Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 11

Ægir - 01.09.1997, Side 11
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Lúðvík Kristjánsson stýrðiÆgi í tœp 18 ár: „Sveiflur hafa alltaf verið viðloða sj ávarútveginn66 kki verður farið yfir sögu tíma- ritsins Ægis í 90 ár nema nefna þátt Lúðvíks Kristjánssonar, frceði- manns, rithöfundar og áhugantanns um sjávarútveg, en hann var þriðji ritstjóri Ægis og eimt af þeim sem lengi unnu að útgáfunni, eða í tœp 18 ár, þe. frá 1937 til 1954. Ekki einasta naut íslenskur sjávarút- vegur krafta Lúðvíks við ritsmíðar á meðan hann var ritstjóri Ægis heldur liggur og eftir hann hið mikla ritverk íslenskir sjávarhættir en á því byrjaði Lúðvík á meðan hann vann við blað- ið. Lúðvík býr nú á Hrafnistu í Hafnar- firði og segist hættur öllum ritsmíðum en hann fylgist grannt með öllum fréttum af sjávarútvegi, les allt sem í Morgunblaðinu birtist tengt greininni og að sjálfsögðu les hann Ægi upp til agna í hverjum mánuði. En hvað ( skyldi Lúðvík telja að staðið hafi upp- úr í sjávarútvegi á þeim tíma sem hann sat í ritstjórastól blaðsins. „Fyrst og fremst voru þetta bæði kreppu- og uppgangsár í sjávarútveg- inum. Ég byrjaði við blaðið á meðan kreppan stóð en síðan kom stríðið og afleiðingar þess voru uppgangur. Þetta tímabil einkenndist því af sveiflum, eins og alltaf hafa verið viðloða ís- lenskan sjávarútveg," segir Lúðvík og bætir við að þessi muni einkenni sjáv- arútvegs á íslandi verða um ókomna framtíð - stutt á milli niður- og upp- sveiflna. Ekki sé samt annað að sjá en þessi sveiflueinkenni komi íslending- um oft á óvart og út frá því megi segja að þjóðin læri ekki alltaf af reynsl- unni. Lúðvík segir að á kreppuárunum hafi allir átt erfitt og fáir staðið sterk- ari en aðrir. „Já, það voru fáir sem stóðu upp úr. Það var ekki fyrr en í kjölfar áhrifa frá stíðinu sem einhverj- ir fóru að hífa sig upp. Þetta gerðist ekki mjög hratt en samt sem áður voru sumir að rétta vel úr kútnum. Til Lúðvík Krístjánsson á heimili sínu að Hrafhistu í Hafnarftrði. Hann segist hcettur öllum skríftum en fylgist með Ægi og öðrum þeim fjölmiðlum sem bera fregnir úr sjávaríitvegi. Mynd: ]óh ÆGÍR 11

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.