Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 42

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 42
lendingar hafa ekki alltaf hagað sér vel í Smugunni hvað varðar framkvæmd veiðanna en vissulega hafa Norðmenn líka eflaust gert mikið úr sögusögnum um frákast á fiski af íslensku skipun- um. Deilan um Smuguna snýst ekki bara um þorsk, heldur um ítök á Norð- urhöfum. Hún hefur fyrst og fremst verið mikið áróðursstríð og í fjölmiðl- um grípa Norðmenn hvert tækifæri til að skamma íslendinga. Mér finnst líka gaman að fylgjast með rökunum sem notuð eru í málinu, bæði hér í Noregi og heima. Menn eiga heima á íslandi ekki til orð af undrun og hneykslan yfir því þegar togur- um frá íslandi er meinað að koma til hafnar í Noregi þó þeir hafi verið að veiða í Smugunni. Á sama tíma hika íslendingar ekki við að banna skipum sem stunda veiðar á alþjóða haf- svæðum sem þeim eru ekki þóknanlegar aðgang að höfnum. Tví- skinnungurinn er þess vegna mikill þannig að ég met Smugudeiluna sem mikið áróðursstríð og fjölmiðlar hafa líka á stundum kynt mjög undir. Fjöl- miðlar hér í Norður-Noregi hafa snúist gegn íslendingum, ekki síst Fiskeribla- det, sem er eitt stærsta sjávarútvegs- blað hér í Noregi. Þeir eru oft ansi hvassyrtir þar á bæ enda er stærsti les- endahópurinn fólk sem mest er á móti Smuguveiðum íslendinga." Norðmennirnir eru slyngir að ná ítökum „En það má segja Norðmönnum, kannski bæði til hróss og lasts að þeir hafa náð gríðarlegum ítökum á Norð- ur-Atlantshafi og hafa að mörgu leyti beitt klókindum um langan aldur til að ná sem allra mestum ítökum. Þeir hafa fyrst og fremst hugsað um að koma ár sinni sem best fyrir borð og þeim hefur tekist vel upp þar sem þeir hafa ekki mætt neinni andstöðu sem heitið getur. Við íslendingar sváfum á verðinum í áratugi. Það var hárrétt af okkur að hefja veiðar í Barentshafi árið 1993, einmitt til þess að ögra of- ríki og hroka norskra stjórnvalda í Norðurhöfum, sem ég tel óþolandi. Því miður finnst mér íslensk stjórn- völd ekki hafa spilað nándar nærri vel úr þeim spilum sem þeim voru færð þá. í stað þess að hika í fleiri mánuði hefði átt að sýna flaggið og senda strax varðskip og rannsóknaskip með flotanum, og undirstrika þar með að við stunduðum með fullum rétti ábyrgar veiðar og héldum aga á flotan- um. Stjórnmálamenn okkar eiga að krefjast fullum hálsi réttar okkar til veiða á Svalbarðasvæðinu. Veiðum á þessu svæði á að stjórna af fjölþjóða samtökum á borð við NEAFC, ekki af Norðmönnum. Fyrst við viðurkennum ekki hið svokallaða fiskverndarsvæði Norðmanna, er ekki eftir neinu að bíða. Vilji Norðmenn ekki viðurkenna ótvíræðan rétt okkar til veiða þar, er ekki um annað að ræða en skjóta mál- inu til alþjóða dómstóls og fá úrskurð þar. Mér finnst óhæft að þeir geti söls- að þetta svæði undir sig nánast mót- mælalaust, eins og þeir virðast ætla að gera. Norðmenn eru mjög slyngir og hugsa yfirleitt mjög langt fram í tím- ann. Þeir eru skipulagðir og gera ekk- ert vanhugsað. íslensk stjórnvöld gera yfirleitt lítið, og þá oft vanhugsað eins og sannaðist þegar uppvíst varð um stórfellt kvótasvindl Norðmanna á loðnuveiðunum, sem reynt var að girða fyrir með reglugerð sem síðan var ekki einu sinni virði pappírsins sem hún var skrifuð á. Á þann hátt finnst mér munur á Norðmönnum og íslendingum. Norðmennirnir eru oft að horfa ár eða áratugi fram í tímann og láta tímann oft vinna með sér í málum. Hluti af skýringunni kann að vera sá að þeir hafa efni á að vinna svona. Þeir geta látið mikla fjármuni í uppbyggingu á Svalbarða, eins og þeir eru að gera núna. Þar eru þeir að vinna sér hefðarrétt, leggja gríðarlegar fjárhæðir í að efla byggð þar og auka ítökin. Það hefur ekki farið mjög hátt að eftir að kalda stríðinu lauk hefur mikil uppbygging átt sér stað þar og Longyearbær á Svalbarða hefur tekið gríðarlegum breytingum á þeim fimm árum frá því ég kom þangað fyrst. Og nú er svo kom- ið að Rússar hyggjast loka öðr- um af tveimur námabæjum sín- um á næsta ári. Þá standa Norð- menn senn einir eftir og það þarf ekki mikla mannvitsbrekku til að sjá að þeir eru að styrkja stöðu sína á gríðarlegum land- og hafsvæðunum um leið, en enginn veit hvaða náttúruauðævi önnur en sjávarfang kunna að felast þarna. Þar fyrir utan er svo það pólitíska vald sem fylgir því að hafa sterka stöðu á þessum slóðum því þetta eru að vissu leyti hernaðarlega mikilvægt svæði," segir Magnús Þór. Smugudeilan að tapast? Magnús hefur áhyggjur af að Norð- menn séu að vinna Smugudeiluna. „Norsk stjórnvöld hafa engan áhuga á að leysa hana með samningum lengur. Þau ætla að láta náttúruna leysa mál- ið. Þorskstofninn í Barentshafi er lík- lega mun minni en talið var og hafið hefur kólnað. Æti suður og vestur af Smugunni er að aukast þar sem Barentshafsloðnan er að hjara við. Smugufiskurinn hefur verið í ætisleit þarna norðurfrá en nú dregur úr út- breiðslu þorsksins því það er meira æti sunnar og sjórinn kaldari. Fiskurinn fer ekki norðureftir af því að hann þarf þess einfaldlega ekki. Líklega verður lítið að hafa þarna næstu árin og þegar fiskur kernur næst að einhverju ráði í „Stjórnmálamenn okkar eiga að krefjast fallum hálsi réttar okkar til veiða á Svalbarðasvœðinu." 42 MCm
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.