Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 27

Ægir - 01.09.1997, Side 27
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Skemmtileg mynd frá Vestmannaeyjum fyrr á öldinni. Hér má sjá bœði fluhiing með bíl, hjólbörum og hestvagni en mannlífið er iðandi VÍð tlöfnina. Mynd: [ón&Vigfus/Minjasafnið á Akureyrí bátar komu til sögu. Stafaði það ekki síst af því, að á vélbátunum voru menn ekki jafn háðir því að eiga skammt á mið og á árabátum, auk þess sem vélbátar voru þyngri og því erfið- ari í setningi. Þeir, sem áttu þess kost, tóku að róa heiman að eftir að þeir fengu vélbáta, þótt þeir hefðu áður far- ið á vertíð í fjarlægum verstöðvum, og aðrir gerðu báta sína út þar sem að- stæður voru hægar, þótt Iengra væri á mið en frá gömlu verstöðvunum. Fyrstu áhrif vélbátaútgerðarinnar á út- gerðarhætti voru því þau, að útgerðar- stöðum fækkaði og margar gamlar og sögufrægar verstöðvar lögðust af. Þegar vélbátarnir stækkuðu og dekk- bátar leystu opnu bátana af hólmi, herti enn á þessari þróun. Dekkbátarn- ir voru dýrir og því ekki á færi nema tiltölulega fjársterkra aðila að kaupa þá. Þeir þurftu hafnir, voru of stórir til að hægt væri að setja þá á kamb að lokinni hverri veiðiför, og því varð til- koma þeirra til þess að útgerðin safn- aðist á enn færri staði en áður. Við þetta bættist að er bátarnir stækkuðu, fjölgaði úthaldsdögunum og þá jókst aflinn, vinna sjómannanna varð stöðugri en áður og um leið óx þörfin fyrir landverkafólk til að vinna aflann. Jafnframt óx þörfin fyrir ýmiss konar þjónustu, sem ekki varð veitt á af- skekktum stöðum. Afleiðingin varð sú, að róðrum var hætt úr fjölmörgum litl- um verstöðvum, en útgerðin færðist til verslunarstaða og sums staðar risu upp sjávarþorp, þar sem vélbátaútgerð og þjónusta við hana voru helstu at- vinnugreinarnar og sjómenn og fisk- verkafólk yfirgnæfandi meirihluti íbú- anna. Þróun mála við ísafjarðardjúp var skýrt dæmi um það sem gerðist á mörgum útgerðarsvæðum, ekki síst vestanlands. Á árabátaöld var Bolung- arvík helsta verstöðin við Djúp og það- an reru á vetrarvertíð sjómenn hvaðanæva úr Djúpinu, auk þeirra, sem voru lengra að komnir. Þegar vél- bátaöldin hófst, tóku margir bændur og formenn í Djúpinu að róa úr heimavörum og jafnframt jukust mjög vetrarróðrar frá ísafirði og úr Hnífsdal. Á síðarnefnda staðnum reis myndar- legt þorp á fyrstu árum aldarinnar og íbúum fjölgaði hratt fram um 1910. Þegar dekkbátarnir, „stóru bátarnir", eins og þeir voru tíðast nefndir vestra, komu til sögunnar á 2. áratug aldar- innar, fór útgerð úr heimavörum og frá minni verstöðvum í Djúpinu að drag- ast saman og brátt var svo komið, að vélbátaútgerðin var bundin við fjóra staði: Álftafjörð (Súðavík, Langeyri), ísafjörð, Hnífsdal og Bolungarvík. í Hnífsdal voru hafnaraðstæður hins vegar slæmar og á 3. áratugnum flutt- ist útgerð Hnífsdælinga að verulegu leyti til ísafjarðar, og þá fór fólki fækk- andi í Hnífsdal. í Súðavík og Bolungar- vík risu hins vegar dæmigerð sjávar- ffl 27

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.