Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 19

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 19
Ágúst Guðmundsson, framkvæmdastjóri rækjuverksmiðjunnar Dögunar á Sauðárkróki: Islenskur rækjuiðnaður stendur mjög framarlega „Ég hef trú á aö í rækjuibnaðinum ver&i áframhaldandi vélvæhing á næstu mánuðum og árum. Hún hef- ur veriö mikil á undanförnum árum og hún snýr að því að vanda frekar meðferð á vörunni," segir Ágúst Gub- mundsson, framkvæmdastjóri rækju- verksmiðjunnar Dögunar á Sauðár- króki, en verksmiðjan er einmitt ein þeirra í rækjuibnaðinum sem hafa lagt í fjárfestingar í framleiðslunni. Milli sex og átta hundruð manns í rækjuiðnaðinum Þegar talað er um landvinnslu á fiski vill umræðan mjög gjarnan snúast mest um botnfiskvinnsluna enda kannski eðlilegt í Ijósi þess hversu mikinn sess hún hefur skip- að í landvinnslunni fram til þessa. Rækjuiðnaðurinn skapar líka mörg störf í landi og segja má að á síð- ustu tveimur árum hafi verið nokkur stöðugleiki hvað varðar fjölda rækjuframleiðenda og þeirra starfa sem starfsemi þeirra skapar. Rækjuiðnaðurinn hefur verið mjög erfiður í gegnum árin, gjaldþrot fyrirtækja tíð en síðustu tvö árin hefur þó verið minna um slíkt. Samkvæmt athugun Ægis er ekki óvarlegt að áætla að heilsárs- störf í rækjuiðnaði á Islandi séu á bilinu 6-800. Starfsfólkið er samt töluvert fleira þar sem mikið er um hlutastörf. Framleiðendurnir hafa að undanförnu verið á bilinu 21-24 en erfitt er að skilgreina fjöldann þar sem sumir framleiðendur hafa fleiri en eina verksmiðju. Hjá Dögun voru lagðar um 20 millj- ónir króna í síðustu breytingar en kostnaðarsamar breytingar koma samt sem áður til með að skila sér. „Þetta miðar allt ab því að fá betri framleiðslu og betri vöru, meiri gæð- um," segir Ágúst. Hann segir þróunina koma til meb ab halda áfram enda taki vélbúnaðurinn og tæknivæðingin sí- felldum framförum. Sú spurning vaknar hversu langt borgi sig að ganga í kostn- aðarsamri tækniuppbyggingu. „Mörkin liggja einhvers staðar en það er erfitt að segja hvar þau eru. Breytingin var til dæmis mikil þegar nýja hreinsivélin kom en hún byggir á nýrri tölvu- og ljósmyndunartækni og þessi búnaður hreinsar rækjuna, kastar frá þeirri rækju sem er eitthvað óeðlileg. Þessi tæki komu fyrir einu ári síðan en þróunin heldur stöbugt áfram." Sveiflukenndur iðnaður Ágúst bendir á að rækjuiðnaðurinn sé mjög sveiflukenndur. Síbasta áfall var þegar offrambob olli verðhruni á Evr- ópumarkaði en hann segir að nú að undan- förnu hafi salan auk- ist á ný. „Það lítur út fyrir að framleiðsla þessa árs verbi minni en eftirspurnin þannig að birgðir muni minnka og verðiö lík- lega hækka í kjölfar- ið. Margt bendir því til þess að árið 1997 verði þokkalegt í rækjuvinnslunni og ekkert fráleitt að upp- sveifla geti orðib á næsta ári ef allt gengur eðlilega fyrir sig," segir hann. Gæðaframleiðsla frá verksmiðjunum Ágúst telur ab íslenskur rækjuiðnaður standi mjög framarlega. Greinin hafi fylgt eftir tæknivæðingu og gæði fram- leiðslunnar séu orðin mjög góð. Á tím- um þegar mikið er talað um fullvinnslu sjávarafurða þá er eðlilegt að spyrja hversu langt rækjuiönaðurinn mun ganga á þeirri braut. „Stór hluti markaðarins er veitinga- húsamarkabur og hann er mjög góður. Ég býst við að margir haldi sig við þann markað en þróunin til frekari vinnslu mun samt sem áður verða. Til dæmis er verksmiðjan á Húsavík að pakka í sér- pakkningar fyrir stór vöruhús í Bret- landi þannig að sérvinnsla er þegar til stabar í rækjuiðnaðinum. En ég sé fyrir mér ab stærstur hluti framleibslunnar verði áfram seldur til veitingahúsa og endursölufyrirtækja í Evrópu, segir Ágúst Guðmundsson. SKOÐUN OG VIÐGERÐIR GÚMMÍBÁTA. EINNIG SKOÐUN OG VIÐGERÐIR BJARGBÚNINGA GÚMMÍBÁTAÞJÓNUSTAN Eyjaslóð 9 • Orfisey • sími 91-14010 • fax 91-624010 ÆGIR 19

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.