Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 33

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 33
TÆKNI OG ÞJÓNUSTA Uiniið að smíði pönnuflokkunarkerfis fyrir fsfélagið í Vestmannaeyjum. Landssmiðjan hefur einnig í vaxandi mceli sótt á erlenda markaði með framleiðslu sína og teiur Björn jóhannsson að þar séu mörg sóknarfœri efrétt sé spilum haldið í baráttunni. hafa menn ekki aðra valkosti þar en,annaðhvort að gefast upp eða spýta í lófana og gera eitthvað. íslendingar hafa ekki verið þekktir fyrir að gefast upp og við finnum að menn ætla sér ekki að gefast upp heldur finna leiðir út úr vandanum," segir Björn um stöðu landvinnslunnar þessa dagana. Hann telur að íslendingar standi nú við upp- haf á nýju þróunarstökki í landvinnsl- unni enda hafi þrengingar alltaf leitt af sér nýja þróun og nýja möguleika. „Fiskvinnslan gengur alltaf í bylgjum og til að mynda tók ég þátt í því fyrir tíu árum að þróa flaeðilínumar sem lögðu niður að mestu einstaklingsbónusinn en í staðinn kom hópbónusinn. Nú þarf að taka aftur upp einstaklingsbónus með breyttum forsendum til að ná upp þeim vinnsluhraða sem óhjákvæmilega fylgir einstaklingsbónusinum. Þetta þýðir ekki að menn séu að hverfa aftur í tímann heldur hefur tölvutæknin og þróun tækjabúnaðar opnað nýja mögu- leika á hlutum sem ekki voru fram- kvæmanlegir fyrir 10 árum. Ég segi því óhikað að það séu skemmtilegir og spennandi tímar framundan í land- vinnslunni," segir Björn. Eðlilegt að endurnýja búnaðinn Björn segir ekkert óeðlilegt við að fisk- vinnslufyrirtæki muni skipta ört út tækjabúnaði, jafnvel mjög nýlegum búnaði. Afskrifa verði tækin mjög hratt og endurnýja þau að sama skapi til að mögulegt sé að fylgja eftir þróun sem markaðirnir kalli á. Aðeins þannig geti menn unnið gegn því að landvinnslan sem slík verði afskrifuð hér á landi, eins og mikið hefur verið rætt um. Björn tel- ur fullvinnsluumræðuna nokkuð vill- andi og segir spurninguna snúast um að vinna á hverjum tíma úr fiskinum verð- mætustu vörurnar. „í sumum tilfellum geta menn verið að tala um minni vinnslu en meira verðmæti. En hvað varðar fullunna rétti með sósu og kartöflum í matarbökkum þá er ekki alveg komið að þeirri vinnslu enn hér á landi en farið að styttast í hana. Við höfum töluvert skoðað slíka vinnslu og teljum okkur í stakk búna að mæta óskum frá vinnslunum þegar þær koma," sagði Björn Jóhannsson. Nýr hleri sýndur í Aberdeen Toghleraframleiðandinn J. Hinriksson hf. var meöal þeirra íslensku fyrirtækja sem sýndu á sjávarútvegssýningunni í Aberdeen í Skotlandi um miðjan mánuðinn. Birgir Jósafatsson, einn eigenda fyrirtækisins, segist ánægður með sýninguna, bæði hafi verið gerðir sölusamningar á stórum toghlerum í rækjutogara í Færeyjum og einnig komist á tengsl við nýja aðila sem kunni að leiða af sér viðskipti síðar á árinu. „Við seldum stórt hlerapar í togarann Sólborgu í Færeyjum en hvor hleri um sig er 3,8 tonn þannig að þetta er alvörustærð. Þetta eru nýir V-hlerar frá okkur, Concorde en við höfum ekki haft þá áöur á sýningum erlendis. Við vorum búnir að koma einu pari út fyrir sýninguna og þeir eru í notkun nálægt Aberdeen og hafa gert lukku. Mér sýnist 3-4 aðilar vera mjög heitir fyrir kaupum á hlerum af þessari gerð," sagði Birgir í samtali við Ægi. Hann segir að á sýningunni hafi komið mjög álitlegar fyrirspurnir frá útgeröaraðilum í Hollandi en þar munu vera tvö stór útgerðarfyrirtæki sem gera út öflug togskip. „Það er alveg nýtt fyrir okkur að fá fyrirspurnir frá Hollandi en þessir aðilar eiga marga stóra togara sem eru mikið á flottrolli og sýna okkar framleiðslu áhuga fyrir sín skip," sagði Birgir. ÆGIR 33

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.