Ægir

Árgangur

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 49

Ægir - 01.09.1997, Blaðsíða 49
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI mjög eftirminnilegt þegar svört skýrsla kom árið 1983 sem sagði okkur að svona gætu veiðarnar ekki gengið leng- ur og Hafrannsóknastofnun setti fram tillögu um 200 þúsund tonna há- marksþorskafla. Þá stóðu menn frammi fyrir því verkefni sem var nán- ast óleysanlegt, þ.e. hvernig ætti að bregðast við slíkum niðurskurði. Þá kom kvótakerfið til sem ég taldi í byrj- un að yrði mjög erfitt í útfærslu en eft- ir að hafa kynnt mér það í Kanada mælti ég mjög með því að taka kerfið upp og með þeim hætti einum gætum við stjórnað hversu mikið við veidd- um. Við þurftum um tíma að sveigja af leið og nota sóknarkerfi við hlið kvóta- kerfisins en mönnum lærðist mjög fljótt að það var óhagkvæmt. Eftir það var tekið upp einstaklingsbundið kerfi sem hefur haft meiri áhrif á íslenskan sjávarútveg en nokkuð annað sem við höfum gert á þessari öld. Og þar tel ég að sé komið að svari við þeirri spurningu hvort við höfum gengið til góðs götuna fram eftir veg. Ég segi að tvímælalaust hafi það verið mesta framfaraspor í íslenskum sjávar- útvegi þegar þetta kerfi var tekið upp því það hefur stuðlað að vexti og við- gangi fiskistofna og beinlínis komið í veg fyrir hrun þorskstofnsins. Við erum þar á réttri leið og allt rekstrar- legt umhverfi í greininni hefur gjör- breyst, ábyrgð einstaklinganna vaxið og sífellt er leitað leiða til aukinnar hagkvæmni. Þarna erum við staddir í dag en ég segi að einu mistökin sem gerð voru í upphafi voru að menn treystu sér ekki til setja sambærilegt kerfi á báta undir 10 rúmlestum sem leiddi til glufu í kerfinu sem menn voru fljótir að fara í. Þar með varð gríð- arleg fjárfesting í smábátum sem okkur sem erum ábyrgir fyrir rekstri stærri skipa er ætlað að borga úreldingu á núna. Það þykir mér ósanngjarnt en við erum búnir að koma böndum á þennan flota sem býr að vísu við alltof góðan kost miðað við önnur fiskiskip." -Eins og þú bendir á er einkenni á þessari öld hversu gríðarlegar sveiflur hafa verið. Telurðu það verða einkenni sjávarútvegs okkar í framtíðinni? „Nei, ég skal lofa því að þetta verður ekki einkenni næstu aldar. Kvótakerfið skýrir þetta, við höfum nú jafnvægi með því að veiðiréttinum er skipt nið- ur á hvern einstakan fiskistofn. Við höfum núna góða stöðu í loðnunni án þess að komi til stækkunar flotans og sama mun verða þegar þorskstofninn kemur upp. Svona sveiflur í smíðum skipa munu því vonandi aldrei endur- taka sig." marel heildarkerfi ViS óskum eigendum og starfsfólki Útgerðarfélags Akureyringa hf. til hamingju meS nýja Marel vinnslukerfið og MPS hugbúnaðinn. Marel hf. Höfðabakka 9 • 112 Reykjavik • Sími: 563 8000 • Fax: 563 8001 • Netfang: info@marel.is M3ÍR 49
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.