Ægir - 01.01.1997, Blaðsíða 22
Steingrímur J. Sigfússon, formaður
sjávarútvegsnefndar Alþingis:
Þróun til fullvinnslu afurða
verður ekki án landvinnslunnar
„Mér fmnst mjög erfitt
að sjá fyrir mér fram-
tíð íslensks sjávar-
útvegs án þess að
landvinnsla á bolfiski
sé umfangsmikill
þáttur," segir Stein-
grímur J. Sigfússon.
„Fyrir sjávarútvegsnefndnmi liggja
nú á vorþingi nokkur þing-
mannamál til umfjöllunar og eitt
þeirra er þekkt mál um takmarkanir
eða afnám framsals á
veiðiheimildum. Við höfum sent
það mál til umsagnar og það verður
síðan rœtt í sjávarútvegsnefndinni
og þar skýrist hvernig línur liggja
gagnvart afgreiðslunni. Við höfum
einnig til umfjöllunar mjög stórt
mál um endurskoðun og afnám
úreldingarreglnanna en það er ekki
síður stórt mál, ekki síst fyrir
uppsjávarfiskaflotann. Auk þess er
eitthvað á leiðinni til okkar þannig
að mér sýnist að nóg verði að gera
hjá nefndinni á vorþinginu. Til
viðbótar er svo ekki hœgt að útiloka
að á borð nefhdarinnar komi, eins
og stundum hefur gerst, eitthvað
sem tengist hugsanlegri iausn í
kjaradeilu sjómanna og útgerðar-
manna," segir Steingrímur ].
Sigfússon, formaður sjávarút-
vegsnefndar Alþingis, um helshi
verkefnin á komandi vorþingi.
Steingrímur lýsir miklum áhyggjum
afástandi landvinnslunnar um
þessar mundir og segist því miður
ekki sjá miklar aðgerðir í farvatninu
til aðstoðar í þeim byggðarlögum
sem eru mjög iila sett vegna
þrenginga burðarfyrirtœkja í
atvinnulífinu.
Rammi um úthafsveiðarnar
Steingrímur segir að þrjú mál hafi verið
meginverkefni á borðum sjávarútvegs-
nefndar á haustþinginu. í fyrsta lagi var
um að ræða löggjöf um veiðar utan ís-
lensku lögsögunnar en það mál var
einnig til meðferðar á Alþingi í fyrra en
löggjöfin var afgreidd nú skömmu fyrir
þinghlé.
„Um þetta mál var reyndar ekki
alveg samkomulag. Að stofni til var
þetta frumvarp sem var unnið af nefnd,
svokallaðri úthafsveiðinefnd, sem starf-
aði á vegum sjávarútvegsráðuneytisins
á árunum 1993-1995. í þeirri nefnd
náðist heldur ekki neitt heildarsam-
komulag heldur varð niðurstaðan sú að
menn unnu þetta frumvarp og lögðu
fram sem drög til ráðherra sem valdi aö
leggja þetta fram óbreytt á þinginu í
fyrra. í sjávarútvegsnefnd myndaðist
svo meirihiuti í sjávarútvegsnefnd sem
samanstóð af mér og stjórnarliðum og
við lögðum til ýmsar breytingar á frum-
varpinu í fyrravor en frumvarpiö var
lagt fram aftur í haust með þessum
breytingum sem við vorum búnir að
vinna og þannig fór frumvarpið í gegn.
Með þessu er kominn lagarammi um
úthafsveiðarnar sem á að skapa okkur
fullnægjandi lagaheimildir til að grípa
til stjórnunaraðgerða þegar búið er
semja um veiðar á einhverjum úthafs-
svæðum og leggja á nauðsynleg gjöld
til að standa undir eftirliti og þess hátt-
ar. Þessi lög eiga í öllum aðalatriðum að
vera í takt við þróunina samkvæmt út-
hafsveiðisamningnum.
Hitt aðalmál okkar á haustþinginu
var að gefa umsögn um úthafsveiði-
samninginn. Hann var formlega séð
sendur til utanríkismálanefndar eins og
venja er um milliríkjasamninga en fór
svo beint til okkar
22 ÆGIR