Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 17

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 17
Fiskvinnslan hefnr fnlla þörffyrir menntað starfsfólk og ekki er að búiast við að sú þörf minnki á nœstu árnm þegar lengra verður gengið í fullvinnsluátt í vinnslunni. Mynd: JÓH Fiskvinnslan í þörf fyrir menntað starfsfólk Karl Kristjánsson, deildarsérfræbing- ur í menntamálaráöuneytinu segir að seint verði sagt að íslendingar standi sig vel í framboði náms fyrir fisk- vinnslufólk en ýmislegt jákvætt hafi þó verið gert á undanförnum árum. Hann segir að þrýstingurinn úr grein- inni sjálfri mætti vísast vera meiri enda hafi slíkt mikið að segja varð- andi uppbyggingu náms. „Það er verið að gera tilraunir í Fisk- vinnsluskólanum með breytt nám þar sem gerö er krafa um 53 einingar úr framhaldsskóla þegar nemendur koma inn og fyrstu nemendurnir útskrifast núna í vor. Aðsóknin að náminu hefur verib of lítil en fer vonandi vaxandi," segir Karl og bætir við að á Dalvík sé líka tveggja ára fiskvinnslunám í boði. Sú hugmynd hefur einnig komið upp á yfirborðiö að braut í fiskiðn verbi við nýjan matvælaskóla í Kópavogi og þar verði áhersla lögb á vinnslu tilbúinna fiskrétta, rekstur fiskbúða og þess hátt- ar. Karl segir þessa hugmynd skammt á veg komna en hún komi í kjölfar um- ræðu um aukna áherslu á fullvinnslu í sjávarútveginum. „Þetta tekur töluverð- an tíma í undirbúningi og gæti aldrei litið dagsins ljós fyrr en í fyrsta lagi eft- ir tvö til þrjú ár," segir Karl. Hann bendir á að þeir 3-400 fisk- tæknar sem útskrifast hafa úr Fisk- vinnsluskólanum hafi komist vel áfram innan greinarinnar og full þörf reynst fyrir þetta fólk. „Hins vegar hefði áhug- inn frá atvinnulífinu, nemendum og kannski öllum abilum mátt vera meiri á að gera þetta nám eftirsóttara. Við höf- um verið að reyna að tengja Fisk- vinnsluskólann meira atvinnulífinu og nú er starfandi bakhópur sem í sitja að- ilar stóru samtakanna í sjávarútvegin- um og eru þannig ráðgjafar fyrir skól- ann. Þannig eru stigin skref fyrir skref," sagði Karl. Hvað varðar þörfina á menntuðu fólki tekur Stefán Stefánsson, deildar- stjóri háskóladeildar menntamálaráðu- neytisins, í sama streng. Hann segir að reynslan af sjávarútvegsdeild Háskólans á Akureyri sýni vel að þörf hafi verið fyrir þetta nám og nemendum hafi gengið vel að fá vinnu að loknu námi úti í fyrirtækjunum Stór fisksending í Dísarfelli Flutningaskipið Dísarfell var lestað fiskafurðum þegar það sökk þann 10. mars síðastliðinn. Farmurinn var liðlega 4000 lestir og þar af um helmingur frá Islenskum sjávaraf- urðum hf. Þetta var ein stærsta sending sem farið hefur í einu frá framleiðsluhúsum fyriritækisins og einnig var fiskur frá mörgum öðrum framleiðendum. Ástæðan fyrir þessu mikla magni sjávarafurða var fyrst og fremst sú að óttast var um verkföll hér heima fyrir og einnig hitt að kaupendur erlendis voru að tryggja sér afurðir til sölu fyrir pásk- ana. í mörgum framleiðsluhúsum hef- ur því verið mikið að gera síðustu daga við að framleiða upp í pantan- ir í stað þess sem fór í hafið. Þeir sem blaðið hefur rætt við teija ekki ástæðu til að ætla að þetta hafi áhrif á markaði erlendis enda fullur skilningur á að enginn mannlegur máttur gat komið í veg fyrir þetta sviplega slys. ik llll HRAÐASTÝRINGAR JOHAN RÖNNING HF simi: 568 4000 - http://www.ronning.is ÆGIR 1 7

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.