Ægir - 01.09.1997, Side 41
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI
við skólann hefur fækkað er eflaust að
leita í þvi að hafin er kennsla í sjávar-
útvegsfræðum við Háskóla íslands og
Háskólann á Akureyri, sem ekki er
nema gott eitt um að segja. Persónu-
lega finnst mér fáránlegt að Norð-
menn kenni okkur íslendingum sjáv-
arútvegsfræði því það eigum við að
geta gert sjálf, en á hinn bóginn er
mjög gott að einhverjir fari út til náms
og komi þá heim með aðra reynsiu.
Greinin nýtur þess að einhverjir sæki
út fyrir landsteinana eftir öðrum hug-
myndum og öðrum sjóndeildarhring."
-Hafa Norðmenn eitthvað að kenna
okkur í sjávarútvegsfræðum?
„Ég held að á því sé enginn vafi að
við íslendingar erum fullfærir um að
byggja þetta nám upp á íslandi og hið
allra besta mál að það sé gert. En þetta
er góður skóli hér í Tromsö og auðvit-
að kominn yfir barnasjúkdóma sem
hrjá allar svona stofnanir til að byrja
með. Og þessi skóli hefur mjög góða
aðstöðu og hér er starfsfólk sem verið
hefur lengi við skólann og býr yfir
mikilli reynsiu og þekkingu," segir
Magnús.
Mætti vera atvinnulífstengdari
Tengsl skólans í Tromsö við greinina
sjálfa í Noregi segir Magnús að mættu
að ósekju vera meiri. „Tromsö var á
árum áður sjávarútvegsbær en hefur á
síðari árum breyst yfir í að vera alls-
herjar þjónustumiðstöð og háskóla-
bær. Hér er því hlutfallslega lítill sjáv-
arútvegur en hann er meira stundaður
úti í strandbyggðunum hér í kring.
Skólinn hefur því ekki mikil tengsl út í
greinina og lítið um að nemendur fari
í faglegt nám úti í sjávarútvegsfyrir-
tækjunum. Það finnst mér vanta inn í
námið," segir Magnús.
Norska skiljan þróuð í Tromsö
Eins og áður segir snýr hluti af starfi
Magnúsar við sjávarútvegsháskólann
að rannsóknum á veiðarfærum. Þessar
rannsóknir snúast um rækjuveiðar í
troll í Barentshafi og við Svalbarða og
einnig hefur Magnús komið að rann-
sóknum í tengslum við þróun smá-
fiska- og smárækjuskilja. „Þessi norska
smáfiskaskilja sem margir þekkja er að
mestu leyti hönnuð og prófuð af okk-
ur hér í Tromsö og seiðaskiljan sem
notuð er við rækjuveiðarnar er einnig
að verulegu Ieyti þróuð hér. í raun má
segja að þróun á skiljunum sé ávöxtur
góðs samstarfs fiskifræðinga, veiðar-
færasérfræðinga og sjómanna sjálfra.
Seiðaskiljan sem nú er notuð við allar
rækjuveiðar í Norður-Atlantshafi var
upphaflega búin til af sjómönnum í
grennd við Álasund hér í Noregi en
þeir notuðu hana til að skilja
marglyttu frá rækjunni. Síðan fréttu
fiskifræðingar af þessu og eftir nokkrar
vangaveltur sáu menn að kannski væri
komin lausn á vandamáli sem lengi
hafði verið glímt við, þ.e. að skilja
smáfiskinn frá rækjuaflanum. Ég held
að skiljurnar séu komnar til að vera til
framtíðar og má segja að þær séu með
því jákvæðara sem hafi gerst í togveið-
arfæraþróun á síðari árum," segir
Magnús en auk veiðarfærarannsókn-
anna sér hann í vetur um kennslu í
veiðarfæratækni við skólann og sinnir
jafnframt kennslu í fiskifræði.
Heitt í „Smugukolunum"
í Norður-Noregi hefur hvað heitust
umræða verið vegna Smuguveiða ís-
lendinga á undanförnum árum og
Magnús Þór kannast vel við hana.
Hann þekkir vel til í Barentshafi og við
Svalbarða eftir að hafa tekið þátt í
fjölda rannsóknaleiðangra á þessum
svæðum á undanförnum árum. Magn-
ús segist skilja Norðmenn á margan
hátt vel í Smugumálinu þó ekki sé
hann sammála þeim. „Við íslendingar
hefðum ekki setið aðgerðalausir og
horft upp á erlendar þjóðir moka upp
þorskinum okkar rétt utan við 200
mílna mörkin. íslendingar í Norður
Noregi hafa þó aldrei orðið fyrir að-
kasti vegna þessara mála þó vissulega
sé oft heitt í kolum í samskiptum
þjóðanna. Þeir Norðmenn sem eru
mest uppteknir af umræðunni um
Smuguveiðarnar er fólkið hér í Norð-
ur-Noregi og þá sérstaklega strand-
veiðisjómennirnir. Togaraaðallinn hér
í landi kemur aðallega frá svæðinu í
kringum Álasund og ég hef tekið eftir
að þeir hafa nær alveg látið þessa um-
ræðu framhjá sér fara. Trillukarlarnir
og útgerðarmenn minni báta hér
norður frá sjá margir í íslenska Smugu-
flotanum holdgerving stórkapítalism-
ans sem engu eiri og fari eins og logi
yfir akur. Margir þeirra telja rányrkj-
una vera í fyrirrúmi hjá þessum hópi.
Það verður að segjast eins og er að ís-
Norskur síldarbátur kemur að landi í Tromsö með góðan afla. Síldarbátar eru trygg eign í
Noregi um þessar mundir enda síldaraflinn mjöggóður.
ÆGiIR 41