Ægir - 01.01.1997, Page 19
Stærstur hluti fer í þennan flokk en
sjaldgæft er ab fiskurinn fari yfir 10
grömm.
Ekki óþrjótandi auðlind
Pétur segir fulla ástæðu til að fara ab
öllu með gát í þessum rekstri enda um
lítinn stofn ab ræða og erfitt að segja
enn hvort um þetta sé verulega arðvæn-
leg vinnsla.
„Svona auðlind er ekki óþrjótandi og
stofninn er líka lítill miðað við þá
stofna sem við erum alla jafna að veiða
úr hér vib land. Sem stendur erum við
einir í þessari vinnslu. Ég hef heyrt um
aðila sem gera sér miklar vonir um
þessa vinnslu en slíkt er ekki raunhæft.
Búnaðurinn er dýr, bæði gildrurnar til
veiðanna og vinnslulínan í landi þann-
ig að ég tel skynsamlegast ab menn bíði
og fylgist með hvernig tilraunin hjá
okkur gengur. Það óskynsamlegasta sem
gæti gerst væri ef margir færu í þetta og
enginn kæmi undir sig fótunum. ígul-
keraveiðarnar eru gott dæmi um hvern-
ig farið getur ef menn gæta sín ekki. Við
sögðum alltaf á sínum tíma að þar væri
um ofveiði ab ræba og í dag sést vel ab
þetta mat var rétt vegna þess að nú er
varla fáanlegt ígulker sem hægt er ab
vinna. Sú grein er einfaldlega hrunin,"
segir Pétur.
Vistvænar veiðar
Hafrannsóknastofnun hefur fylgst náib
með beitukóngsveiðunum hjá íshákarli.
Þær eru stundaðar á innanverðum
Breiðafirði og fara þannig fram ab sér-
smíðaðar plastgildrur eru lagöar út en í
þeim er agn sem beitukóngurinn sækist
eftir. Hann skríbur upp á gildrurnar og
dettur ofan í þær og er því lifandi þegar
þær eru dregnar. Gildrurnar liggja í sjó í
tvo sólarhringa en eftir að búið er að
losa úr þeim er beitukóngurinn settur í
kör og þess gætt að hann þorni ekki. í
raun er fiskurinn því lifandi allt þar til
hann er soðinn inni í verksmiðjunni.
í sumum tilfellum eru gildrurnar full-
ar eftir tvo sólarhringa, þ.e. meb 10-12
kíló af beitukóngi. Fjórir bátar stunda
nú veiðar fyrir íshákarl og getur hver
bátur dregib upp í 800 gildrur á dag.
Gildrumar eru dregnar í trossum og eru
Aflinn losaður úrgildrunni. I sumum tiifellum eru gildrumar fullar þegar þœr eru dregnar.
50-100 gildrur í hverri trossu.
„í raun eru þetta mjög vistvænar
veiðar. Þær valda ekki botnraski og
meðafli er nánast enginn," segir Pétur.
Helmingur stofnsins í Breiðafirði
Gildmrnar sem íshákarl notar koma frá
Suður-Englandi en þar komst fyrirtæk-
ið í samband við abila sem nýlega var
byrjaður ab smíða þessa gerð. Þaö sem
af er hafa gildrurnar reynst vel.
í heild hefur íshákarl keypt um 5000
gildrur og kostar hver þeirra um 3000
kr. þegar fylgibúnaður hefur verið tal-
inn með. Kostnaöurinn vib gildrurnar
einar og sér er því um 15 milljónir
króna.
„Okkur líkar þessi vinnsla ágætlega
og sama segja þeir sem á sjónum eru.
Þessar veiðar eru ekki ólíkar öðrum á
þann hátt að menn þurfa að spá og
spekúlera í miðunum enda er slóðin lít-
ið sem ekkert þekkt."
Pétur segir að Hafrannsóknastofnun
meti veiðanlegan beitukóng við ísland
2500-3000 tonn á ári. Helmingur
gmnnsævis vib landið er í Breiðafirði og
er talið ab um helmingur beitukóngs-
stofnsins sé þar. Pétur telur að til að
verkefnið geti gengiö upp þurfi íshákarl
að veiða 1000-1200 tonn á ári. „Út frá
þessu gefur auga leið ab hérna getur því
ekki verið á ferbinni neitt stórævintýri
fyrir marga aðila," segir Pétur.
ÆGIR 19