Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 15
Ný framleiðslulína Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum, „200 mílur”:
Framtíðin er í
forsteikingunni
segir Þorbergur Aðalsteinsson
hjá Vinnslustöðinni
„Vegna hrabans í þjóöfélaginu er
enginn vafi á því að forsteiktur fisk-
ur er það sem koma skal. Fólk vill sí-
fellt minna og minna fyrir daglegri
eldamennslu hafa og þannig er fisk-
urinn líkur kjöti. Fólk hefur engan
áhuga á því ab kaupa lambalæri til
þess ab þurfa ab fara heim meb þab
og úrbeina. Vib erum nú ab bjóba
upp á mat sem er tilbúinn í ofn og
hita þarf í fimm til sex mínútur en
stefnan er sú ab í framtíbinni fái vib-
skiptavinurinn tilbúinn rétt sem ab-
eins þarf ab hita upp," segir Þorberg-
ur Abalsteinsson en hann stjórnar
nýrri framleibslulínu hjá Vinnslu-
stöbinni í Vestmannaeyjum og Þor-
lákshöfn sem kallast „200 míiur".
Framleiðslan á „200 mílum" fór af
stað fyrir rúmu ári og aðallega er verið
að pakka ýsu, saltfiski og skötusel fyrir
neytendamarkað. Þorbergur segir ab
Vinnslustöðvarmenn hafi lengi gengið
með hugmyndina í maganum og ákjós-
anlegt hafi þótt ab byrja á innanlands-
markaðnum til þess að sjá hvernig
gengi, venja starfsfólkib vib breyttar
vinnuabferðir og ólíka framleibslu.
Frekari markaðssókn í skoðun
„Við erum komnir meb 12-15 vöru-
flokka í dag. Það nýjasta hjá okkur er
hjúpuð ýsa í orlydeigi og síban sítrónu-
krydduð. Þab er líklega þar sem vib
komumst næst því að um fulleldun sé
ab ræba," segir Þorbergur.
Hann segir að abeins sé farið að
flytja út af vörunni til Norburlandanna
og að frekari markaðssókn sé í skoðun.
Þessir hlutir taki allir mikinn tíma en
mjög mikilvægt sé að flana ekki að
neinu. Helst beri ab varast ab fara ekki
af stab með eitthvab sem menn rábi
ekki vib.
Þorbergur segir ab töluvert hafi verið
pakkab af saltfiski í neytendaumbúðir
hjá Vinnslustöðinni, og eitthvab af
Þorbergur Aðalsteinsson með „200 mílur".
Mynd: Fréttir/Vestmannaeyjum
skötusel og karfa, en að öðru leyti séu
„200 mílur" hrein vibbót við vinnsl-
una. Bolfiski hafi t.d. ekki fyrr verið
pakkað á þennan hátt.
Höfum stundum ekki undan
„Vib höfum enn ekki upplifað heilt ár í
þessu þannig ab við vitum ekki ná-
kvæmlega um hvaða magn við getum
verib ab tala í sölu. Fiskurinn er ólíkur
kjötinu hvab þab varðar ab fyrir jól
selst reiðinnar býsn af kjöti, þorramat-
urinn er í febrúar og grillmaturinn á
sumrin. Ársneyslan af fiski er okkur
ekki ljós en líklega munum vib átta
okkur betur á stöðunni þegar líba fer á
sumarib, þegar vib höfum upplifað
heilt ár, og þá getum við farib ab gera
framtíðarplön. Aukningin er gríbarleg
og sveiflurnar það miklar ab fyrir hefur
komið að vib höfum ekki náð ab anna
eftirspurninni."
Mun meiri vinna í landi
Þorbergur segir að margir séu í full-
vinnslu af einhverju tagi en enginn sé
að gera nákvæmlega þab sama og
Vinnslustööin. Hann segir að bæði sé
unnið að framleiðslunni í Vestmanna-
eyjum og Þorlákshöfn og meb því að
vinna aflann þetta mikið sé verib að
skapa miklu meiri verðmæti.
„Með fullvinnslunni skapast mun
meiri vinna í landi því það er svo
margt sem bætist við vinnu á hverju
fiskstykki. Niðurskurðurinn á hráefn-
inu er einn þáttur, brauðunin annar,
pakkningin sá þribji og svo framvegis.
Framleiðslan hefur fallið þannig, bæði
hér í Eyjum og Þorlákshöfn, að einn til
tveir dagar em teknir til þessarar fram-
leiðslu í viku. Enn sem komið er vinnur
ekkert starfsfólk beint við „200 mílur”
en ég sé fram á að það muni breytast
mjög fljótlega, fyrst í stað aðallega við
pökkun og dreifingu."
Aðspurður hvað verði um frystu
blokkirnar sem landinn hafi verið að
flytja út síðustu ár segist Þorbergur sjá
fyrir sér ab þær muni hverfa. Auðvitab
geti menn haldið áfram að framleiða
t.d. 5 punda ýsu en hún verbi þó að
vera öðmvísi búin út fyrir neytendur.
„í framtíðinni verður það fullunnin
vara í neytendaumbúöum sem kemur
til með að ganga, afgreidd á stórar
verslunarkeðjur eða beint á einhverja
heildsala og meb þeirra umbúðum og
vörumerki. Meðan uppsjávarfiskurinn
gengur vel er um að gera fyrir okkur að
nýta tímann og búa okkur undir fram-
leiðslu og markaðssetningu á botnsjáv-
arfiski. Framtíðin er í forsteikingunni
hvað sem hver segir,” segir Þorbergur
Abalsteinsson.
ÆGIR 15