Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 18

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 18
Sjófrystingin og landvinnslan: Andstæðingar eða samherjar? Á sama tíma og sjófrystingin hefar farið vaxandi hér á landi á undanfórnum árum hefur landfrystingin átt erfiðara um vik. Gjarnan benda menn á sjófrystinguna sem sökudólk en aðrir benda á þá verðmœtaaukningu sem hún skapar. Spurning dagsins er sú hvort á þessar vinnsluaðferðir eigi að benda sem hreina andstœðinga eða hvort í framtíðinni finnist það jafívœgi að bæði sjófrystingin og landvinnslan starfi með þeim hœtti og afkomu sem menn telja viðunandi. Fleira sameigin- legt en hitt segir Einar Svansson „Það er miklu fleira sem segir manni að landvinnslan og sjófrystingin fari saman frekar en hitt. Auðvitað er þetta misjafnt eftir fisktegundum því í vissum tegundum, sérstaklega rækj- unni og þorskin- um, er mikil sam- keppni um hráefn- ið. Hins vegar er líka mikil sam- keppni innbyrðis í landvinnslunni. Maður sér það sérstaklega í rækjunni að mikið samstarf er milli sjófrystingar og landfrystingar því nokkuð stór hluti af því hráefni sem rækjuvinnslurnar í landi nota kemur frá frystitogurunum. Þar er dæmi um mjög mikið samstarf þar sem hagsmunir landvinnslunnar og sjófrystingarinnar fara algerlega saman. Eirtar Svansson, framkvœmdastjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur. Ég get alveg séð fyrir mér að eitthvað svipað muni gerast í þorskinum þegar fram líða stundir. Þegar þorskurinn verður kominn í miklu meira magn, eins og menn spá, þá verða ekki mark- aðir fyrir þessi flök sem frystitogararnir eru með. Mér sýnist að stærri hluti af þorskinum verði hreinlega heilfrystur um borð eða unninn meira í landi. í heild er þetta mjög flókið mál og eitt sem flækir verulega eru launakerf- in. Það er meiri vörn í aö vera með frystitogara hvað varðar launaþáttinn því hann sveiflast með tekjunum. í landfrystingunni gæti t.d. gerst nú að launahækkanir verði 15% á þremur árum og þá syrtir enn í álinn fyrir henni á sama tíma og ekkert gerist í sjófrystingunni. Þarna er því augljós- lega um mjög verulegan abstöðumun ab ræba en það er ekki endilega víst að hann endurspegli arðsemina fyrir þjóð- arbúið. En út frá áhættudreifingu fyrir þjóðina á mörkuöunum þá er ekki skynsamlegt að þurrka út heilar greinar eins og landfrystinguna. Þab væri líka mjög óskynsamlegt að fara í eintóma frystitogaraútgerð en þessir togarar hafa kosti við vissar aðstæður. Menn geta því ekki eingöngu talað gegn þeim." Sjóvinnslan mun verða styrkur landvinnslunnar segir Sighvatur Bjarnason „Eins og staðan er í dag þá er mikil samkeppni millli landvinnslunnar og sjóvinnslunnar. Ég held samt að eins og landvinnslan er ab þróast þá eigi eft- ir að verba töluvert meiri samgangur milli landvinnslu og sjóvinnslu í fram- tíðinni, ekki síst vegna þess að ég tel að sjóvinnslan komi til með að skapa stór- an hluta af hráefni fyrir landvinnsluna í vinnsluhúsum framtíðarinnar. Þetta mun gerast vegna þess að menn munu leggja meiri áherslu á aðr- ar afuröir og meiri vinnslu en nú tíðkast. Það er mikil þróun að eiga sér stað í landvinnsl- Sighvatur Bjama- unnj 0g mun halda son, framkvœmda- ,, , afram a næstu stjori Vmnslu- stöðvarinnar í arum' E§ tel l,vl Vestmannaeyjum. etnu leibina fyrir landvinnsluna til ab keppa við sjóvinnsluna ab þróa sig áfram í vinnslu á afurðum sjófrystingar- innar og mín skoðun er sú að við þurf- um ekki ab bíða nema í um fimm ár eft- ir því að sjá uppistööuna af sjófrystu flökunum enda í fullvinnslu hér á landi. Sjóvinnslan á í framtíðinni eftir ab verða styrkur landvinnslunnar þannig að flakafrystiskipin verði mikilvægur þátt- ur í hráefnisöflun landvinnslunnar og það verður styrkur því á þann hátt má jafna hráefnisaðstreymi inn í land- vinnsluna og gera hana verksmiðjulegri, ódýrari og arðbærari en nú er. Sjóvinnslan mun aldrei geta keppt við landvinnsluna hvað varðar full- vinnslu en á sama hátt getur land- vinnslan ekki keppt við sjóvinnsluna í frumvinnslunni, eins og ég kýs að kalla sjófrystingu flaka. Höfuðverkefni land- vinnslunnar verður að mæta kröfum markaðarins og til þess getur hún notað hráefni frá sjóvinnslunni." 18 ÆGIR

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.