Ægir

Årgang

Ægir - 01.01.1997, Side 33

Ægir - 01.01.1997, Side 33
Sandvík Þann 30. nóvember síðastliðinn kom nýr rœkjutogbátur, Sandvík SK 188 (2274), til heimahafnar á Sauðárkróki. Báturinn er hannaður og smíðaður hjá Skipasmíða- stöðinni h.f. á ísafirði, ber smíðanúmer 58, og var sjósettur þann 23. nóvember. Tæknideild Fiskifélags íslands Sandvík SK 188 kemur í staðinn fyrir eldri bát með sama nafni Sandvík SK 188 (1511) sem er 14 brúttólestir og mældist 72 rúmmetrar. Nýja Sandvík er 29,2 brúttólestir og mælist 140,7 rúm- metrar. Auk gömlu Sandvíkurinnar voru bátarnir Valur ÞH 221 (5409) og Anna Katrín SH 800 (6505) úreltir á móti nýju Sandvíkinni. Valur var 41,1 rúmmeter að stærð og Anna Katrín var 27,6 rúmmetrar að stærð. Sandvík SK 188 er í eigu útgerðar- félagsins Tinds ehf. á Sauðárkróki en SK 188 Við gerð vinnuteikninga var farin nýtísku leið og notast við alnetið því hönnuðir báts- ins á ísafirði voru í tölvusambandi við að- ila vestur í Bandaríkjunum sem gerði vinnuteikningar fyrir bátasmiðina. títt er um minni togbáta. Undir þilfari er bátnum skipt meö þremur vatnsþéttum þverskipsþilum í eftirtalin rými: Fremst er stafnhylki fyrir sjókjölfestu og þar aftan við er lúkar með fjórum hvílum, eldunarað- stöðu, borðsal og snyrtiklefi með sal- erni og sturtu. Undir gólfi lúkars er botngeymir fyrir ferskvatn. Aftan við lúkar er fiskilest útbúin fyrir kör og tek- ur lestin tuttugu og sex 660 lítra kör, þar af tvö í lestarkarm. Útsíður lestar eru einangraðar með steinull og klædd- ar með trefjaplasthúðuðum krossviði. Fram- og afturþil lestar eru einangruð skipstjóri er Hartmann Halldórsson, vélstjóri Guðmundur Þ. Árnason og framkvæmdstjóri útgerðar er Stefán Pálsson. Þeir eru jafnframt eigendur Tinds ehf. Almenn lýsing Báturinn er smíðaður úr stáli sam- kvæmt reglum og undir eftirliti Sigl- ingastofnunar. Báturinn er meö eitt þil- far stafna á milli, fremsti hluti þilfars er með upphækkun (reisn) en þar ofan á kemur stýrishús. Sandvíkin er útbúin til togveiða með rækjutroll á hefðbundinn hátt eins og ægir 33

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.