Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Síða 25

Ægir - 01.09.1997, Síða 25
Jón Þ. Þór, sagnfrœðingur: r Islenskur sjávarútvegur í 90 ár / /'þaim mnnd er Ægir, mánaðarrit um fiskveiðar og farmennsku, hóf göngu sína, um heyannimar árið 1905, stóð íslenskur sjávarútvegur á tímamótum. Öldum saman höfðu ís- lenskir sjómenn róið til fiskjar á ára- bátum, barið blóðuga baráttuna við árina, og þótt afli á þessi litlu skip hafi oft verið ótríilega mikill, höfðu kjör sjómanna lítið breyst í aldanna rás og fcestir þeirra liöfðu hlotið santi- gjama umbun erfiðis síns. Líku máli gegndi um þá, sem sóttu sjó á þilskip- um á 19. öldinni. Aðbúnaður á þeim var að sönnu betri en á bátunum og skútumenn sluppu við róðurinn, en kjör þeirra voru að öðni leyti lítið betri og aðeins örfáir yfirmenn og eig- endur uppskáru í samrœmi við erfið- ið. Árið 1905 hillti undir breytingar, þótt fáa muni þá hafa rennt í grun, að þær yrðu svo skjótar og stór- felldar sem raun bar vitni. Véla- öld hófst í íslenskum sjávarút- vegi er vél var sett í sexæringinn Stanley vestur á ísafirði á jóla- föstunni 1902, og á vetrar- og vorvertíð árið eftir sannaði þessi tækninýjung svo gildi sitt, að formenn og aðrir bátaeigendur tóku að keppast um að fá vélar í báta sína. Næstu árin fjölgaði vélknún- um förum hratt í flestum helstu ver- stöðvum landsins. Árið 1905 var annað tímamótaár í íslenskri sjávarútvegssögu. Það ár kom til landsins fyrsti togarinn, sem var að fullu í eigu íslendinga. Þar með hófst togaraöldin og á næstu árum fjölgaði togurum ört. Má segja, að á fyrstu fimmtán árum aldarinnar hafi íslensk- ur sjávarútvegur fengið það svipmót, sem einkenndi hann allt fram yfir lok síðari heimsstyrjaldar. í upphafi 20. aldarinnar voru ís- lendingar fullir bjartsýni og flestir málsmetandi menn virðast þá hafa átt- að sig á því, að efnahagslegt gengi þjóðarinnar byggðist á því, hvernig til tækist í uppbyggingu sjávarútvegsins. í 1. og 2. árgang Ægis ritaði ritstjórinn, Matthías Þórðarson frá Móum, greina- flokk, sem hann nefndi „Fiskiveiðar ís- lendinga og framtíðarhorfurnar." I síðustu greininni, sem birtist í 2. tbl. 2. árgangs, sagði svo: „Að fá sér gufiskip til botnvörpuveiða, virðist vera aðaltakmarkið til eftirkepni, því að fiska á þann hátt virðist vera fram- tíðarskilyrði, en að efna sér siíkra áhalda er fjöldanum ofvaxið og ekki nema fyrir hlutafjelög eða fleiri eða færri stórefnaða menn, þessvegna getur slíkt ekki komið til máia nema í örsmáum stíl, en aðal at- vinnureksturinn verður að vera á annan- hátt, eða með lóðum. Það efar enginn, að hér við ísland verð- ur botnvörpuveiðin afia drýgst, en þar nœst verður líka að teljast fiskiveiði með lóðum. Sem dœmi þess má nefna, að þrátt fyrir hina afarmiklu viðkomu afút- lendum botnvörpuskipum við ísiand, er þó mikill fjöidi lóðagufuskipa, sem eingöngu fiska með lóðum eða ýmist með botn- vörpu eða lóðum. Þar að auki em íslend- ingar frá ómunatíð vanir þeirri veiðiað- ferð, svo þeir eru ekki ókunnugir á því sviði. Og að öðni leyti þarf ekki afardýr gufuskip til þess, eins og botnvörpuveiðin útheimtir, heldur þilskip eða þiljubáta með mótonim. Að reka ftskiveiðar með botnvörpum eða þilskipum með mótorum, útheimtir fœrra fóik, að sama skapi sem aflinn verður meiri með þessum veiðiaðferðum, en þeim, sem nú tíðkast. Að gera fiskinn og fiskafurðir að meira verðmæti en þœr nú em yfir- leitt, virðist líka mjög svo þýðingar- mikið. Að koma á stofh niðursuðu- og reykingarhústim, áburðarverk- smiðjum og fleiru þess háttar, verð- ttr að teljast eitt af framtíðarskil- yrðunum, sem og líka verður léttara og framkvæmanlegra, þegar skipin hafa hreyfivélar og geta með hægu móti fiutt afla sinn í land eftir svo stuttan tíma, sent þeim þykir hagkvæmast." J upphafi 20. aldarinnar voru íslendingar fullir bjartsýni..." ÆGIR 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.