Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 20

Ægir - 01.09.1997, Side 20
og áður segir var sú breyting gerð árið 1993 að semja um umsjón með útgáf- unni við aðila utan Fiskifélagsins. Út- gáfufyrirtækið Skerpla sá um útgáfuna frá 1993 til hausts 1996 en sem kunn- ugt er hefur Athygli ehf. síðan verið samstarfsaðili Fiskifélags íslands í út- gáfumálum og haft m.a. umsjón með útgáfu Ægis og Sjómannaalmanaksins. Hlutverk í fortíð og framtíð Síðustu áratugi má segja að veiga- mestu breytingarnar á Ægi tengist þeim hröðu breytingum sem orðið hafa á prenttækni og þar með vinnslu- tækni prentmiðla. Með auknum möguleikum til litprentunar jukust auglýsingar í blaðinu sem og litprent- un ljósmynda. Þeirri stefnu hefur samt alltaf verið haldið að blaðið sé vett- vangur fyrir fræðandi og faglega um- ræðu í sjávarútvegi jafnframt því að birta heildstæðar upplýsingar um sjáv- arafla og hagnýtingu hans. Sjávarútvegur verður fyrirsjáanlega áfram sá grunnur sem íslendingar byggja afkomu sína á. í heimi þar sem samkeppnin verður harðari þurfa þeir sem að greininni starfa að halda vöku sinni og fylgjast með. Þess vegna hefur Ægir haft miklu hlutverki að gegna í 90 ár og heldur áfram samfylgd með sjávarútveginum inn í framtíðina. RAFALAR • RAFALAR • RAFALAR snumFflBD | AC GENERATORS FROM | NEWAGE INTERNATIONALI FISKISLÓÐ 135 B, Pósthólf 1562 - 121 Reykjavik - Simi: 561 0020 - Fax: 561 0023 5 - 2370 KW fyrir skip og bá MDVÉLAR hf. °8 fleirum RAFALAR • RAFALAR • RAFALAR Bretum ekki alltaf vandaðar kveðjurnar Landhelgismál voru á árum áður fyrirferðamikil á síðum Ægis og and- aði oft köldu í garð Breta þegar hvað mest gekk á í samskiptum þjóðanna vegna veiða Breta við ísland. Árið 1952 greip íslenska ríkis- stjórnin til ráðstafana til að vemda fiskimiðin í kringum landið og þær ráðstafanir mættu andstöðu hjá Bretum, Belgum, Frökkum og Hol- lendingum sem tóku málið upp á Evrópuþinginu. í Bretlandi var einnig reynt að hindra löndun á fiski úr íslenskum skipum. Ríkisstjórnir landanna skiptust á greinargerðum vegna málsins og þar undirstrikuðu Islendingar, eins og jafnan, að mikil- vægi miðanna við landið sé ótvírætt fyrir afkomu þjóðarinnar og því nauðsyn að koma í veg fyrir ofveiði. Bretum vom ekki vandaðar kveðj- umar í grein í Ægi árið 1955 og lítið gefið fyrir afsakanir bresku ríkis- stjórnarinnar vegna löndunarbanns á íslenskum fiski í Bretlandi. Þar hafi breska ríkisstjórnin enn og aft- ur varið hagsmuni bresku togaraeig- endanna „Enn halda Bretar áfram að berja höfðinu við steininn þegar rætt er um ofveiðina á íslensku fiski- stofnunum. Enda þótt hverjum þeim, leikum og lærðum, sem fylgd- ist með þróun þessara mála undan- farna áratugi, og þó sérstaklega á tímabilinu frá því fyrir síðustu heimsstyrjöld og fram yfir 1950, yrði ljóst hvert þróunin stefndi að því er þetta snerti, þá er enn reynt að draga í efa, að nokkur hætta hafi verið á ofveiði að því er snerti hina þýðingarmeiri fiskistofna við Is- land,“ sagði í grein í Ægi um málið. 20 mm

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.