Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 43

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 43
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Togarar við bryggju í Tromsö. Magnús Þór telur að Norðmenn hafi ekki lengur áhuga á að leysa deiluna um Smuguveiðar íslendinga. Smuguna mun úthafsveiðisáttmáli SÞ hafa tekið gildi. Samkvæmt ákvæðum hans munu íslendingar kannski fá örfá þúsund tonna í sinn hiut. Þetta eru svartir spádómar og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér. Það hefur lengi verið skoðun mín að við gerðum mikil mis- tök með því að reyna ekki meira til að ná samningum í fyrra. Fimmtán þús- und tonna kvóti sem taka mætti við Bjarnarey þegar mönnum hentaði, án þess að viðurkenna yfirráð Norðmanna við Svalbarða, hefði alls ekki verið slæm skipti fyrir að hleypa nokkrum norskum loðnubátum suður fyrir Hval- bak á vetrarvertíð og láta Norðmenn hafa einhvern rækjukvóta. Það var fá- ránlegt að ímynda sér að staða okkar leyfði einhverjar kröfur upp á 30.000 tonn og allt of mikil áhætta að halda frjálsum veiðum áfram miðað við þau teikn sem lágu fyrir í fyrra í vistfræði Barentshafsins. Menn fá ekkert í kvóta- samningum við önnur ríki nema láta eitthvað í staðinn. Með samningum í fyrra hefði skapast meiri friður í sam- skiptum okkar við Norðmenn og Rússa. Slíkt hefði greitt fyrir viðskipt- um, t. d. leigu á kvótum frá Rússum, sem hefði getað fært okkur umtals- verðan heildarkvóta í Barentshafi." Sjávarútvegur allt í Norður-Noregi en nánast ekki til í Suður-Noregi Á íslandi líður varla sá fréttatími í ljós- vakamiðlum að ekki sé minnst á sjáv- arútveg á einhvern hátt. Mörgum er- lendum gestum þykir þetta skrýtið en Magnús Þór segir að í Norður-Noregi sé þessu líkt háttað. „Ég tók eftir því þegar ég kom hing- að norður eftir að Norður-Noregur er að mörgu leyti allt öðru vísi en Suður- Noregur. Hér byggist allt á sjávarútvegi og landbúnaði, eins og heima á ís- landi, og hvergi hefur mér þótt fólk í Noregi eins líkt íslendingum og þeir sem hér búa. Lífsviðhorfin eru mjög lík og lífsbaráttan mjög áþekk. Þetta er gott fólk sem er að glíma við mjög óblíð náttúruöfl og lifir af sjávarfangi og því sem landið gefur. Á þann hátt er þetta svæði mjög líkt íslandi. Sunnar í Noregi skiptir fiskur hins vegar litlu máli og fólki er alveg sama um sjávarútveg. En það líður varla sá fréttatími hér í svæðisstöðvum í út- varpi og sjónvarpi að ekki sé fjallað um fisk eða sjávarútveg." Norsku nótaskipin nútíma gullmolar Líkt og á íslandi er mesti uppgangur- inn í norskum sjávarútvegi í kringum uppsjávarveiðarnar, sér í lagi síldveið- Æ >ÉMÍÍ. jÍEVTÍf^ Þrjú íslensk fyrirtæki í samstarfi erlendis Þrjú fyrirtæki í sjávarútvegi á ís- landi hafa stofnað í sameiningu fyrir- tæki til að sjá um fjárfestingar og rekstur erlendis á sviði útgerðar, landvinnslu og sölu sjávarafurða. Fyrirtækið hefur fengið heitið Úthafs- sjávarfang og verður megináhersla í starfseminni á uppsjávarfisk. Eig- endur Úhafssjávarfangs eru Sam- herji hf., SR-mjöl hf. og Síldarvinnsl- an hf. Síldarvinnslan og SR-mjöl hafa á undanförnum mánuöum átt samstarf á sviði markaðs- og tæknimála og Samherji hf. verið í viðskiptum við báða aðila í löndun á uppsjávarfiski. Með stofnun Úthafssjávarfangs tek- ur það við verkefni sem Samherji ýtti úr vör í Bandaríkjunum fyrr á þessu ári, þ.e. rekstri tveggja togara með vinnslubúnað fyrir síld og nrakríl en þeir eru gerðir út frá austurströnd Bandaríkjanna. Markmiðið er að Út- hafssjávarfang horfi samhliða þessu verkefni til víðtækari möguleika í sjávarútvegi erlendis á sviði uppsjáv- arfiska. Forráðamenn íslensku fyrirtækj- anna þriggja telja mikinn ávinning af samstarfinu. í fyrirtækjunum sé að finna víðtæka þekkingu á sjávar- útvegi og markaðssetningu sjávar- afurða og þau hafi verið leiðandi í veiðum og vinnslu uppsjávarfiska. Sú staðreynd og fjárhagslegur styrkur þeirra eigi að gera nýja félaginu kleift að takast á við stærri verkefni en ella. ÆGHR 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.