Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1997, Side 23

Ægir - 01.01.1997, Side 23
Þriðja málið sem kom á borð okkar var svo breyting á lögum um Þróunar- sjóð en þetta mál kom seint fram en inn í það kom heimild til lántöku vegna byggingar á nýju hafrannsókna- skipi og síðan ákvæði um hvernig Þró- unarsjóöurinn og þróunarsjóðsgjaldið skuli deyja út þegar um áratugur verður liðinn af næstu öld. Þetta voru okkar megin þingmál en síðan fengum við einnig til umsagnar síldveiðisamninginn, þ.e. samkomulag um skiptingu veiða úr norsk-íslenska síldarstofninum," segir Steingrímur. Ferðir um landið nefndinni nauðsynlegar Sjávarútvegsnefnd Alþingis fór í haust í tveggja daga ferð um Norðurland vestra og heimsótti vel flest sjávarút- vegsfyrirtæki á svæðinu í ferðinni. Áður hafði nefndin farið um Norðurland eystra og segir Steingrímur að nefndin reyni að fara tvær ferðir af þessu tagi út um landið á ári. Þetta sé nauðsynlegt. „Jafnframt því að heimsækja fyrir- tæki reynum vib í þessum ferðum að hitta forystumenn í útvegi á viðkom- andi stöðum, sem og forvígismenn í verkalýbsmálum og öðru. í ferð okkar í haust fengum við beint í æð þau vandamál sem var og er við að glíma á Norðurlandi vestra, eins og til dæmis uppsagnir landverkafólks á Sauðár- króki. Við höfum reynt að taka landið fyrir í heimsóknum á hverju kjörtímabili en þessar heimsóknir em afar gagnlegar og eru með því ánægjulegra sem hefur verið að þróast í starfi þingnefndanna. Það liggur í hlutarins eðli að nefndir eins og sjávarútvegsnefnd, landbúnað- arnefnd og samgöngunefnd þurfa tví- mælalaust að vera í sem bestum tengsl- um við þær greinar sem þær eru að sinna. í hverri einustu ferð eru menn að sjá nýja hluti, heyra ný sjónarmið og kynnast einhverju nýju sem til framfara horfir. Ég get af reynslu sagt að þetta sé eitt það allra jákvæðasta í starfi þingnefndanna og þetta er angi af þeirri þróun að þingnefndirnar hafa verið að gerast sjálfstæðar í störfum." Aðgerðir til hjálpar land- vinnslunni verður að skoða Steingrímur segir að skuggahlið sjávar- útvegsmálanna um þessar mundir sé mjög erfið staða landvinnslunnar. Af- leiðingarnar birtust nú um áramótin þegar uppsagnir fjölda fiskvinnslufólks út um landið hafi komið til fram- kvæmda. Steingrímur segir að nýleg skýrsla sjávarútvegsráðherra um stöðu bolfiskvinnslunnar í landi hafi verið rýr í roðinu og ljóst sé að þetta mikla mál verði af þunga í umræðunni á næstu mánuðum. „Ef ekki rætist úr þá vex þrýstingur- inn af því að hafa fiskverkafólk á at- vinnuleysisskrá í heilu byggðarlögun- um. Að vísu er þetta afar staðbundið og mismunandi eftir fyrirtækjum og byggðarlögum hvernig staðan er og það gerir málin dálítib flóknari en stundum áður. Það er því alls ekki rétt að þetta sé almennur vandi en hann er hins vegar mjög alvarlegur og mikill þar sem um tiltölulega hreina hefð- bunda landvinnslu hefur veriö að ræða." -Sérðu fyrir þér að gripið verði af stjórnvöldum inn í þetta mál meb einhverjum hætti? „Ég sé engin merki um það ennþá og vísa þá aftur í svör sjávarútvegsráðherra í áðurnefndri skýrslu. Þar eru í raun ekki gefin fyrirheit um eitt né neitt af hálfu stjórnvalda og ef eitthvað er þá má segja að menn hafi verið uppteknir af hinu gagnstæba, þ.e. að leggja nýjar álögur á fiskvinnsluna með skattabreyt- ingum rétt fyrir áramót. Ég tel að ýmislegt gæti komið til greina til hjálpar landvinnslunni og ef við vildum líta þannig á að vib væmm að reyna að fleyta okkar hefbbundnu landvinnslu yfir ákvebinn öldudal þá gæti sveiflujöfnun eba einhverjar að- gerðir af því tagi, beinlínis henni til stuönings, vel komið til greina. Annað sem kæmi bolfisklandvinnslunni óbeint til góba væri líka að auka að- gang hennar að hráefni til vinnslu þannig að allur afli sem ekki fer til vinnslu innanlands verði skyldaður til að fara yfir markað. Þannig yrbi að- gangur og möguleiki fiskvinnslunnar hér innanlands til að keppa um hrá- efniö alltaf fyrir hendi. Að mínu mati á því að skoða bæbi beinar og óbeinar leiðir sem gætu komið að gagni." Aratuga uppbygging á mörkuðum í hættu Steingrímur segir vanda bolfiskvinnsl- unnar í landi ekki aðeins snúast um at- vinnuna í einstökum byggbarlögum heldur og einnig uppbyggingu á mörk- uðum íslendinga. „Þetta er ekki aðeins alvarlegt vegna atvinnuástandsins innanlands og í ein- stökum byggðarlögum heldur líka vegna þess ab það fer að skapast vand- ræðaástand á okkar helstu mörkuðum sem hafa reitt sig á þetta hráefni og þar með er í húfi áratuga uppbygging. Mál- ið teygir því anga sína víða og ef áfram- haldandi dregur jafnt og þétt úr hinni heföbundnu bolfiskvinnslu, og þá sér- staklega frystingunni, þá er það stór- alvarlegt mál. Með því er ég ekki að segja að það sé markmið í sjálfu sér að halda frystingunni óbreyttri um aldur og ævi. Hún þarf að sjálfsögðu að þró- ast til aukinnar fullvinnslu og meiri verbmæta en einn angi vandamálsins er kannski sá að frystingin hefur verið stöðnuð á köflum. Það segir hins vegar ekki að óhætt sé að láta hana sigla sinn sjó. Slíkt hefði í för með sér mjög alvar- legar afleiðingar í íslenskum sjávar- útvegi. Ég tel að við eigum auðvitað að reyna að tryggja áframhaldandi fjöl- breytni og þróun á öllum sviðum og þar má í raun engan hlekk vanta. Mér finnst mjög erfitt að sjá fyrir mér fram- tíð íslensks sjávarútvegs án þess að landvinnsla á bolfiski sé umfangsmikill þáttur. Ég held að við lokum fyrir mjög mikla þróunarmöguleika inn í fram- tíðina ef svo er ekki. Forsenda þess ab við getum gert okkur vonir um að vinnslan þróist í átt til aukinnar full- vinnslu og ab við komumst nær neyt- endunum er sú að einhver vinnsla sé til aö ab þróast. Ef fyrirtækin forða sér öll sem betur geta í einhverja aðra vinnslu þá sé ég ekki hvernig fullvinnslu- þróunin á að verða," segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður sjávarútvegs- nefndar Alþingis. ÆGIR 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.