Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 51

Ægir - 01.09.1997, Side 51
SAMLEIÐ MEÐ ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI Starfsmeim Hafrannsóknastofmmar í síldarleiðangri á einu af rannsóknarskipum stofii- unarinnar. Mynd: Túmas Gíslason að umhverfisskilyrðum í sjónum, svo sem hita, seltu, næringarefnum og vistfræði þörunga, dýrasvifs, fisklirfa og botndýra. Þá er og unnið að grunn- rannsóknum auk þjónusturannsókna. Á Nytjastofnasviði felst verulegur hluti starfsins í gagnasöfnun sem nýtist við rannsóknir á stofnstærð, beinum stofnstærðarmælingum og ráðgjöf til stjórnvalda og sjávarútvegs. Þar er einnig unnið að ýmsum grunnrann- sóknum er snerta nytjastofna, samspil þeirra og nýtingu. Með breyttri skipan á stofnuninni árið 1984 var og ákveðið að mynda verkefnisstjórnir um tiltekin áherslu- verkefni sem tryggja þurfti framgang vegna umfangs og /eða eðlis. Helst þessara áhersluverkefna á undanförn- um árum eru: verkefnisstjórn um fisk- veiðiráðgjöf, veiðieftirlit, stofnmæling botnfiska, átak í hvalrannsóknum, eldi sjávardýra, fjölstofnarannsóknir, hrygningar- og klakrannsóknir, verk- efnisstjórn um flatfiskarannsóknir, síldar- og umhverfisrannsóknir í Aust- urdjúpi, netarall, stofnmæling botn- fiska að haustlagi, gagnagrunnur Haf- rannsóknastofnunarinnar. Þetta fyrir- komulag um átaksverkefni á sérstök- um sviðum hefur reynst vel og sýnt að með samhæfðu átaki má oft á skömm- um ná miklum vísindalegum árangri. Á undanförnum árum hefur á hverju ári verið unnið að um 130 rannsóknaverkefnum á Hafrannsókna- stofnuninni. Fyrir hvert verkefni er ár- lega gerð nákvæm rannsóknar- og fjár- hagsáætlun og þannig fylgst stöðugt með árangri og fjárhagsstöðu verk- efna. Astand fiskistofna og ný viðhorf Þeir þættir sem mest áhrif hafa á verk- efnaskipan Hafrannsóknastofnunar- innar á næstu árum eru án efa þeir sem snerta ástand og líklega þróun fiskstofnanna. Flestir stærstu nytja- stofnar við landið eru nú nánast full- nýttir en miklir möguleikar felast þó í nýtingu norsk-íslensku vorgotssíldar- innar. Aðrir vaxtarmöguleikar, að því er ætla má, felast nær eingöngu í frek- ari nýtingu úthafs- og djúpfiskteg- unda, einnig nokkurra tegunda flat- fiska, brjóskfiska og hryggleysingja innan íslenskrar efnahagslögsögu. Enda þótt óliklegt virðist að framlag þessara tegunda vegi þungt í saman- burði við þá stofna sem nú eru burða- rásar sjávarútvegsins ætti ekki að gera lítið úr möguleikum sem felast í nýt- Með tilkomu nýs rannsóknaskips verður ráðist í umfangsmiklar Suðurdjúpsrann- sóknir sem cetlað er að varpi Ijósi á hafsvœðið djúpst suður aflandinu. ingu stofna sem nú eru lítið sem ekk- ert veiddir. Þar eð upplýsingar um ástand hvala- og selastofna sýna að stofnarnir þola umtalsverðar veiðar mælir Hafrannsóknastofnunin ein- dregið með nýtingu sjávarspendýra. Talið er víst að aukinni eftirspurn eftir sjávarfangi í heiminum verði að mestu mætt með framleiðslu úr eldi. Aðstæður til eldis í sjókvíum eru ekki sérlega hagstæðar hér við land og kostnaður við eldi í landkerum er mik- ill. Svo virðist sem eingöngu lúða hafi tilskilið markaðsverð til þess að standa undir framleiðslukostnaði í landkerum en forsenda arðbærs eldis sjávardýra hér á landi er hins vegar öflug rann- sókna- og þróunarstarfsemi. Nýlegar alþjóðlegar skuldbindingar íslendinga á sviði hafréttar- og um- hverfismála munu einnig setja mark sitt á rannsóknastarfsemina á kom- andi árum. Þessar aðstæður gera aukn- ar kröfur til gæða rannsókna og ráð- gjafar Hafrannsóknastofnunarinnar og kalla á verulega auknar fjárveitingar til haf- og fiskirannsókna og eflingu starf- seminnar á næstu árum. Efling vísindalegrar starfsemi Til þess að Hafrannsóknastofnunin mm 51

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.