Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 19

Ægir - 01.09.1997, Side 19
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEOI son, fiskimálastjóri og alla tíð síðan hefur sitjandi fiskimálastjóri verið jafn- framt ábyrgðarmaður Ægis og oftast einnig titlaður ritstjóri ásamt starfs- mönnum Fiskifélags íslands, þ.e. fram til ársins 1992 þegar Ægir „fór að heiman", þ.e. útgáfan færðist til aðila utan félagsins þó Fiskifélagið væri eftir sem áður eigandi og útgefandi blaðs- ins. Davíð Ólafsson gerði einnig þá breytingu árið 1955 að nú kom Ægir út hálfsmánaðarlega. Davíð gaf lesendum þá skýringu á breytingunni að ritinu væri ætlað að vera enn meiri vettvang- ur fyrir fréttaefni úr sjávarútveginum, bæði innanlands sem utan landstein- ana. Jafnframt fréttahlutverkinu haldi blaðið áfram að birta fræðandi greinar um málefni sjávarútvegsins, efni tæknilegs eðlis, aflaskýrslur, efni frá rannsóknardeild Fiskifélagsins og efni um haf- og fiskirannsóknir. Útgáfunni var haldið áfram með þessum hætti, þ.e. hálfsmánaðarlega, allt fram til vors árið 1978. Þá þótti þá- verandi ritstjórum, Má Elíssyni og Jónasi Blöndal, sem þær öru breytingar sem orðnar væru í fjölmiðlun hefðu fellt úr gildi þær forsendur sem lágu að baki útgáfu á hálfsmánaðarfresti. Tak- markaðir kraftar sem til staðar séu inn- an Fiskifélagsins til að vinna að útgáf- unni komi einnig niður á efnisvali þeg- ar svo ört sé gefið út. Þar með var aftur horfið til mánað- arlegrar útgáfu blaðsins. Ægir fluttist „að heiman“ Við af Davíð Ólafssyni við ritstjórn Ægis tók Már Elísson, fiskimálastjóri, og ritstýrði blaðinu frá 1967 til 1983 ásamt Jónasi Blöndal, skrifstofustjóra Fiskifélags íslands. Þá tók Þorsteinn Gíslason við starfi fiskimálastjóra og hann stýrði blaðinu til ársins 1993 ásamt ýmsum starfsmönnum Fiskifé- lags íslands. Frá 1993 hefur Bjarni Kr. Grímsson, fiskimálastjóri, verið rit- stjóri og ábyrgðarmaður Ægis en eins Kuldalegur Ægir í útliti Þessi skemmtilegi haus á tímaritinu Ægi kom í ársbyrjun 1937 og verður ekki beint sagt að hann sé hlýlegur en vissulega táknrænn fyrir óblíða veðráttu sem ekki hvað síst sjómenn þurfa að glíma við. Svona var forsíða Ægis allt þar tii árið 1955. HAGGLUNDS DRIVES Vökvamótorar Afl sem tekur lítið pláss. - Tengist beint á vindur eða iðnaðarvélar. - Snúningsátak allt að 150.000 Nm. Mótorar á lager. Hönnum vökvakerfi. Viðgerðar og varahlutaþjónusta. Spilverk - Sig. Sveinbjörnsson ehf. Skemmuvegi 8, Sími 544-5600 Fax: 544-5301 Mm 19

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.