Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 32
TÆKNI OG ÞJÓIMUSTA
„Skemmtilegir og spennandi tím-
ar framundan í landvinnslunni
segir Björn Jóhannsson, tæknilegur framkvæmdastjóri
Landssmiðjunnar hf. í Garðabæ
„Frá árinu 1992 höfum vib veriö að sérhæfa okkur í þjónustu við sjávarútveg-
inn og ab undanförnu höfum við í vaxandi mæli fært okkur inn á þá braut aö
bjóba heildarlausnir fyrir skip og fiskvinnslur," segir Björn Jóhannsson, tækni-
legur framkvæmdastjóri Landssmibjunnar hf. í Garbabæ. Fyrirtækið kom sér í
byrjun árs fyrir í nýju húsnæði ab Lyngási 1 í Garbabæ og er starfsemin nú öll
á einni hæb og abstaban gjörbreytt. Markmið fyrirtækisins er ab sækja enn
frekar inn á sjávarútvegssvibib, ekki síst erlendis.
Björn segir að síðustu verkefni hafi
t.d. snúist um lobnuvinnslu og má þar
nefna sjálfvirka pökkunarlínu fyrir ísfé-
lag Vestmannaeyja hf. Þá var á dögun-
um lokið smíði vinnslulínu fyrir
smokkfisk en hún fer til fyrirtækis í
Mexíkó sem er í eigu Granda- og Þor-
móbs ramma hf. Þetta var um 10 millj-
óna króna verkefni en Landssmiöjan
hefur í vaxandi mæli verið að sækja sér
verkefni út fyrir landssteinana og má
t.d. nefna smíbi vinnslukerfa í fisk-
vinnslu í Noregi, smíði gámafrystihúss
og vinnslubúnabar í togara fyrir UTRF
á Kamtsjatkaskaga, vinnslulínu í hús
SWC í Namibíu, íran og víðar.
„Framleibsla búnaðar fyrir sjávarút-
veginn er meira en helmingur af heild-
arframleiðslu Landssmiðjunnar og við
vonum ab vöxtur verði áfram í útflutn-
ingnum. Vib horfum til þess að sókn-
arfærin eru erlendis og því kynnum við
okkur meira og meira þar. í þessu skyni
höfum við nýverið ráðið Þorstein Óla
Sigurðsson sem sölu-og markaðsstjóra
og mebal hans verkefna er sölustarf er-
Iendis og það starf er þegar að byrja að
skila sér inn. Við ætlum okkur ab vera
með í sókninni erlendis og þar eru
nægir möguleikar, svo fremi að staðið
sé rétt að málum," segir Björn.
Byggjum á þekkingargrunni
Aukning í verkefnum tengdum sjávar-
útvegi varð hjá Landssmiðjunni þegar
hún yfirtók fyrirtækið Eðalstál árið
1992 en þab framleiddi ýmis konar
búnab fyrir fiskvinnsluna úr rybfríu
stáli. Björn segir að Landssmiðjan vinni
gjarnan verkefni með öbrum fyrirtækj-
um á þessu sviði, til að mynda Samey
hf, Marel hf. og þetta samstarf fer vax-
andi samhliba því að farið er meira inn
á brautir heildarlausna.
Flestar af þeim vinnslulínum, t.d.
pökkunarlínum og flæðilínum, sem
Landssmiðjan hefur unnið eru byggðar
á stablaðri framleibslu frá fyrirtækinu
en Björn segir ab alltaf þurfi þó ab gera
breytingar til að aðlaga búnaöinn þörf-
um hverrar vinnslustöðvar.
„Við höfum ákveðinn þekkingar-
grunn hjá okkur sem vib erum ab
ganga í og byggjum ofan á hann sér-
óskir viðskiptavinanna á hverjum stað.
Vib teljum okkur hafa safnað mikilli
reynslu í gegnum árin og hún er okkar
grunnsöluvara," segir Björn.
Áhuginn að vaxa innanlands
„Mér finnst að áhuginn í fiskvinnsl-
unni sé ab vaxa á nýjan leik hér innan-
lands. Það hefur litið verið ab gerast ef
frá er talin loðnuvinnslan og raunar öll
vinnsla á uppsjávarfiski. Núna er að
byrja ný þróun í landvinnslunni enda
Björn fóhannsson við fœriband í húsakynnum Landssmiðjunnar í Garðabœ. Hann segir
nú að byrja ný þróun í landvinnslunni á íslandi, nýtt breytingatímabil sem fyrirtœkin
muni taka sér til að rífa vinnsluna upp úr þeim öldudal sem hún hefur verið í.
32 ÆGIR