Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 37

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 37
Tæknilegar stærðir (hvor togvinda); Tromlumál 325 mm x 1490 mm x 800 mm Víramagn á tromlu 2000 m af 24 mm vír Togátak á miðja (800 mm) tromlu 8.0 tonn (lægra þrep) Dráttarhraði á mibja (700 mm) tromla 80 m/mín (lægra þrep) Vökvaþrýstimótor MG 6300-B Afköst mótors 122 hö Þrýstingur 40 bar Olíustreymi 1175 1/mín ur eins manns klefum. íbúbir eru á tveimur hæðum framskips, þ.e. á neðra þilfari og á efra þilfari í aðskildum þil- farshúsum. Nebra þilfar: í íbúöarými á neðra þil- fari er fremst bakborðsmegin einn fjög- urra manna klefi, og einn tveggja manna klefi. Aftan við hann er þvotta- og hlífðarfataherbergi með salernisklefa og sturtuklefa. Efra þilfar: í s.b. þilfarshúsi er fremst tveir tveggja manna klefar, þá snyrting með salerni og sturtu og aftast einn tveggja manna klefi. í b.b. þilfarshúsi er fremst tveggja manna klefi, þá snyrting með salerni og sturtu, þar fyrir aftan borbsalur og setustofa (samtengt), eld- hús og aftast er matvælageymsla. íbúbir eru einangraðar með steinull og klæddar meb plasthúðuðum plötum. Fiskvinnslurými á neðra þilfari Móttaka: Framan vib skutrennu er vökvaknúin tvískipt fiskilúga sem veitir aðgang að fiskmóttöku, um 17 m3 ab stærð, aftast á vinnuþilfari. í efri brún skutrennu er vökvaknúin skutrennu- loka. Fiskmóttöku er skipt í tvo geyma og er hleypt úr henni um tvær vökva- knúnar lúgur á framþili. Vinnslubúnabur: Skipið er búið rækjuvinnslubúnabi frá Carnitech. Bún- aður er til flokkunar, suðu, pökkunar og frystingar. Tvær flokkunarvélar eru af gerðinni BSL-M, 1 stk rækjusjóðari af gerð OA60/3 og 1 stk rækjusjóðari af gerðinni CT-1112, allt frá Carnitech, fjórar Pólsvogir af gerðinni S-125 og ein bindivél frá Strapack af gerðinni SS80- MD. Frystibúnaöur: í skipinu eru eftirtal- in frystitæki: Einn láréttur 16 stöbva Jackstone plötufrystir, sem afkastar 4 tonnum á sólarhring. Tveir lausfrystar frá Carnitech. Annar afkastar 10 tonn- um á sólarhring en hinn 13 tonnum á sólarhring. Loft og síður vinnuþilfars eru ein- angrub meb steinull og klædd með plasthúöuöum krossviðsplötum. Fiskilestar (frystilestar) Almennt: Lestarými er um 350 m3 og er búib fyrir frystingu, og er rýminu skipt í tvö rými. Frágangur, búnabur: Lestar em ein- angraðar með steinull og klæddar með krossvibi. Kæling er með kælileiðslum í lofti lestar. Lestum er skipt í hólf með ál- borðauppstillingu. Lúgubúnabur, afferming: Aftan til í aftari lest, stjórnborðsmegin, er eitt lest- arop með lúguhlera, og fiskilúgu og á fremri lest er lestarop með lúguhlera. Á efra þilfari, upp af aftari lestarlúgu á neðra þilfari, er losunarlúga og auk þess er samsvarandi losunarlúga á bakkaþil- fari, s.b.-megin. Fyrir affermingu er losunarkrani, s.b.- megin á bakkaþilfari aftan til. Vindu- og losunarbúnaður Almennt: Vindubúnaður skipsins er vökvaknúinn (lágþrýstikerfi) frá A/S Hydraulik Brattvaag og er um að ræða tvær togvindur (splittvindur), tvær grandaravindur, tvær hífingarvindur, tvær hjálparvindur afturskips og akker- isvindu. Auk þess er skipið búið vökva- knúnum krana frá HMF og kapstan- vindu. Togvindur: Aftan tii á togþilfari, stjórnborðs- og bakborösmegin, eru tvær togvindur (splittvindur) af gerð DMG 6300, hvor búin einni tromlu og knúin af einum tveggja hraða vökva- þrýstimótor. Grandaravindur: Fremst í gangi fyrir bobbingarennur eru tvær grandaravind- ur af gerð DSM 2202, hvor búin einni tromlu (420 mm x 1200 mm x 600 mm) og knúin af einum M2202 vökvaþrýsti- mótor, togátak vindu á tóma tromlu er 6 tonn og tilsvarandi dráttarhraði 65 m/mín. Óskum áhöfn og útgerð til hamingju með veiðarfærin. Netagerð Aðalsteins ehf. Klifi • 355 Ólafsvík • Sími: 436 1544 ÆGIR 37

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.