Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Síða 20

Ægir - 01.09.1997, Síða 20
og áður segir var sú breyting gerð árið 1993 að semja um umsjón með útgáf- unni við aðila utan Fiskifélagsins. Út- gáfufyrirtækið Skerpla sá um útgáfuna frá 1993 til hausts 1996 en sem kunn- ugt er hefur Athygli ehf. síðan verið samstarfsaðili Fiskifélags íslands í út- gáfumálum og haft m.a. umsjón með útgáfu Ægis og Sjómannaalmanaksins. Hlutverk í fortíð og framtíð Síðustu áratugi má segja að veiga- mestu breytingarnar á Ægi tengist þeim hröðu breytingum sem orðið hafa á prenttækni og þar með vinnslu- tækni prentmiðla. Með auknum möguleikum til litprentunar jukust auglýsingar í blaðinu sem og litprent- un ljósmynda. Þeirri stefnu hefur samt alltaf verið haldið að blaðið sé vett- vangur fyrir fræðandi og faglega um- ræðu í sjávarútvegi jafnframt því að birta heildstæðar upplýsingar um sjáv- arafla og hagnýtingu hans. Sjávarútvegur verður fyrirsjáanlega áfram sá grunnur sem íslendingar byggja afkomu sína á. í heimi þar sem samkeppnin verður harðari þurfa þeir sem að greininni starfa að halda vöku sinni og fylgjast með. Þess vegna hefur Ægir haft miklu hlutverki að gegna í 90 ár og heldur áfram samfylgd með sjávarútveginum inn í framtíðina. RAFALAR • RAFALAR • RAFALAR snumFflBD | AC GENERATORS FROM | NEWAGE INTERNATIONALI FISKISLÓÐ 135 B, Pósthólf 1562 - 121 Reykjavik - Simi: 561 0020 - Fax: 561 0023 5 - 2370 KW fyrir skip og bá MDVÉLAR hf. °8 fleirum RAFALAR • RAFALAR • RAFALAR Bretum ekki alltaf vandaðar kveðjurnar Landhelgismál voru á árum áður fyrirferðamikil á síðum Ægis og and- aði oft köldu í garð Breta þegar hvað mest gekk á í samskiptum þjóðanna vegna veiða Breta við ísland. Árið 1952 greip íslenska ríkis- stjórnin til ráðstafana til að vemda fiskimiðin í kringum landið og þær ráðstafanir mættu andstöðu hjá Bretum, Belgum, Frökkum og Hol- lendingum sem tóku málið upp á Evrópuþinginu. í Bretlandi var einnig reynt að hindra löndun á fiski úr íslenskum skipum. Ríkisstjórnir landanna skiptust á greinargerðum vegna málsins og þar undirstrikuðu Islendingar, eins og jafnan, að mikil- vægi miðanna við landið sé ótvírætt fyrir afkomu þjóðarinnar og því nauðsyn að koma í veg fyrir ofveiði. Bretum vom ekki vandaðar kveðj- umar í grein í Ægi árið 1955 og lítið gefið fyrir afsakanir bresku ríkis- stjórnarinnar vegna löndunarbanns á íslenskum fiski í Bretlandi. Þar hafi breska ríkisstjórnin enn og aft- ur varið hagsmuni bresku togaraeig- endanna „Enn halda Bretar áfram að berja höfðinu við steininn þegar rætt er um ofveiðina á íslensku fiski- stofnunum. Enda þótt hverjum þeim, leikum og lærðum, sem fylgd- ist með þróun þessara mála undan- farna áratugi, og þó sérstaklega á tímabilinu frá því fyrir síðustu heimsstyrjöld og fram yfir 1950, yrði ljóst hvert þróunin stefndi að því er þetta snerti, þá er enn reynt að draga í efa, að nokkur hætta hafi verið á ofveiði að því er snerti hina þýðingarmeiri fiskistofna við Is- land,“ sagði í grein í Ægi um málið. 20 mm
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.