestfirðir hafa sett ofan hjá mörgum Um nokkurt skeið hefur verið umræða í þjóðfélaginu um aðsteðjandi vanda- mál á Vestjörðum, fólksfækkun og erfiðleika í atvinnumálum. Einar Odd- ur segir að þetta hafi komið niður á því áliti sem Vestfirðir hafi í huga fólks. „Mér finnst Vestfirðir hafa sett tölu- vert ofan í huga mjög margra. Þab eru margir sem alls ekki átta sig á um hvab er að ræða og spyrja hvort Vestfirðingar séu ekki bara eintómir aumingjar. Hins vegar veit ég að það er fullur vilji og mjög mikill vilji hjá ríkisstjórninni ab koma þarna að og hjálpa ef menn em meb raunhæfar hugmyndir. Því treysti ég alveg fullkomlega og veit að er rétt. En það mun ekkert gerast án þess ab viljinn komi frá heimafólki." -Áttu von á því að enn um sinn verði horft á bak fleiri Vestfirðingum í burtu úr fjórðungnum? „Ég þekki ekki hið óorðna frekar en aðrir en það er mjög brýnt að ná jafn- vægi í byggðinni aftur og ekki aðeins fyrir okkur Vestfirðinga heldur fyrir alla landsmenn. Við bindum miklar vonir við að vib séum komin í gegnum þenn- an skelfilega þorskskort og þegar afla- heimildir í þorski verða orðnar eitthvaö svipaðar og verið hefur síbustu 70 árin þá hlýtur staðan að vænkast verulega. Vestfirðingar vom mjög sterkir í þorsk- veiðunum og þetta byggðist mikið á ab gera út ísfisktogara árið um kring og vinna mikinn þorsk í frystihúsum. Þarna lá meginforsendan í atvinnunni og menn mega ekki gleyma því að þetta var frá okkur tekið," segir Einar Oddur Kristjánsson, alþingismaður. Fiskseljendur! Gerðið verðsamanburð milli markaða og þá komið þið til okkar. Við veitum góða þjónustu i fjórum höfnum. Fiskmarkaður Suðurnesja hf. Höfn Sími GSM Fax Njarðvík 421 5300 896 9341 421 5708 Grindavík 426 7300 896 9343 426 7302 Sandgerði 423 7660 896 9342 423 7671 ísafjörður 456 3665 896 0548 456 4685 ÆGIR 17

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.