Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 26

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 26
Hugmyndin sem varð Ektafiskur Útgeröar- og fiskvinnsluíyrirtækið Trausti hf. á Hauganesi byrjaði fyrir fjórum árum aö framleiba útvatnaban saltfisk í neytendaumbúðir undir vörumerk- inu Ektafiskur. Þessi ákvörðun var mikib happaskref fyrir fyrirtækið og full- yrbir Elvar Jóhannesson, einn eigenda Trausta hf., að framleibslan hafi gert að verkum að fyrirtækib hafi getað haldið uppi fullri vinnu fyrir starfsfólk á sama tíma og kvótinn þrengdi að. En nýjungarnar hjá fyrirtækinu felast ekki bara í þróun saltfiskafurba heldur er fyrirtækib nýbyrjab að flytja hörpudisk á Bandaríkjamarkað og er hörpudiskurinn veiddur í Eyjafirði. „Við höfum staöið hér nánast daga og nætur og handpillað hörpudiskinn sem síðan er sendur ferskur á Banda- ríkjamarkab. Þarna er mikil eftirspurn eftir framleiðslunni og mjög langt frá því að við getum annað henni," segir Elvar í samtali vib Ægi. Hann segir að verbið nægi til að standa undir öllum kostnaði með hæfilegri sjálfboðavinnu eigenda þannig að segja megi að þessi vinnsla gangi, sér í lagi þegar annars væri hlé í saltfiskvinnslunni á meban bátur fyrirtækisins er í slipp. „Eg er að vona að á þessu geti orðið framhald hjá okkur en þab byggist á ab menn verði ekki svo vitlausir að setja heilan iíota á þetta. Það eru ekki nema tveir blettir í Eyjafirði þar sem hörpu- diskur hefur fundist þannig ab magnið er mjög lítið en fyrir svona handpillun þarf heldur ekki mikið þannig að fólk hafi vinnu," segir Elvar. Sjávarútvegs- ráðuneytið gaf leyfi til hörpudiskveið- anna í Eyjafirði í tilraunaskyni en mjög lítið af hörpudiski hafði áður verið veitt og unnið vib fjörðinni. Elvar Jóhannessoti með hörpudisk sem nokkrwn klukkustundum síöar lagði upp í ferð á markaði í Bandaríkjunum. Gramdist að sjá meðferðina á saltfiskinum Eins og áður segir byggir Trausti hf. á saltfiskverkun og þungamiðjan er fram- leiðsla undir vöruheitinu Ektafiskur. Nú í janúar fór á erlendan markað stærsta sending fyrirtæksins til þessa, 9 tonn, sem dreift var í verslanir á Spáni. Þessi framleiðsla dugar í rösklega mánaðar vinnu fyrir þá 8-10 starfsmenn sem starfa hjá Trausta hf. og segir Elvar það sýna hversu mikilvæg hver svona send- ing sé fyrirtækinu. „Okkur hafði dreymt um það í mörg ár og raunar alveg frá því að vib vorum pollar að gera meira úr saltfiskinum. Vib horfðum á fiskinn fluttan út í 50 kílóa strigapokum og meðferðin var með miklum ólíkindum. Og raunar hefur lítið breyst í saltfiskútflutningn- um nema að í stab strigapokanna eru komnir pappakassar og síðan em flutt- ar út heilar stæður á brettum. Þegar kvótinn fór að minnka sáum við að hér varð eitthvað ab gera til ab búa til meiri verðmæti og þannig kviknaði hug- myndin að Ektafiskinum. Vib ákváðum að byrja smátt og vorum með frum- stæða abstöðu í fyrstu á meðan við vor- um að meta hvort tilraunin tækist. í stuttu máli má segja að framleiðslan hafi gengiö svo vel í landann ab nú höfum við á síðustu misserum fjárfest í Þrátt fyrir að mikil vinna sé við handpillun á hörpudiski segja forsvarsmenn Trausta hf. að þessi verkun borgi sig, sérstaklega þegar rólegra er í saltfiskverkuninni. 26 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.