Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 12

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 12
Ásgeir Logi fyrir framan Hraöfrystihús Ólafsfjardar þar sem fiskverkiiniti Brimnes er að hefja starfsemi þessa dagana. Það fyrirtxki verður byggt uþp á sveigjanleika til að takast á við fjölbreytta fiskvinnslu og notaður til þess sá bakgrunnur sem byggst hefur upp í fiskverkun Sœunnar Axels hf. Mynd-jóH hlið peningsins. Hin hliöin hlýtur að vera sú hversu áhrifin af styrkjakerfinu hafa deifandi og slæfandi áhrif á vöru- vöndun og markaðsvinnu Norðmanna og sjálfsbjargarviðleitni. Hér á landi finnst mér menn vera miklu duglegri að bjarga sér og komast áfram fyrir eig- in rammleik. Við stöndum okkur ákaflega vel gagnvart Norðmönnum í mark- aðsvinnunni og öðru slíku og heilt yfir erum við að fá hærra skilaverð á hvert kíló botnfisksaflans en þeir og íslend- ingar nýta líka betur það sem úr hafinu kemur," segir Ásgeir Logi. Haf og strönd hönd í hönd Umræöan á undanförnum misserum hefur mikib snúist um kvótamál og Ás- geir Logi kallar eftir meiri og almenn- ari umræbu um sjávarútvegsmál. Hann segir óskandi að ferðamannaþjónusta og iðnaðaruppbygging hleypi fleiri stoðum undir íslenskt atvinnulíf en engu ab síöur verbi sjávarútvegurinn að vera sú starfsgrein sem fyrst þurfi að hlú að. „Mér finnst menn vera farnir að sýna þessari starfsgrein mikib áhuga- leysi. Öll umræða um sjávarútveg í dag snýst um kvóta og hve einhverjir hafi orðið snöggríkir, sem ég raunar mæli ekki bót nema síður sé. En ég sé mjög litla umræðu um hvort það sé af hinu góða að vinnsla sjávaraflans flytjist út á sjó. Hún hefur bara farib þangað í ró- legheitunum. Mér gremst umræðuleys- ið um þetta mál, sérstaklega þegar mað- ur er uppalinn í litlu sjávarplássi eins og hér í Ólafsfirði þar sem hib gullvæga hefur ríkt að haf og strönd eru hönd í hönd. Núna finnst mér menn vera ab skilja þarna á milli og hafið fer sína leið með þeim sem þangað sækja en eftir situr ströndin siitin úr tengslum við hafiö. Af hverju má ekki segja sem svo að staðirnir á ströndinni eigi einhvern rétt á sjávarnytjum ef skipin eru seld úr plássunum?" - Ertu með þessu að kaila eftir byggðakvóta? „Ég er fyrst og fremst ab kalla eftir umræðunni. Það er aðeins drepið á þetta mál og helst þannig að ekki megi tala um þetta. Ég hef ekki séð á iands- februnum að þeir séu alvitrir og geti sagt okkur öllum hinum hvað sé fyrir bestu. Ég er sannfærður um að margir hafa skoðun á þessum hlutum og þó sagt sé ab byggöakvóti leiði ekki til hag- ræðingar innan greinarinnar þá verða menn að horfa á hagræbi samfélagsins í heild og þá eignaupptöku sem á sér stab á minni stöðunum sem verða und- ir í kvótaslagnum viö stórkapítaliö." Kvótakerfið ekki sjálfráða Ásgeir Logi gefur ekki mikib fyrir þær skoðanir að kvótakerfið sé svo fast- bundið að ekki megi breyta því tii að auka réttlætið. Hann minnir á ab kerfiö sé ekki orðið mjög gamalt. „Þetta er ekki einu sinni orðiö sjálf- ráða í aldri og er ekki meb kvótakerfið eins og öll mannanna verk ab ekkert er fullkomib. Við getum ekki frekar fundið upp fuilkomiö kvótakerfi en ei- lífðarvél. Þetta hlýtur að vera kerfi sem þarf að vera til stöðugrar endurskoöun- ar og að sjálfsögðu þurfum við ab tak- marka sóknina meb einhverjum hætti. Við þurfum að gæta ab því að um- gengni um auðlindina sé gób en þeir sem stunda hafiö og stuðla að atvinnu- uppbyggingu eiga að fá ab sækja en sá réttur á ekki ab ganga í erfðir. Sjósóknin er svo gífurlega sterkur þáttur í okkar lífi ab vib verðum stöðugt að þróa og endurskoða það kerfi sem við byggjum sóknina á. Við verðum að horfa á dæm- in sem vib höfum, hætta að einblína á það hvernig menn hafa skyndilega hagnast í kvótakerfinu heldur horfa á það fólk sem orðið hefur fyrir barðinu á kerfinu og verið skyndilega keyrt upp 12 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.