Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 31

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 31
Jónas Ágústsson, fiskverkandi í Hafnarfirði, hœtti sjó- mennsku fyrir 17 árum og fór í land. Fyrsta kastið rak hann fiskbúð en fœrði sig síðan yfir í vinnslu á fiski og útflutning, fyrst á Bandaríkjamarkað en síðan hefur hann þróað upp vinnslu á fatfiski, fyrst og fremst kola, og fytur núna út bœði ferskan og fosinn kola á Evrópumarkað. Fyrirtœki hans hefur vaxið jöfhum skrefim og í dag hefir Jónas 14 manns í vinnu. Jónas Ágústsson, fiskverkandi í Hafnarfirdi, við vinnslubúnaðinn í verkun sinni. Fiskverkun Jónasar Ágústssonar í Hafnarfirði: Kolinn leifturfrystur Fiskverkun Jónasar sker sig í einu at- riði frá mörgum öðrum verkunum í landinu því hún notar frystiband þar sem fiskurinn er leifturfrystur með köfnunarefni. Þetta gerist með þeim hætti að fljótandi köfnunarefni er úðað yfir fiskinn á færibandinu inni í lokuðu rými. Um leið og efnið kemur út í andrúmsloftið breytist fljótandi köfn- unarefnið í gasfasa og er stillanlegt hversu mikið frostið er inn í rýminu en gjarnan er það 90-100 gráður „Hefðbundinn lausfrystir er ekki mjög frábrugðinn þessum frysti nema þannig að hann er meö mun meiri vél- búnað og kallar þar af leiðandi á mun meiri orku til að framleiöa frostið. Fyr- ir mig er leifturfrystingin hagkvæmari og auk þess er þetta umhverfisvæn vinnsla," segir Jónas. Fyrirtækið ísaga ehf. sér um að útvega og þjónusta þennan frystibún- að, sem er framleiddur hjá Frigoscandia í Svíþjóð. Jónas fékk nýtt frystiband í janúar og segir hann afköstin miðað við 90-100 gráðu frost það mikil að flökin frjósi á um sex mínútum. Hætti pökkun í neytendaumbúðir Fyrstu árin verkaði Jónas hefðbundnar botnfisktegundir í frost fyrir Banda- ríkjamarkað og flutti út með flugi. Þeg- ar um þrengdist reyndi hann fyrir sér með flatfiskinn og skipti fljótlega yfir í þá verkun alfarið. „Ég hef tækjabúnað til að pakka al- farið í neytendaumbúðir en mér fannst krónurnar ekki skila sér í þeirri vinnslu þannig að ég hætti henni og pakka í 400 kílóa kassa og flyt þannig út. Pökk- unin í neytendaumbúðir fer síðan fram í stöðvum erlendis sem kaupendurnir hafa yfir að ráða," segir Jónas. Fyrirtækið annast sjálft öll sölumál fyrir afurðirnar. Mest hefur verið selt af frystum afurðum á Hollandsmarkað og Bretlandsmarkað en að auki flytur Jónas út fersk kolaflök á Bretlandsmark- að. Hráefnis aflað á mörkuðum Jónas aflar alls hráefnis til vinnslunnar í gegnum fiskmarkaði og segir það ganga nokkuð vel. Mikið kemur frá Breiðafjarðarhöfnum en einnig víðar að. Jónas segir sárast að horfa á eftir óunnum fiski í gámaútflutning úr landi. Þar með flytjist vinnan út fyrir landsteinana og geri íslendingum sjálfum erfitt fyrir. „Ég finn fyrir því með útflutninginn á fersku kolaflökunum að kaupendurn- ir byrja strax að reyna að ná niður verð- inu þegar von er á sendingu af ísuðum óunnum kola frá íslandi. Ég er þess vegna að keppa við hráefni héðan að heiman úti á mörkuðunum," segir Jónas. í vaxandi mæli hafa smávinnslur haslað sér völl með útflutningi á fersk- um flökum og segist Jónas fagna því þar sem þær nái að höggva í það magn sem fari óunnið úr landi. Einnig verði sá útflutningur til að hækka verðiö. Jónas segist vel geta trúað því að hefðbundin landvinnsla á bolfiski eigi erfitt. „Skýringin á erfiöleikunum er einfaldlega að hráefnið er hætt að koma í land og þá hlýtur landvinnslan alltaf að eiga erfitt. Kolinn er aftur á móti sér á báti," segir Jónas. ÆGIR 31

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.