Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 33

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 33
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI við ísland. Þá varð enn að hefjast handa um nýja uppbyggingu. Skuttogarar og fiskveiðistjórnun Undir lok 7. áratugarins stóð íslenskur sjávarútvegur enn á ný á tímamótum. Síldin, sem verið hafði burðarás út- vegsins - og reyndar þjóðarbúskaparins - undanfarinn áratug, var horfin vegna ofveiði og sýnt, að síldveiðar yrðu ekki hafnar að nýju í nánustu framtíð. Tog- araútgerðin var í rúst og þótt mörg síldarskipanna, sem smíðuð höfðu ver- ið á 7. áratugnum, gætu snúið sér að loðnuveiðum og önnur stundað línu- og netaveiðar á vetrarvertíð, var öllum ljóst, að ef sjávarútvegurinn ætti að standa undir áframhaldandi uppbygg- ingu samfélagsins á sama hátt og hann hafði gert, yrði að hefja nýja sókn. Það voru flestir sammála um að gera með því að endurnýja togaraflotann, og nú með nýtísku skuttogurum. í það verk- efni var gengið af engu minni krafti en í nýsköpunina á sínum tíma og á 8. áratugnum var samið um kaup og smíði á tugum nýrra skuttogara, sem gerðir voru út frá höfnum víðsvegar um land. Á 9. áratugnum komu svo frystitogarar til sögunnar og jókst þá veiði- og sóknargeta flotans enn frá því sem áður var. Þegar ráðist var í endurnýjun tog- araflotans undir lok 7. áratugarins og í byrjun þess 8., var öllum vitaskuld ljóst, að tryggja yrði hinum nýja flota aðgang að eins ríkulegri auðlind og mögulegt væri. Stórir flotar erlendra veiðiskipa höfðu um langan aldur stundað umfangsmiklar veiðar hér við land og þótt fiskveiðilögsagan hefði tvívegis verið færð út frá stríðslokum, seinast í tólf sjómílur árið 1958, dugði það ekki til að tryggja íslenskum stjórnvöldum óskoruð yfirráð yfir öll- um mikilvægustu hrygningar- og upp- eldisstöðvum fisks við landið, og enn síður yfir öllum miðum. í því skyni var fiskveiðilögsagan færð út í fimmtíu sjómílur árið 1972 og síðan í tvö hundruð sjómílur árið 1975. Af þeim ráðstöfunum hlutust harðar deilur við Breta og Vestur-Þjóðverja, en íslend- ingar höfðu betur að lokum. Á mið- nætti 30. nóvember 1976 hættu sið- ustu bresku togararnir veiðum hér við iand og Þjóðverjar hurfu af miðunum árið eftir. Þar með var tryggt að íslenski flot- inn gæti setið einn að auðlindinni, en brátt kom í ljós, að það dugði ekki til. Afli jókst að vísu verulega á 8. áratugn- um og í upphafi þess 9., en ungfiskur var sífellt stærra hlutfall heiidaraflans og þegar kom fram um miðjan 9. ára- tuginn var Ijóst, að gengið hafði verið of nærri helstu fiskistofnunum við landið. Þá var kvótakerfið svonefnda tekið upp, en aðrar aðferðir, sem reyndar höfðu verið til að stýra fisk- veiðum landsmanna, höfðu ekki skilað nægum árangri. Um kvótakerfið verð- ur ekki rætt sérstaklega hér, en flestir munu geta verið sammála um að það hafi skilað árangri. Lokaorð Þegar litið er yfir sögu íslensks sjávar- útvegs á 20. öld, kemur margt athyglis- vert og forvitnilegt í ljós, en það sem fyrst vekur athygli er, hve miklar sveiflur hafa gengið yfir atvinnugrein- ina. Vélvæðingin, sem hófst á önd- verðri öldinni, gjörbreytti útveginum á skömmum tíma, og þegar kom fram undir fyrri heimsstyrjöld má segja, að hér hafi verið stunduð stórútgerð með svipuðum hætti og í nágrannalöndun- um. Á þessum tíma stóðu íslendingar reyndar ýmsum nágrannaþjóðum sín- um framar í útvegsmálum og má t.d. nefna, að í Noregi komst togaraútgerð mun síðar á legg en hérlendis. Hin hraða uppbygging og velgengni sjávarútvegsins á fyrstu áratugum ald- arinnar hafði mikil áhrif á allt atvinnu- líf landsmanna og þróun byggðar í landinu. En ský dró skjótt fyrir sólu og erfiðleikarnir á 3. og 4. áratugnum höfðu mikil og djúpstæð áhrif í sjávar- byggðum. Atvinnuleysi kreppuáranna skildi eftir djúp sár í þjóðarvitundinni og réð miklu um ákvarðanir og atferli ráðamanna eftir síðari heimsstyrjöld. Uppbygging sjávarútvegsins á nýsköp- unarárunum miðaði ekki síst að því að treysta atvinnulíf og byggð um allt land og sama máli gegndi um hið mjög svo umdeilanlega kerfi, sem tekið var upp á 6. áratugnum, þar sem báta- útgerðinni var hyglað, en togaraút- gerðin látin grotna niður. Uppbygging skuttogaraflotans á 8. og 9. áratugnum miðaði í raun að sama marki, að treysta byggð og atvinnulíf sem víðast um landið. í fræðilegri umræðu er fiskveiði- þjóðum við norðanvert Atlantshaf stundum skipt í tvo hópa: fiskiauðugar og fiskisnauðar þjóðir. Fiskiauðgar þjóð- ir búa við auðug fiskimið, fiskveiðar og fiskvinnsla gegna miklu hlutverki í efnahagslífi þeirra, sjávarafurðir eru þeim mikilvæg útflutningsvara og fisk- veiðifloti þeirra þarf ekki að sækja út fyrir heimamið til veiða. Fiskisnauðar þjóðir eru þær fisk- veiðiþjóðir hins vegar nefndar, sem ekki hafa nægan fisk á heimamiðum, en þurfa að sækja á fjarlæg mið og jafnframt að flytja inn fisk til að full- nægja þörfinni á heimamarkaði. Bretar voru allt frá því á miðöldum dæmigerðir fyrir fiskisnauðar þjóðir, en íslendingar voru öldum saman fiskiauðug þjóð. Svo var enn er vél- væðing hófst í íslenskum sjávarútvegi, og reyndar allt fram á 9. áratug þessar- ar aldar. Þá fóru afleiðingar ofveiði og stjórnleysis í fiskveiðum að koma í ljós og til þess að geta nýtt afkastagetu veiðiflotans og fiskvinnslufyrirtækja sem best og flutt út meiri fisk en fáan- legur var á heimamiðum, urðu íslend- ingar að hefja veiðar á fjarlægum mið- um í stórum stíl og jafnvel að flytja inn fisk af erlendum veiðiskipum til vinnslu. Voru íslendingar á leiðinni i hóp fiskisnauðra þjóða, aðeins níu áratugum eftir að véivæðing hófst í íslenskum sjávarútvegi? mm 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.