Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 27

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 27
húsnæði og búnaði fyrir um 12 milljón- ir króna. - Má segja að þið hafi náö að tryggja fyrirtækið og störf fólksins með því að taka upp þessa nýju framleiðslu? „Já, það er engin spurning. Fyrirtæk- ið sem slíkt er ágætlega sterkt en fram- leiðslan hefur gert að verkum að hér er starfsemi í húsunum allt árið um kring. Á þann hátt hafa störfin verið tryggð," svarar Elvar. Fjölbreytnin meiri I upphafi var byrjað að pakka í neyt- endaumbúðir beinlausum saltfiski með roði og alltaf hefur verið lögð áhersla á að neytandinn þurfi lítið annað fyrir matreiðslunni að hafa en koma stykkj- unum í pottinn. Smám saman hefur „Ég er viss um að menn eru alltof svartsýnir í landvinnslunni." fjölbreytnin í framleiðslunni orðið meiri og auk þess hafa nýjar vöruteg- undir litið dagsins ljós undir Ekta- fisksvörumerkinu, t.d. útvötnuð þunn- yldi af stórum þorskum, sjófrystir ýsubitar, rækjur, kinnfiskur, gellur og siginn fiskur. „Við erum líka komnir með hörpu- disk á innanlandsmarkaðinn, til viðbót- ar við útflutninginn, við pökkuðum skötu í neytendaumbúðir fyrir jólin og svo framvegis. Við reynum því af fremsta megni að hafa framleiðsluna sem fjölbreyttasta og ýmsar hugmyndir krauma enn í okkur," segir Elvar. Ekki síðri þróun hjá minni vinnslunum Elvar segir að ekki þurfi endilega að Margt nýtt reynt Markaðssetningin á framleiðsluvörunni Ektafiski hefur gengið framar vonum og útvötnuðwn saltftski var fylgt eftir með fleiri tegundwn. Eitt afþví nýjasta sem fyrir tœkið er að reyna í útflutningi þessa dagana er útflutningur á frosinni gotu sem hér er ípökkun. horfa til stærri fiskvinnslufyrirtækjanna þegar talað er um þróun í framleiðslu fiskafurða. „Minni aðilarnir eru ekki síður að gera góða hluti. Við höfum undanfarið ár átt ágætt samstarf við þróunardeild Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og þeir hafa verið að kynna vöru frá okkur fyrir hugsanlegum kaupendum. Á sama tíma höfum við líka komist beint inn á markaði á Spáni þannig að lítil vinnsla eins og þessi getur komist áfram og fundið sér markaði fyrir framleiðslu sína. Við seljum i gegnum íslending sem er búsettur á Spáni og þrátt fyrir að markaðsstarfið hafi verið erfitt og kostn- aðarsamt þá virðist það ætla að ganga," segir Elvar. Hærra verð í útflutningi en á heimamarkaði Fimm ár er ekki langur tími en athyglis- vert er hve mikill vöxtur hefur orðið í framleiðslu Trausta hf. á ekki lengri tíma. Elvar segist alltaf hafa verið þess fullviss að framleiðslan gengi upp en nú sé komið að þeim tímapunkti að horfa meira til útflutnings en áður. „Innanlandsmarkaðurinn tekur ekki við meiru af þessari vöru og útflutning- urinn er það sem við einblínum á. Við höfum eftirspurn eftir miklu mun meira magni en viö höfum sent út en okkar grundvallarskoðun er sú að framleiða minna en selja á hæsta mögulega verði. Reynslan er líka sú að við erum að fá hærra verö erlendis en hér á innan- landsmarkaði," segir Elvar. Menn eru of svartsýnir Elvar teiur umræðuna um svarta fram- tíð landvinnslunnar óþarflega nei- kvæða. „Ég er viss um að menn eru alltof svartsýnir í landvinnslunni. í það minnsta hvarflar það ekki að okkur að leggja árar í bát. Spurningin snýst um hve menn eru opnir og fljótir að nýta sér glufur sem myndast hér og þar. Framleiðendur verða að vaka yfir því sem markaðurinn vill og vera fljótir að taka við sér en samt er þetta til lítils ef menn ekki framleiða góða vöru. Fram- leiðslan sjálf má aldrei bregðast en menn mega heldur ekki fara of hratt. Uppbyggingin verður að vera sam- kvæmt því sem markaðurinn og salan leyfir. Þannig fórum við af stað og búum að því," segir Elvar. ægir 27

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.