Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 9

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 9
„Kvotakerfið ekki fullkomnara en önnur mannanna verk“ segir Ásgeir Logi Ásgeirsson, framkvæmdastjóri fiskverkunarinnar Brimness ehf, Um áramótin var allri vinnslu í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar hœtt og þar með lokað einum afstœrstu vinnustöðum bæjarins. í þjóðfélagsumrœðunni var bent á lokunina sem eina sönnun á vanda landvinnslunnar en vélarnar í sölum HÓ þögðu ekki lengi því þessa dagana er starfsemin að komast í gang áný á vegum fyrirtœkisins Brimness fiskverkunar en það fyrirtœki tók rekstur HÓ á leigu til nœstu fimm ára. Sömu eigendur eru að fyrir- tœkinu og fiskverkun Sœunnar Axels hf. í Ólafsfirði, hjónin Sæunn Axelsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson og fjórir synir þeirra. í Olafsfirði Fiskverkun hófst hjá fjölskyldunni í kjölfar trilluútgerðar en í dag er starfsemi á vegum Sæunnar Axels hf. bæði í Ólafsfirði og Reykjavík og útflutningurinn byggist á söltuðum og þurrkuðum fiskafirðum sem seldar eru beint á markaði í Evrópu. Ásgeir Logi Ásgeirsson, elsti sonur þeirra hjóna, hefur tekið við framkvæmdastjórn Brimness og hann segist fullur bjartsýni á framtíðina enda muni þetta fyrirtæki ekki fara íþær slóðir sem frystihúsareksturinn í Ólafsfirði hafi verið í að undanförnu heldur feta nýjar slóðir og aðlaga sig markaðnum hverju sinni. „Auðvitaö blandast saman hjá okkur ættjaröarást og bjartsýni á framtíðina þegar við förum inn í þennan rekstur," svarar Ásgeir Logi þeirri spurningu hvað ráði ákvörðun þeirra um að gera tilraun til að endurreisa fyrirtæki á grunni Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar. „Við þekkjum grunninn sem hér er til staðar, við erum héðan, rekum hér fiskvinnslu og teljum okkur vita hvað er til staðar. Hér í Ólafsfirði er að finna mjög gott fiskvinnslufólk, hæfa starfs- krafta sem hafa alltaf unnið í fiski og fólk sem þekkir hvað fiskiðnaður er. Andrúmsloftið er þess vegna jákvætt, fólkið vill vinna og samanlagt gera þessir þættir að verkum að við erum ör- ugg með flest í starfsumhverfinu þegar við förum af stað," segir Ásgeir Logi. Erum ekkert kraftaverkafólk „Ég finn fyrir miklum byr með því sem við erum að reyna hér. Lokun á hrað- frystihúsinu hafbi verið yfirvofandi um nokkurt skeiö og síðan gekk eftir um áramótin að rekstrinum var hætt þannig að fólk er ekkert í vafa um hvernig aðstæðurnar eru. En vib erum ekki að taka við þessum rekstri eins og eitthvert kraftaverkafólk. Við höfum bara trú á að við getum þetta og viljum í það minnsta fá að reyna okkur á verk- efninu og þess vegna var kjörið að leggja upp með leigusamning. Ef þetta gengur ekki upp þá geta aörir komið og fengið ab spreyta sig." - En þið eruð ekki að fara í sama rekstur og fyrir var? „Nei, ég skil ekki til hvers við ættum ab fara ab gera nákvæmlega þab sama og hér var gert áður. Ef við eigum að geta náb arðsemi út úr þessari vinnslu þá þarf boðleiðin út á markaðinn að vera stutt og við treystum vel okkar söluaðilum fyrir því að vera vaskir og vakandi. Mitt hlutverk hér heima verð- ur svo að sveigja vinnsluna að því sem kallab er eftir hverju sinni og af þeim sökum viljum við ekki líta svo á ab við séum að hefja hér rekstur á frystihúsi heldur fiskvinnslufyrirtæki sem mun móta sér fjölbreytileg verkefni í fiskiðn- aði. Við erum full bjartsýni og við hefð- um aldrei farið af stað ef hún hefði ekki verið fyrir hendi. Þörf okkar á að fara inn í þetta nýja fyrirtæki var ekki til staðar heldur réði mestu þau atriði sem ég nefndi áðan, þ.e. að hér í Ólafsfirði ÆGIR 9

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.