Ægir - 01.01.1997, Síða 28
Fertugt happaskip...
Heimsótti aflaskipstjórann
Guðmundur Ófeigsson, fyrrverandi skirfstofustjori Júpitersútgerðarinnar í Reykjavík hafði
ekki komið um borð í fúpiter síðan útgerðin seldi skipið árið 1977 og tók því boði vel þegar
Ægir óskaði eftir að fá mynd afhonum um borð. „Jú, ég hefði gaman afþví að heimsœkja
skipstjórann, þetta er aflamaður," sagði Guðmundur um Lárus Grímsson, skipstjóra, en
þeir félagar eru hér um borð í skipinu skömmu áður en það hélt í sína fyrstu veiðiferð á
árinu 1997.
erfiö. Áföll uröu vegna vélarbilana og
afli ekki nægur til að standa undir
kostnaði. Árið 1957 aflaði skipið um
3000 lesta og strax á árinu 1958 komu
upp raddir um að selja skyldi skipið.
Tillaga þess efnis í bæjarstjóm var felld.
Stöðugur rekstrarvandi
Veturinn 1959 var reksturinn orðinn
afleitur og sárafáir heimamenn á skip-
inu heldur var það mannað að stómm
hluta Færeyingum og öbmm aðkomu-
mönnum. í febrúar árið 1960 var skip-
inu lagt í Reykjavík vegna fjárhags-
vandræða útgerðarinnar og mikið þing-
að heima fyrir um hvað til bragbs
skyldi taka. Vilji var innan bæjarstjórn-
arinnar að koma skipinu á ný á veiðar
og seint í marsmánuði hélt það til
veiöa en sagan var sú sama og ábur. Fór
nú svo ab lánadrottnar útgerðarinnar
skuldbundu hana til að láta Gerpi
landa í Reykjavík sumarlangt. Þann 10.
júní var tekin fyrir og samþykkt tillaga í
bæjarstjórninni á Neskaupstað þess
efnis að selja skipið ef viðunandi tilbob
fengist. Eins og annars staðar er getið
fékk Tryggvi Ófeigsson, útgerbarmaður
og eigandi Júpitersútgerðarinnar í
Reykjavík, áhuga á skipinu og var hann
sá eini sem því sýndi áhuga. Tilboðiö
Gerpir í smíðum
Þessi mynd var tekin fyrir ríflega 40 árum í
skipasmíðastöðinni í Bremerhaven í Þýska
landi þar sem Gerpir var í smíðum. Þjóð-
verjar voru á þessum tíma viðurkenndir
fyrirgóð skip.
hljóöaði upp á 20.250.000 og nú lauk
öbru tímabili togaraútgerðar á Nes-
kaupstað
Gerpir fékk nú nafnið Júpiter RE-161
og í hönd fóru góð ár hjá Tryggva
Ófeigssyni og hans samstarfsmönnum.
Guðmundur Ófeigsson, bróðir Tryggva,
var skrifstofustjóri útgerðarinnar á þess-
um blómatíma og í samtali við Ægi
sagðist hann eiga góbar minningar um
skipið. Júpiter hafi í upphafi verið vel
byggður og „fallegar línur í honum,"
eins og Guðmundur orðar þab. Aflinn
var líka góður og aflabi skipið þess fisks
sem síban var unninn í frystihúsi út-
gerðarinnar á Kirkjusandi í Reykjavík.
Gerður að nótaskipi
Árið 1977 seldi Tryggvi skipið til Hrólfs
Gunnarssonar, skipstjóra, en hann
hafði mikla reynslu af nótaveiðum.
Hrólfur lét breyta skipinu úr síðutogara
í nótaveiðiskip og þar með var Júpiter
orðinn eitt af öflugustu nótaveiðiskip-
um flotans. í eigu Hrólfs var skipið til
ársins 1989 en þá seldi hann helming í
útgerbinni til Einars Guðfinnssonar hf.
á Bolungarvík en sökum rekstrarerfið-
leika þess fyrirtækis átti útgerðin alltaf í
vanda. í kjölfar gjaldþrots Einars
Guöfinnssonar hf. þróuðust mál svo að
aöilar á norðausturhominu, þ.e. á Þórs-
höfn, Vopnafirði og víðar stofnuðu
fyrirtækið Skálar ehf. um kaup á skip-
inu og keyptu þab árið 1993. Stærstu
aðilarnir að þessari útgerð em
Hraðfrystistöð Þórshafnar, Tangi á
Vopnafirði, Vopnafjarbarhreppur, Þórs-
hafnarhreppurm, Svalbarðshreppur,
Olíufélagið og fleiri. Markmibið var að
tryggja hráefni til vinnslu á stöðunum
og treysta atvinnulífið og þarf ekki ab
hafa mörg orb um að sú fyrirætlan
hefur gengib eftir eins og sjá má af
aflatölunum. Er ekki fjarri lagi að tala
um að skipið hafi gengið í gengum
blómaskeið á síðustu ámm því
uppsveifla hefur verið í loðnuveiðun-
um eins og öllum er kunnugt sem með
28 ÆGIR