Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 48

Ægir - 01.09.1997, Qupperneq 48
„Ég get alveg séð fyrir mér sambæri- legt iíf fyrir sjómennina á skipunum og er í dag. Við tókum stóra stökkið fram á við á þessari öld með breyting- um frá 1960 og fram til þessa dags. Ég byrjaði til sjós á spítubát þar sem allir bjuggu í lúkarnum og þar var eldað og ekki mátti nota vatn nema út í kaffi og til matargerðar. í aðbúnaði held ég að framþróunin hljóti að hægja á sér en hvað varðar veiðarnar þá verða útivist- irnar langar og á fjarlægum miðum. Það er erfiðasti þáttur sjómennskunn- ar í dag og ég tel að í framtíðinni stækki skipin og útivistir lengist." Arthur Bogason formaður Landssambands smábátaeigenda: „Stœrstu mistökin eru kvótakerfið “ „Ég tel að viljann hafi ekki skort til að ganga götuna til góðs. Mér hefur hins vegar fundist menn ákaflega tregir til að læra af mistökum, hvað þá til að grípa til aðgerða sem miðuðu að slíkri viðurkenningu. Fyrir það fyrsta voru þær forsendur og rök sem notuð voru við útfærslu landhelginnar í 200 mílur þau að við þyrftum að losna við „ryksugurnar" sem væru að eyða mið- unum okkar. Það eina sem við gerðum var að smíða nýjar ryksugur, skíra þær íslenskum nöfnum og kannski finnst einhverjum breyta öllu að þessi skip séu íslensk en ég er ekki þeirrar skoð- unar. Ástandið sem hefur verið að koma fram á þorskveiðimiðunum undanfarin misserin er enn ein sönn- un þess að okkur beri að leggja miklu meiri áherslu á strandveiðiflotann en við höfum gert. Horft til baka þá er mitt mat að kvótakerfið sé stærstu mistök í íslensk- um sjávarútvegi frá upphafi. Glans- húðin á eftir að brotna af þessu kerfi vegna þess að þegar vel árar í hafinu er auðvelt að tala digurbarkalega um svona kerfi en þegar náttúran snýst gegn okkur þá er hætt við að kjaftask- arnir sem hafa mært þetta kerfi út og suður verði kjaftstopp. Kvótakerfið er að mínu mati ekkert verndunarkerfi heldur kerfi sem eyðir fiskistofnum en byggir þá ekki upp. Ég tel ástæðuna fyrir því að þorskstofninn hefur verið að stækka ekki þá að kvótakerfið sé svona árangursríkt heldur að stóru skipin hröktust í burtu af miðunum. Þegar þessi skip koma aftur til veiða á heimamið þá verðum við fljótt komin í sama farið aftur. Á nýrri öld eigum við að stýra með sóknarstýringu og stýringin á að vera þannig að flotinn sé í því jafnvægi miðað við þol fiskistofnanna að bein íhlutun stjórnvalda í stýringu veiða verði ekki nauðsynleg í framtíðinni." Kristján Ragnarsson formaður Landssambands íslenskra útvegsmanna: „Kvótakerfið kom i vegfyrir hrun þorskstofnsins “ „Ég held að við höfum verið á réttri leið lengst af þessari öld. Ég ætla ekki að fjölyrða um upphaf þessarar aldar þegar margvíslegar sviptingar áttu sér stað. Mesta breytingin varð þegar sjáv- arútvegurinn varð svona snar þáttur í þjóðlífinu og allt breytist til betri veg- ar þegar við förum að nýta okkur möguleikana við sjóinn. Fólkið fluttist úr sveitunum og fékk arðbær störf þannig að fátæktinni létti smám sam- an. En það komu líka skin og skúrir. Við efldum togaraútgerð í upphafi ald- ar sem síðan féll fljótt niður og skipin voru seld úr landi. Við vorum einstak- lega iðnir við það íslendingar að finna okkur þrætumál í kringum sjávarút- veginn, deila um kaup og kjör. Tekjunum sem fengust á uppgangs- tímanum eftir stríð var varið til kaupa nýsköpunartogara og báta. Þetta tíma- bil var að hluta til mjög gjöfult en við höfum örugglega verið of seinir að breyta um útgerðarhætti. Það var haldið áfram að smíða síðutogara eftir að skuttogarar voru komnir til sög- unnar en þeir höfðu sýnt greinilega yfirburði í allri tækni og við að afla fiskjar með meiri hagkvæmni. Niður- lægingarskeið síðutogaranna var eftir 1960 þegar uppgangsskeið var í báta- flotanum en þá byggðum við upp mikinn flota, sér í lagi til að nýta síld- ina. Sú sæla stóð ekki nema tæpan ára- tug en við njótum þess á vissan hátt enn að eiga góða báta sem við höfum endurbætt og tæknivætt. Um 1970 keyptu menn skuttogara í nánast hvert þorp í kringum landið og var greinilega farið offari. Mér fannst þá að gengið væri of nærri fiskimiðun- um en við vorum þá í samkeppni við erlenda aðila þannig að takmörkun á okkar veiðum hafði ekki áhrif á heild- arveiðina. Þegar okkur tókst að fá öll yfirráð þá ofgerðum við því hvað við gætum gert með þessi mið. Við héld- um að engin ástæða væri til að hafa áhyggjur af einu né neinu og fiska mætti eins og hver vildi á þeim full- komnustu skipum sem við höfðum yfir að ráða. Við fórum á þessu tíma- bili hamförum í skuttogaravæðing- unni. í kjölfar þessa sáum við að alltof langt var gengið í veiðunum og það er 48 M3M
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.