Ægir - 01.01.1997, Side 31
Fertugt happaskip...
Með afbrigðum fallegt og gæðalegt skip
Gerpir fánum prýddur viö komuna til Neskaupstaðar fyrir réttum 40 árum.
Tryggvi Ófeigsson, útgerbarma&ur í
Reykjavík og eigandi útger&arfyrir-
tækjanna Júpiters hf. og Mars hf., var
stórhuga ma&ur og rak sannkallab
stórveldi í íslenskum sjávarútvegi
fyrr á öldinni. Fyrirtækin gengu vel
og þegar leið á sjötta áratuginn var
Tryggvi byrjaöur að huga a& kaupum
á tveimur togurum. Útger&irnar ráku
öfluga fiskverkunarstöð og eitt
afkastamesta frystihús landsins á
Kirkjusandi. Vandinn var því ekki að
verka fisk heldur að afla hans.
Frá því er sagt í ævisögu Tryggva
Ófeigssonar a& á þessum tíma hafi öll
togarakaup verið háð ríkisstjómarinnar.
Emil Jónsson var forsætisráðherra árin
1959-1963 og sjávarútvegsráöherra í
ríkisstjórn Ólafs Thors sem sat frá 1959
til 1963. Hvorugur þeirra léði máls á að
Tryggvi og hans menn fengju að kaupa
skip. Sumarið 1960 kom svo Tryggvi
auga á skip í slippnum í Reykjavík sem
honum var starsýnt á. Þetta var togar-
inn Gerpir frá Norðfirði, eitt stærsta og
öflugasta skip landsins. Vitað var af
vandræðum Norðfirðinga með rekstur
skipsins og ekki leið á löngu þar til
Tryggvi hafði eignast skipið. í ævisögu
Tryggva segir hann svo frá:
„Ég sá Gerpi í slipp sumarið 1960 og
leizt forkunnarvel á skipið. Það var með
afbrigðum fallegt og gæðalegt, þótt það
væri illa hirt. Áður hafði ég skoðið það
með Bjarna Ingimarssyni við bryggju.
Við tókum eftir því, að Gerpir var á sí-
felldri hreyfingu við bryggju, en annar
togari, sem þar lá, hreyfðist ekki. Þetta
benti til mikils lífs í skipinu. Ég virti
skipið lengi fyrir mér í slippnum og þá
bar þar að Guðmund Markússon. Ég
spurði:
„Hvers virði er þetta skip?"
Guðmundur var aldrei margmáll, en
það var mark takandi á því sem hann
sagði, sá maður. Hann svaraði:
„Það er mikils virði."
Guðmundur sagði einnig, að hann
hefði aldrei séð jafn góðan frágang á
lest. Eftir nokkra daga hafði Júpiters-
félagið keypt skipið. Við fengum það
með góðum kjörum, á rúmar 20 millj-
ónir, og litla útborgun, en árun áður
átti skipið að kosta 25 milljónir, eða
jafnt og Hótel Borg, sem selt var um
þessar mundir.
Lúðvík Jósepsson varð sannspár þeg-
ar hann sagði:
„Þú átt eftir að græða mikið á þessu
skipi, Tryggvi."
Ef ég man rétt, töpubu Norðfirðingar
milljónum króna á Gerpi, þau þrjú og
hálft ár, sem þeir áttu hann.
Tryggingamiðstöðin og fleiri góbir
menn hlupu undir bagga með okkur
Júpitersfélögum við kaupin á skipinu.
Júpiter var færasta sjóskip flotans.
Þjó&verjar kunnu ab smíða góð sjóskip.
Hann var einn af skipunum í veðrinu
mikla á Nýfundnalandsmiðum þegar
Júlí fórst, og hélt til Norðfjarðar heilu
og höldnu með fullfermi," segist Trygg-
va heitnum Ófeigsson
„Júpiter
reyndist vel“
„Já, Júpiter var happaskip og
reyndist okkur alltaf vel," segir
Unnur Gréta Ketilsdóttir, eigin-
kona Hrólfs Gunnarssonar, skip-
stjóra en þau hjón keyptu Júpiter
af Tryggva Ófeigssyni árið 1977 og
gerðu skipið út til ársins 1989 þeg-
ar þau seldu Einari Guðfinnssyni
hf. helmingshluta í útgerðinni.
Hrólfur Gunnarsson er nú í skip-
stjórnarverkefnum erlendis en Unn-
ur Gréta sagði í samtali við Ægi, þeg-
ar hún rifjaði upp þann tíma sem
þau áttu skipið, að aflinn hafi alltaf
verið góbur en þó hafi komið erfitt
tímabil í rekstrinum þegar bann var
sett á loðnuveiðarnar. Þegar þau
keyptu skipið var því breytt úr síbu-
togara yfir í öflugt nótaveiðiskip og
segja má að þá hafi veriö lagður
grunnur að þeim mikla árangri í
nótaveiðum sem skipið hefur náð
síðan. Hrólfur hafði reynslu af nóta-
veiðum og hans fyrsta verkefni var
að láta byggja yfir skipið og setja á
það nýja brú. Stuttu síðar var einnig
skipt um aöalvélar skipsins en
skrokkurinn var alltaf sá sami og
óbreyttur. Þannig er skipið enn þann
dag í dag.
ÆGIR 31