Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 45

Ægir - 01.09.1997, Page 45
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Höfum við gengið til góðs..? Sá dagur rennur vísast seint upp aö allir veröi sammála um þróun sjávarútvegsins hér á landi, jafn snar þáttur oggreinin er í daglega lífinu. Enda kannski greininni hollt aö snörp umrœöa fari fram um hana ef umræðan getur orðið til góðs og stuðlað að framgangi sjávarútvegsins. Framtíðin sker ein úr um hvort umræða dagsins í dag skilar einhverjum árangri og hvort það sem menn telja rétt í dag kunni að reynast rétt þegar nýr dagur rennur upp. Þetta er jú einkenni á fjölbreyttum atvinnugreinum eins og sjávarútveginum og fáar þjóðir hafa viðlíka reynslu afþessari grein og íslendingar. Þann tíma sem tímaritið Ægir hefur gengið við hlið sjávarútvegsins á íslandi hefur vægast sagt margt breyst, umbylting væri kannski rétta orðið. Spurningin sem brennur á vörum á tímamótum er jafnan sú hvort við höfum gengið til góðs. Á þessum tímamótum leitaði blaðið með þá spurningu til nokkurra framámanna greinarinnar. Arnar Sigurmundsson fonnaður Samtaka fiskvinnslustöðva: „Fiskvinnslan hefur tekið stórstígum framförum “ „Að mínu mati má segja að í upphafi þess tímabils sem hér um ræðir, þ.e. síðustu 90 ára, hafi verið lagður grunnur að því að gera sjávarútveginn að þeirri stóriðju sem hann er í dag. Það varð gífurleg breyting með tilkomu vélbátanna á árunum 1905- 1906, hreinlega atvinnubylting. Einkenni á sjávarútveginum okkar er líka að fiskvinnslan hefur alltaf verið stór þáttur og í henni hafa orðið stórstígar framfarir. Ekki síst var stórt skref stigið þegar hraðfrystingin varð að veruleika á síðari hluta fjórða ártatugarins og síðan má segja að sölustarfsemin sem hefur fylgt í kjölfarið, og íslendingar eru þekktir fyrir um allan heim, hafi einnig verið skref fram á við. Sömuleiðis vekur það athygli þeirra sem skoða sjávarútveginn á íslandi að hér er tiltölulega fátt fólk að vinna og veiða þann gífurlega afla sem kemur á land," segir Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva. "Auðvitað hefur sjávarútvegurinn gengið í gegnum mörg erfið- leikatímabil. Núna á síðustu árum má segja að samdráttur í þorskafla hafi skapað mikla erfiðleika og leitt til þess að fjölmörg fyrirtæki hafa orðið að hætta starfsemi en önnur farið í gegnum sameiningarferil og þannig mun verða áfram. Samt sem áður held ég að í nánustu framtíð sjáum við sömu stöðu og uppi er í dag, þ.e. að greinin samanstendur af fáum stórum fyrirtækjum og miklum fjölda smærri fyrirtækja. Það síðasta sem hefur verið að gerast í sjávarútvegi er að fyrirtæki hafa í auknum mæli farið á hluta- bréfamarkað og engin spurning að það skref er af hinu góða. Þetta festir fyrirtækin og tryggir betur rekstur þeirra. Um leið má segja að ýmislegt ÆCm 45

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.