Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 11

Ægir - 01.03.1997, Blaðsíða 11
Noregi þar sem hann varð síðar fram- kvæmdastjóri. Barátta þess fyrirtækis hafbi um hríð verið erfið og að lokum varb það gjaldþrota en Ásgeir og fleiri starfsmenn endurreistu fyrirtækið og seldu það síðan inn í annað og er fisk- vinnslan rekin enn í Andenes. „Munurinn á íslenskri fiskvinnslu og norski er fyrst og fremst starfsumhverf- ið. Fiskurinn var til staðar í Noregi en þab sem manni yfirsást var einfaldlega ab stela. Maður kunni það ekki. Fisk- verðið var ákvebið einhliba af sjómönn- unum og þá fóru kaupendur út í ab borga fyrir minna magn en kom raun- verulega inn. Að mínu mati er skýringin á erfiö- leikum fiskvinnslunnar í Noregi á und- anförnum árum fyrst og fremst sú að þar er ekki markaðstenging milli hrá- efnisverðs og afurðaverbs. Eg held líka að það hái norskum sjávarútvegi hversu vibamikið styrkjakerfið er. Það hefur verið koddi sem þeir hafa haft og fyrir- tækin hafa oft notaö meiri orku í að ná styrkjum út úr hinu opinbera en til þess að einbeita sér að rekstrinum sjálfum. Ég veit af reynslunni að þab er mjög tímafrekt að ná styrkjunum og þeir nást ekki nema með mikilli vinnu og skrif- finnsku. Vel flestir leggja þetta samt á sig vegna þess að þeir telja aubveldara ab hafa áhrif á norsk stjórnvöld en á markaöina. Og fyrir vikið geta þeir frek- ar skarað eld ab sinni köku með góðum „lobbýisma" en vinnu að markaðsmál- unum. Mörg stærri fyrirtækjanna í norskum sjávarútvegi eru búin ab fá óhemju fé frá hinu opinbera og þó styrkirnir megi ekki nýtast í reksturinn þá eru þeir skýrðir ýmsum nöfnum til að ekki sjáist hvernig þeir eru nýttir." Sú spurning vaknar hvort Islendingar líti af þessum sökum á sjávarútveginn í Noregi sem óheilbrigðan í samanburði við þann íslenska. Ásgeir Logi segist ekki sjá að eitt geti talist heilbrigðara en annað í þessum efnum. „Ab okkar dómi er þetta eflaust óheilbrigt. Við teljum að af því að við höfum ekki aðgang að styrkjakerfi þá eigi enginn að hafa það vegna þess hve styrkirnir hafi rýrandi áhrif á sam- keppni. Þetta held ég að sé bara önnur Ásgeir Logi Ásgeirsson rœðir við einn afstarfsmönnum í vintislusal Brimness. Ásgeir segist taka sem mest þátt í vinnslunni sjálfur enda vanur því frá blautu bamsbeini að leggja hönd á plóg. Trillan Kristján ÚF var upphafið að fjölskyldufyrirtækinu Sæunni Axels hf. Sæunn Axels hf. er hreinræktað fjölskyldufyrirtæki. Upphafið má rekja til þess þegar hjónin Sæunn Axelsdóttir og Ásgeir Ásgeirsson keyptu trilluna Kristján ÓF árið 1980 en Sæunn réri næstu sumur með sonum sínum. Smám saman vatt starfsemin upp á sig og byrjað var að kaupa fisk og salta á veturna. Synirnir komu heim um helgar úr skóla á Akureyri og síðar Reykjavík til að rétta hjálparhönd en síðan lágu leiðir þeirra sitt í hvora áttina, Ásgeir Logi hélt til náms í Noregi, Axel Pétur í kvikmyndanám í Frakklandi, Frímann í nám í Reykjavík og Kristján Ragnar, er nú í Verslunarskóla Islands. Samhliða því sem fiskverkun Sæunnar Axels hf. byggðist upp í söltun og þurrkun á fiski varð til nýtt fyrirtæki við hliðina, Valeik hf., en það fyrirtæki keyptu Ásgeir Logi og félagi hans í Vestmannaeyjum, Helgi Már Reynisson, árið 1990 og í kjölfarið festu þeir kaup á línuveiðiskipi frá Noregi sem fékk nafnið Ásgeir Frímanns, eftir föðurafa Ásgeirs Loga. Skipið stundaði línuveiðar á tegundum utan kvóta og var síðan selt en Valeik hélt áfram starfsemi og sér í dag um útflutning og sölu á fiskafurðum Sæunnar Axels hf. og fleiri aðila og einnig innflutning á ýmsum vörum. Helgi Már er framkvæmdastjóri fyrirtækisins en Frimann Ásgeirsson starfar að sölumálunum. Á Spáni og í Frakklandi sér svo Axel Pétur Ásgeirsson um sölumálin ásamt fleirum þannig að segja má að fiskafurðir frá Sæunni Axels hf. fari um hendur fjölskyldumeðlima allt frá vinnslunni og beint til kaupendanna. Hjá Sæunni Axels hf. starfa nálægt 50 manns, þar af um 20 í Reykjavík. Þar er fiskurinn frumunninn og síðan fluttur norður til Ólafsfjarðar til lokavinnslu og útflutnings. Ásgeir Logi hefur stýrt vinnslunni í Reykjavík síðustu tvö árin en flyst nú ásamt fjölskyldu sinni norður til Ólafsfjarðar til að stýra fiskverkuninni Brimnesi ehf. ÆGIR 1 1

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.