Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 25

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 25
stig á milli hrávinnslu og fullvinnslu og það er miklu eðlilegra fyrir okkur að feta okkur áfram í þessu smátt og smátt. Dæmin fyrir vestan sýna okkur það svo ekki verður um villst." í þekkingarleit erlendis Aðspurður um markaðssetningu á sjáv- arafurðum segir Þorgeir hana að verða mun faglegri nú, þátttaka á sýningum erlendis fari sífellt vaxandi og menn taki vinnu sína á sýningum miklu al- varlegar en áður. Hann segir fyrirtækin leggja meiri áherslu á að kynna sig fyr- ir sýningar og síðan sé varan glæsileg og kynningarefnið gott. Að sýningun- um loknum sé þeim síðan fylgt eftir með markvissum hætti. „Fagmennskan í útflutningi er meiri en ábur og það er mjög áberandi hversu fyrirtækin eru farin að sækjast eftir aukinni markaðsþekkingu. íslensk fyrirtæki senda fulltrúa sína utan á sýn- ingar í stórum stíl þar sem þeir kynna sér hvað er ab gerast í greininni og þefa uppi það nýjasta á markaðnum." Þorgeir nefnir sýninguna í Brussel sem dæmi um þetta en hún mun vera stærsta sjávarafurðasýning í Evrópu. Þangað segir hann um tvö til þrjú hundruð íslenska gesti hafa farið á síð- asta ári og áberandi sé hversu mikið menn séu farnir að sækja í þessa þekk- ingu í sambandi vib vinnsluna. Ekkert sé óeðlilegt við það í dag að fram- leiöslustjóri eða þeir sem starfi í vinnsl- unni sjálfri sæki sjávarafuröasýningar til þess að kynna sér hvað sé nú verið að gera, t.d. í því að blanda saman hvít- fiski og laxi í flakarúllum, fylltum með t.d. spínati. Hættulegt að seilast of langt „Við þurfum að vera vel vakandi fyrir samkeppni frá öðrum löndum. Við selj- um 65-75% af sjávarafurðum okkar í Evrópu og við þurfum að átta okkur á því að í samkeppnislöndum okkar er geysileg hefb fyrir matvælaframleiðslu, t.d. hjá Þjóðverjum, Bretum og Dön- um. Þessar þjóðir vinna á allt öðrum forsendum en vib og þarna erum við oft á tíðum að glíma við mjög stór sölusamtök og stórar verslunarkeðjur. Við þurfum að aðlaga vinnsluna því og það er alls ekki alltaf raunhæft ab ætla að selja vörur í nafni íslensks fyrirtækis á þetta stórum markaði. Ef við í ein- hverjum tilfellum getum framleitt t.d. undir nafni Max og Spencer þá eigum „Þurfum að átta okkur á pví að í samkeppnis- löndum okkar er geysileg hefð fyrir matvœlaframleiðslu" við vitaskuld ekki að hika við það. Við veröum að horfa raunhæft á markaö- inn og vinna samkvæmt því. Bjartsýni er nauðsynleg og sjálfstraust gott en það getur orðið okkur að falli ab ætla okkur of stóran bita," segir Þorgeir. Matvælafræðingar inni á gólfi í frystihúsunum í framtíbinni sýnist Þorgeiri sem sam- eining fyrirtækja muni leiða af sér mjög sterk fyrirtæki sem ráði yfir veiðum, vinnslu og öflugu markaðs- og sölu- kerfi. Hann segir að markabsþekking og markaðstengsl muni í auknum mæli koma inn í þessi fyrirtæki, hvort sem selt verði í gegnum sölusamtök eða ekki, og vinnslan sjálf verði mark- aðstengdari. „Við þurfum að auka hlutfall menntaðs starfsfólks í matvælafræðum inni í fyrirtækjunum sjálfum. Matvæla- fræöingar þurfa að koma inn á gólfið í frystihúsunum og þeir þurfa að sjá um vöruþróunina. Fyrirtækin ætla sér að styrkja sig á markaðssviðinu og fá markaðsþekkinguna inn í vinnsluna og það tel ég vera eitt af lykilatriöunum í samkeppni okkar þegar vib horfum fram á veginn," segir Þorgeir Pálsson, forstöðumaöur sjávarútvegssviðs hjá Útflutningsráði. HAGGLUNDS DRIVES Vökvamótorar Afl sem tekur lítið pláss. - Tengist beint á vindur eða iðnaðarvélar. - Snúningsátak allt að 150.000 Nm. Mótorar á lager. Hönnum vökvakerfi. Viðgerðar og varahlutaþjónusta. Spilverk - Sig. Sveinbjörnsson ehf. Skemmuvegi 8, Sími 544-5600 Fax: 544-5301 ÆGIR 25

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.