Ægir

Årgang

Ægir - 01.09.1997, Side 70

Ægir - 01.09.1997, Side 70
90 ára Loðnuverksmiðja Gnár í Bolungarvík endurbœtt: Nýi búnaðurinn strax í vinnslu sumarloðnu í sumar hafa staðið yfir endurbætur á loðnuverksmiðju Gnár hf. í Bol- ungarvík og var nýr búnaður nánast tekin í notkun jafnharðan. „Við gátum ekki byrjað alveg í upp- hafi sumarvertíðarinnar en fórum fljótlega að taka við loðnu," segir Ein- ar Jónatansson, framkvæmdastjóri Gnár. Héðinn hf. í Garðabæ var yfirverk- taki við framkvæmdina en auk starfs- manna fyrirtækisins komu margir heimamenn að verki og í lokafrágangi má segja að um 40-50 manns hafi ver- ið í vinnu við breytingarnar. Einar seg- ir að þær áætlanir sem gerðar hafi ver- ið hafi staðist en verkið í heild hafi orðið stærra en upphaflega var ráðgert þar sem ýmis hliðarverkefni fylgdu með í framkvæmdunum. „Okkur sýnist þessi búnaður koma A »11 mhii RAFMÓTORAR JOHAN RÖNNING HF slmi: 568 4000 - httpy/www.ronning.is Breytingarnar í fullum gangi hjá Gná. Myndin var tekin í júlí í swnar en nánast var byggt utan um nýju tœkin og á sama tíma var vinnsla komin í gang í húsinu. Mynd-.ióH mjög vel út þannig að við erunr mjög ánægðir með verksmiðjuna. En þetta er lítil reynsla sem komin er, mann- skapurinn er að kynnast tækjunum. Nú er þetta allt orðið mjög tölvustýrt og breytt frá því sem var. Við höfum ekkert reynt við framleiðslu á hágæða- mjöli framan af sumarvertíðinni en munum fara í þá framleiðslu þegar kemur fram á haustið og allt verður komið í jafnvægi í verksmiðjunni. Sú framleiðsla veltur samt á að hráefnið sé fyrsta flokks," segir Einar. Við breytingarnar á framleiðslugeta verksmiðjunnar í Bolungarvík að aukast um helming, þ.e. úr 250-300 tonnum á sólarhring í 5-600 tonn. í verksmiðjunni var settur upp „vacum" þurrkari frá Atlas en hann er sá eini sinnar tegundar hér á landi en í ís- lenskum verksmiðjum eru loftþurrkar- ar algengastir. Nýi þurrkarinn var sett- ur niður þar senr áður var gamall eld- þurrkari en Gná hafði áður keypt tvo gufuþurrkara frá Danmörku. „Vacum" þurrkun hefur ekki verið reynd í verk- smiðjun hér á landi fyrr en hér er samt um vel þekkta þurrkunaraðferð að ræða, t.d. í verkmsmiðjum í Dan- mörku. Gná hefur rekið verksmiðjuna í Bolungarvík frá árinu 1993 en upphaflega var fiskimjölsverksmiðjan í Bolungarvík tekin í notkun árið 1963. 70 mm

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.