Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 26

Ægir - 01.09.1997, Page 26
REYTINGUR Helmingi minna af loðnu frá Nýfundna- landi á markaðinn í Japan Heildarloðnukvóti Nýfundlend- inga á þessu sumri var um 33.000 tonn en aðeins náðist að veiða um þriðjung kvótans. Þá var loðnan sem veiddist einnig minni en gert hafði verið ráð fyrir. Alls voru fryst rétt ríf- lega 11.000 tonn á vertíðinni og þar af voru um 3.800 tonn af hæng sem einkum er frystur fyrir markaði í Austur-Evrópu. Um 7.200 tonn af hrognafylltri loðnu voru fryst fyrir markaðina í Asíu. Af þessari loðnu voru um 1.260 tonn í stærðarflokkn- um 41-45 stykki í kíló, 2.450 tonn í 46-50 og 3.370 tonn í flokknum 50+. Veiðin vestur af Nýfundnalandi gekk ágætlega og loðnan sem þar veiddist var í stærra lagi en hins vegar gekk veiðin undan austurströndinni ekki eins vel og töluvert var af rnjög smárri loðnu. Talið er að loðnuútflutn- ingur Nýfundlendinga til Japan verði ekki nema tæplega 6.000 tonn í ár en það er um helmingi minna en í fyrra. Gert er ráð fyrir að þeir flytji um 1.500-2.000 tonn til Tævan en þar virðist vera vaxandi markaður fyrir frysta loðnu. Gera má ráð fyrir að samdrátlurinn í útflutningi Ný- fundnalands á markaðinn í Japan muni leiða til aukinnar spurnar eftir íslenskri loðnu á komandi vertíð og að japanskir kaupendur muni ekki setja fram eins strangar kröfur um stærð loðnunnar. Þannig fórust Matthíasi Þórðarsyni frá Móum orð sumarið 1906. Skoðanir hans á framtíð íslensks sjávarútvegs byggðust á þekkingu og margar þeirra hugmynda, sem hann setti fram í greinaflokknum, urðu að veruleika á næstu árum, sumar jafnvel fyrr en Matthías sjálfan óraði fyrir. Á fyrsta áratugnum eftir að vélin var sett í Stanley, urðu rniklar breytingar á fiskiskipaflota íslendinga. Árið 1901 gengu til veiða hér við land 130 þil- skip og 2.141 árabátur. Ellefu árum síð- ar, 1912, hafði árabátunum fækkað um tæpan helming, voru 1.238, og þilskip- um hafði fækkað í 121. Þá voru hins vegar gerðir út 406 vélbátar, minni en 12 brl. og 8 stærri en 12 brl. Togarar voru orðnir 20 talsins og að auki voru gerð út til fiskveiða hér á landi fjögur gufuskip, sem flest stunduðu línuveið- ar. Á næstu árum fjölgaði vélbátum og togurum að mun, jafnframt því sem vélbátarnir stækkuðu. Árið 1920 voru skráðir hér landi 28 togarar og þá voru vélbátar minni en 12 brl. orðnir 355 en stærri bátar 120. Árabátum hafði þá fækkað í 1.002 og þilskipum í 39. Þessar miklu breytingar á skipastóln- um höfðu margvísleg áhrif á útgerðar- hætti og byggð við sjávarsíðuna og leið ekki á löngu, uns verstöðvasamfélagið, sem verið hafði við lýði í íslenskum sjávarbyggðum frá því á miðöldum, tók að riðlast. Eitt helsta einkenni gamla ver- stöðvasamfélagsins var það, að þá var róið nánast úr hverri vík, frá hverjum bæ við sjávarsíðuna, og víða, ekki síst á Suður- og Vesturlandi og á Vestfjörð- um, voru stórar verstöðvar staðsettar á annesjum og í eyjum, þar sem lending- ar voru bærilegar og tiltölulega skammt að róa á fengsæl mið. Góð dæmi um slíkar verstöðvar voru Sela- tangar í Grindavík, Dritvík á Snæfells- nesi, Verdalir í Arnarfirði, Fjallaskagi í Dýrafirði og Bolungarvík við Djúp. Þá var öldum saman mikið útræði frá eyj- um á Breiðafirði og má nefna sem dæmi Bjarneyjar, Höskuldsey og Odd- bjarnarsker. Sjósókn var jafnan mest úr verstöðv- unum á vetrarvertíð, sem stóð frá febr- úarbyrjun og fram í maí. Það breyttist ekki með tilkomu vélbátanna, enda fiskigengd jafnan mest á þessum árs- tíma. Á hinn bóginn tók fljótlega að bera á því að sóknin minnkaði frá þeim verstöðvum, sem afskekktastar voru, og frá sumum þeirra lögðust róðrar með öllu af fljótlega eftir að vél- íslendingar hafa mikinn áhuga fyrir atvinnusögunni við sjávarsíðuna. Hér hlýða gestir í verstöðinni Ósvör við Bolungarvík á frásögn safnvarðarins, sem að sjálfsögðu er hér uppáklœddur í sjómannsföt eins og áður tíðkuðust. Mynd: [óh 26 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.