Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 23

Ægir - 01.09.1997, Side 23
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI og saga þess er mjög glæst, í raun er þetta saga sjávarútvegs á íslandi á þess- ari öld. Á þeim grunni hefur Fiskifélag- ið byggst upp í tæki sem greinin hefur tækifæri til að nota sér til hagsbóta í framtíðinni," segir Bjarni. Á gmnni áðurnefndrar upplýsinga- söfnunar félagsins er byggt viðamikið útgáfustarf. Félagið hefur alla tíð verið útgefandi Ægis og lengi framan af birt- ust í blaðinu tölulegar upplýsingar sem nokkur undanfarin ár hafa birst sem Fiskifélag íslands fylgirit með Ægi, þ.e. Útvegstölum. Sama gildir um fylgibók Ægis, Kvóta- bókina. Þá hefur félagið jafnan vandað mjög til útgáfu Sjómannaalmanaks og árlega safnar félagið saman upplýsing- um um veiðar og hagnýtingu fiskafla ársins á undan. Fiskimálastjóri segir að í framtíðinni haldi félagið áfram upp- lýsingastarfi fyrir sjávarútveginn. „Ég sé fyrir mér tvíþætt starf félags- ins í framtíðinni hvað þetta varðar. Hvort sem félagið heldur áfram að safna saman upplýsingum um greinina þá er ljóst að alltaf þarf veruleg úr- vinnsla að eiga sér stað, upplýsingun- um þarf að koma á framfæri og þeir sem eftir upplýsingum leita þurfa að geta gengið að leiðbeiningum vísum hjá félaginu. Hitt hlutverkið er hags- munahlutverkið, sá vettvangur þar sem raddir ólíkra aðila eru tengdar saman í eitt og þar verði lagðar stærri línur til framtíðar, ásamt því að móta sjávarútvegsstefnu þá sem uppi er hverju sinni." -Má ekki segja að Fiskifélagið sé í raun sú samhljóma rödd sem oft er tal- að um að sjávarútvegurinn verði að eiga? „Jú, ég vil segja að hjólið sé til staðar en kannski er það stirrt og þarf svolítið viðhald til að renna betur." Bjarni leggur áherslu á að í útgáfu- málunum, sem og öllu öðru starfi Fiskifélags íslands þá sé starfið án allra ríkisstyrkja og hafi svo verið um árabil. „Félagið fékk til ársins 1992 framlög á fjárlögum til almenns rekstrar en af gefnu tilefni þá hefur það alla tíð verið þannig að Sjómannaalmanak félagsins hefur staðið undir sér og aflað tii við- bótar tekna til félagsstarfs Fiskifélags- ins. Félagið nýtur því í dag engra opin- berra styrkja og snertir ríkisvaldið ekki á annan hátt en sem verktaki í verk- efnum sem það hefur samið um að taka að sér," segir Bjarni. í dag starfa um 15 manns hjá Fiski- félagi íslands að jafnaði og hafa starfs- menn ekki um langt árabil verið svo fáir. U VARTA OC isnmæzam W2MZZLZZI3ZZ3Í STARTGEYMAR STÖÐUGEYMAR < Q. cn w donaldson ■ WFR/XM SMURSIUR ELDSNEYTISSÍUR GLUSSASÍUR SIMI 562 2262 FAX 562 2203 ÁGIR 23

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.