Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 5

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 5
Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri: Ægir og íslenskur sjávarútvegur í 90 ár ) / jl / þessu ári fögnum við hjá » / I / Fiskifélagi íslands og Ægi 90. árgangi tímaritsins Ægis, stolti okkar og burðarbita í út- gáfu Fiskifélags íslands frá 1912. Af framsýni og dugnaði ýtti Matthías Þórðarson frá Móum útgáfunni úr vör árið 1905, en frá árinu 1912 hef- ur útgáfan verið hjá Fiskifélagi ís- lands. Síðan þá hefur útgáfan verið óslitin og árgangar blaðsins fylla nú níunda tuginn. í tilefni af afmælisár- gangi er blaðið að þessu sinni stærra í sniðum en venja er til og margt af efni blaðsins tengt þessum tímamót- um. Tímaritið Ægir hefur svo sann- arlega átt samleið með íslenskum sjávarútvegi á þessum 90 árum og saga sjávarútvegsins á þessum tíma er varðveitt á síðum blaðsins, skráð eins og hún gerðist á hverjum tíma. Á tímamótum er bæði fróðlegt, og ekki síður hollt, að líta um öxl og skoða farinn veg. Aldarinnar sem nú er senn að líða verður minnst sem tímabils mikilla sveiflna en um leið þeirrar aldar þegar sjávarútvegur, grunnatvinnuvegur þjóðarinnar, vél- og tæknivæddist og tók ekki bara nokkur skref heldur stærðarstökk fram á við og varð í raun það fjöregg sem rómuð velmegun landsmanna er byggð á. Hér í blaðinu er að þessu sinni rakið í stuttu máli helstu atriði sjáv- arútvegsins á íslandi á undangengn- um 90 árum og jafnframt er varpað kastljósi á þessum tímamótum á það starf sem óumdeilanlega hefur snert mjög þróunina á undanförnum árum, þ.e. rannsóknar- og vísinda- starf Hafrannsóknarstofnunar og Rannsóknarstofnunar fiskiðnaðar- ins. En að sönnu er ekki hægt að gera tæmandi yfirlit yfir sjávarútveg- inn í jafn stuttu máli því engin at- vinnugrein á íslandi er jafn fjöl- breytt og viðamikil. En um leið og þessi orð eru rituð verður ekki hjá komist að nefna Fiskifélag íslands, sem einn þann hvata til framfara er leiddi til þessar- ar þróunar. Fiskifélag íslands má muna sinn fífil fegurri og starfsemi félgsins í dag er ekki nema örlítið brot af því þegar mest var umleikis hjá félaginu, en félagið býr að góð- um grunni sem margir mætir menn hafa lagt og Fiskifélag íslands á enn í dag marga góða stuðningsmenn í sjávarútvegi. Fiskifélag íslands lifir ekki af fornri frægð og er félagið að finna sér grunn til aukinna starfa í sjávarútvegi eftir samdrátt á síðasta áratug og eru umhverfismál þar ofar- lega á lista ásamt upplýsinga- og fræðslumálum. Fiskifélag íslands mun á næstu árum beina kröftum sínum að þessum málaflokkum og vill í því sambandi efla útgáfustarf- semi sína og upplýsingamiðlun. Má nefna að í árslok verður hægt að nálgast upplýsingar um umhverfis- mál og almenn talnaleg gögn um ís- lenskan sjávarútveg á heimasíðu Fiskifélags fslands á alnetinu (http//fiskifelag.is). Þá eru fyrirhug- aðar breytingar á skipulagi félagsins þannig að það falli betur að þeirri sérhæfðu hagsmunavörslu ólíkra hópa í sjávarútvegi, sem tíðkast í dag. Það er mjög mikilvægt fyrir ís- lenskan sjávarútveg að eiga gamal- gróið félag eins og Fiskifélag fslands, félag sem hvergi á sinn líka í heim- inum, félag sem er vettvangur allra aðila innan sjávarútvegs og á að geta sameinað allar raddir sjávarútvegs og myndað sterka heild gagnvart umheiminum, stjórnvöldum og ekki síst hagsmunasamtökum í öðrum at- vinnugreinum. Því verður að lagfæra það hjól sem áður snérist vel og vann mikið gagn, þannig að það geti enn á ný orðið að liði og geti með virkri þáttöku hagsmunaaðila í sjáv- arútvegi, farið sem samnefnari í far- arbroddi samfylkingar í íslenskum sjávarútvegi inn í nýja öld. ÆG,IR 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.