Ægir

Volume

Ægir - 01.09.1997, Page 73

Ægir - 01.09.1997, Page 73
Nýi Simrad-sónarinn kominn í brúna á Víkurberginu GK-1. Fyrir miöri mynd er Reynir Jóhannsson, skipstjóri, en með honum eru þeir Ómar Hafliðason og Valdimar Einisson, starfsmenn Friðriks A. Jónssonar hf. j ■ —iK • ■ mm P iBI -fcr.:-. 1 Nýr hringsónar íVíkurberginu í byrjun loðnuvertíðarinnar var nýr hringsónar frá Simrad settur niður í nótveiðiskipið Víkurberg GK-1 frá Grindavík. Fyrirtækið Friðrik A. Jóns- son seldi tækið en það er töluvert bylt- ingarkennt frá því sem áður hefur þekkst. Nýi sónarinn er af gerðinni SP270 og hefur sömu möguleika og fyrirrennar- inn, Simrad SR240, þ.e. að geta sýnt 180 gráðu sneiðmynd af hverjum send- ingargeira sem þar með skapar mögu- leika á að geta sýnt þykkt og þversnið hverrar torfu og einnig sýnt dýptar- mælismynd. Þetta er mögulegt þar sem þessir sónarar eru með kúlulaga botn- stykki með keramiskum augum. Merkasta nýjungin í SR270 tækinu er sú að mögulegt er að vera með stöð- ugleikastillingu á sendigeisla þannig að stöðug mynd fæst þótt skipið velti. Þunnar torfur haldast því vel inni á skjánum og unnt er að nota sónarinn við verri veðurskilyrði en fram til þessa hefur verið talið gerlegt. Þá er í sónarn- um íslenskur skjátexti og hægt að velja skjástærð fyrir sónarinn frá 17" til 21". SP270 hefur verið settur um borð í skip frá íslandi, Noregi, Danmörku, Hollandi, Skotlandi, USA, Spáni og Suður-Afríku og hefur tækið fengið mikla athygli vegna nýrra notkunar- möguleika sem áður voru ekki þekktir. Landssmiðjan semur við JAT hf. Landssmiðjan hefurgert sam- starfssanming við fyrirtœkið JAT hf. á Akureyri utn smíði og markaðssetningu nýrrar gerðar af hausara fyrir bolfisk. Landssmiðjan mun þar með taka að sér fram- leiðslu, sem og markaðssetningu, bœði á innlendum og erlendum markaði. JAT ehf. mun einbeita sér að þró- un nýrra véla í framtíðinni en hlut- verk Landssmiðjunnar verður að gera vélarnar hæfar til fjöldaframleiðslu. Nýi hausarinn, sem hlotið hefur framleiðsluheitið, JAT/HKG1919, er einstakur fyrir margra hluta sakir. Fyrst og fremst er hausun fisksins með allt öðrum hætti en áður hefur tíðkast og hefur aðferðin leitt af sér mun betri nýtingu á áður hefur tíðkast. Nýlega var gerð könnun hjá Útgerðarfélagi Akureyringa sem leiddi í ljós 2-3,5% betri nýtingu á roðlausum flökum. Útgerðarfélag Ak- ureyringa er um þessar mundir að taka í notkun tvo hausara af þessari gerð. Hausarinn byggir á einkaleyfi höf- undar vélarinnar, Jóns A. Pálmason- ar. Notuð er svokölluð augnpinna- stýring, sem gerir að verkum að fisk- ur sem annars situr eftir á haus eftir hausunina fylgir nú búk fisksins og næst þar með inn í vinnslu. Með þessu hækkar nýtingin og meðalverð afurðanna eykst. Að auki hefur nýi hausarinn þann kost að mögulegt er að skera kinnar, fés og klumbur, samtímis hausun- inni. AGIR 73

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.